Eins og flestir vita þá er allt annar áhugi á golfmótum ef Tiger er með en þegar hann er ekki með. Þá erum við kannski ekki að tala um áhuga mestu golfáhugamannanna heldur þeirra sem fylgjast kannski minna með en hafa mikinn áhuga á að fylgjast með Tiger.
Tiger Woods was rewarded with a $15 million bonus from the PGA Tour s Player Impact Program despite playing a limited schedule following a car crash in 2021.
— AP Sports (@AP_Sports) November 22, 2022
by @dougferguson405 https://t.co/AmEhEL2jsC
Woods hefur aðeins náð að spila þrjá hringi á risamótum síðustu þriggja ára en hann hefur glímt við meiðsli eftir að hafa slasast illa í bílslysi í febrúar 2021.
Woods var líka efstur þegar bónusinn var veittur í fyrsta sinn í fyrra en fékk þá átta milljónir dollara. Að þessu sinni fær hann fimmtán milljónir dollara eða 2,1 milljarð íslenskra króna.
Rory McIlroy, efsti maður á heimslistanum, varð annar á bónuslistanum. Hann fær tólf milljónir dollara.
Tiger Woods has once again claimed the top bonus in the PGA Tour's Player Impact Program.
— Front Office Sports (@FOS) November 22, 2022
Despite only playing nine rounds of golf in three majors, Woods will receive a $15 million bonus for generating "the most positive interest in the PGA Tour." pic.twitter.com/CgYcjZDvQM
PGA mótaröðin deilir út alls hundrað milljón dollurum í bónusa sem eru veittir þeim sem auka mestan áhuga á PGA-mótaröðinni.
Tiger hefur ekki spilað á móti síðan hann missti af niðurskurðinum á Opna breska risamótinu í júlí. Það er búist við því að hann spili á Hero World Challenge mótinu á Bahamaeyjum í næstu viku.