Viðtalið birtist á Youtube-vef Benidorm-liðsins og var í raun ekkert viðtal heldur var Stiven bara beðinn um sitt álit á leiknum:
„Við vissum að það yrði rosaleg ákefð í þessum leik. Bæði þessi lið hlaupa mikið svo við urðum að búa okkur undir mjög ólíkan leik gegn Benidorm en gegn FTC,“ sagði Stiven.
Spyrillinn gaf þá til kynna að þar með væri viðtalinu lokið og Stiven spurði hlæjandi á spænsku: „Ekkert meira?“ áður en hann skokkaði inn til búningsklefa.
Myndbandið má sjá hér að neðan en þar eru einnig ummæli frá Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara Vals, sem og frá þjálfara og leikmanni Benidorm.
Stiven skoraði fjögur mörk úr fimm skotum í 32-29 sigri Valsmanna sem þar með hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í Evrópudeildinni.
Næsti leikur Vals er á heimavelli gegn Flensburg þriðjudagskvöldið 22. nóvember en þýska liðið hefur líkt og Valur unnið fyrstu tvo leiki sína.
Allir leikir Vals í Evrópudeildinni eru sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.