Hann hefur meðal annars tekið það að sér að leiðbeina tenniskonunni Emmu Raducanu. Hann hefur meðal annars ráðlagt henni hvernig hún eigi að byggja ofan á árangur sinn og venjast því að vera í sviðsljósinu.
Mikla athygli vakti þegar Raducanu vann Opna bandaríska meistaramótið í fyrra, þá bara átján ára og á aðeins á sínu fjórða móti í fullorðinsflokki. Ekki hefur gengið jafn vel hjá Raducanu í ár en meiðsli hafa gert henni erfitt fyrir.
Þá er gott að geta leitað í reynslubanka Kanes sem leiddi enska landsliðið í úrslit á EM í fyrra og undanúrslit á HM 2018. Hann var markakóngur síðarnefnda mótsins.
Raducanu er stuðningsmaður Tottenham og hefur stundum sést æfa í treyju liðsins, eitthvað sem Kane er eflaust ánægður með.