Stofnun stéttarfélags ekki til höfuðs Sólveigu Önnu Árni Sæberg skrifar 30. október 2022 12:02 Til stendur að stofna stéttarfélag þeirra sem vinna á bryggjum landsins. Vísir/Vilhelm Hafnarverkamenn komu saman í gær og ræddu mögulega stofnun stéttarfélags og þar með úrsögn úr Eflingu. Forsvarsmaður þeirra segir ekki rétt að stofnun stéttarfélags sé hugsuð til höfuðs Eflingu og formanni hennar. Í gær var greint frá því að hafnarverkamennn hafi komið saman í Þjóðminjasafninu og rætt mögulega úrsögn úr Eflingu. Haft var eftir einum þeirra að hafnarverkamenn væru ósáttir við æðstu stjórnendur Eflingar. Sverrir Fannberg, forsvarsmaður hafnarverkamanna, sem hefur unnið að skipulagningu mögulegrar stofnunar stéttarfélags, segir það ekki rétt. Stofnun félags hafnarverkamanna hafi lengi verið í farvatninu og sé einungis hugsuð til þess að bæta kjör þeirra sem vinna á höfnum landsins. „Þetta er búið að vera í pælingu innan þessa hóps og innan fólks á höfninni að okkar staða sé betur sett í eigin félagi og að við semjum um okkar eigin samninga. Ástæðan fyrir því að það var farið í þetta núna er sú að góð og breið samstaða hefur náðst innan hópsins á bryggjunni um að fara í undibúning og skoða hvort þetta sé hægt og hvaða möguleikar séu í stöðunni í raun og veru,“ segir hann í samtali við Vísi. Sverrir segir fundinn í Þjóðminjasafninu hafa verið vel sóttan og að vel hafi verið tekið í hugmyndir um stofnun nýs félags. Um það bil áttatíu fundarmenn hafi ekkert rætt um meinta óvild sína í garð Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. „Þetta er bara spurning um að hafnarverkamenn kjósi um sinn samning. Ef við erum sáttir við hann samþykkjum við hann, ef við erum ósáttir við hann þá þurfum við að halda áfram að semja. Þetta er ekkert spurning um Eflingu eða Sólveigu eða Vilhjálm eða VR. Það kemur málinu bara ekkert málinu við. Eina sem við gerum til þeirra er að óska þeim góðs gengis í sínum samningaviðræðum og ég veit að það verða erfiðir samningar alls staðar,“ segir Sverrir að lokum og óskar öllu forystufólki verkalýðshreyfingarinnar góðs gengis í komandi kjarabaráttu. Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Í gær var greint frá því að hafnarverkamennn hafi komið saman í Þjóðminjasafninu og rætt mögulega úrsögn úr Eflingu. Haft var eftir einum þeirra að hafnarverkamenn væru ósáttir við æðstu stjórnendur Eflingar. Sverrir Fannberg, forsvarsmaður hafnarverkamanna, sem hefur unnið að skipulagningu mögulegrar stofnunar stéttarfélags, segir það ekki rétt. Stofnun félags hafnarverkamanna hafi lengi verið í farvatninu og sé einungis hugsuð til þess að bæta kjör þeirra sem vinna á höfnum landsins. „Þetta er búið að vera í pælingu innan þessa hóps og innan fólks á höfninni að okkar staða sé betur sett í eigin félagi og að við semjum um okkar eigin samninga. Ástæðan fyrir því að það var farið í þetta núna er sú að góð og breið samstaða hefur náðst innan hópsins á bryggjunni um að fara í undibúning og skoða hvort þetta sé hægt og hvaða möguleikar séu í stöðunni í raun og veru,“ segir hann í samtali við Vísi. Sverrir segir fundinn í Þjóðminjasafninu hafa verið vel sóttan og að vel hafi verið tekið í hugmyndir um stofnun nýs félags. Um það bil áttatíu fundarmenn hafi ekkert rætt um meinta óvild sína í garð Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. „Þetta er bara spurning um að hafnarverkamenn kjósi um sinn samning. Ef við erum sáttir við hann samþykkjum við hann, ef við erum ósáttir við hann þá þurfum við að halda áfram að semja. Þetta er ekkert spurning um Eflingu eða Sólveigu eða Vilhjálm eða VR. Það kemur málinu bara ekkert málinu við. Eina sem við gerum til þeirra er að óska þeim góðs gengis í sínum samningaviðræðum og ég veit að það verða erfiðir samningar alls staðar,“ segir Sverrir að lokum og óskar öllu forystufólki verkalýðshreyfingarinnar góðs gengis í komandi kjarabaráttu.
Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira