Þorsteinn starfaði áður sem lögfræðingur hjá stéttarfélaginu Sameyki og þar áður sem sérfræðingur á kjaramálasviði VR. Hann er með B.A.-gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistarapróf í lögfræði frá sama skóla.
„Það er mikill fengur fyrir samtökin að fá Þorstein Skúla til liðs við okkur. Hann hefur víðtæka reynslu af almannaþjónustu og kjaramálum, sem mun reynast vel í þeim verkefnum sem framundan eru. Má þar nefna komandi kjaraviðræður, þar sem Þorsteinn verður formaður samninganefndar SFV,“ er haft eftir Sigurjóni N. Kjærnested, framkvæmdastjóra SFV, í tilkynningu.