Sagði nafnið sem mátti ekki nefna og fékk ekki að lýsa seinni hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2022 13:00 Hakan Sükür þakkar fyrir eftir leikinn um þriðja sætið á HM 2022 sem Tyrkir unnu og hann setti HM-met í. Getty/Gary M. Prior Alper Bakircigil missti starfið sitt í gær en hann hefur í mörg ár starfað sem fótboltalýsandi í Tyrklandi. Ástæðan er þó afar furðuleg í augum flestra. Hann nefndi á nafn knattspyrnugoðsögn Tyrkja. Bakircigil braut eina af óbrjótanlegu reglunum í tyrknesku sjónvarpi og var rekinn í hálfleik. Hann var að lýsa leik Marokkó og Kanada en fékk ekki einu sinni að lýsa seinni hálfleiknum. Bakircigil varð nefnilega á í messunni þegar hann nefndi tyrknesku goðsögnina Hakan Sükür á nafn. Dünya Kupas tarihinin en erken golünü Hakan ükür ün att n hat rlatan TRT spikeri Alper Bak rc gil'in i ine son verildi. Bak rc gil, yazd mesajla olay do rulad .— Ayk r (@aykiricomtr) December 1, 2022 Nafn Sükür kom upp af því að Marokkó skoraði strax á fjórðu mínútu leiksins og metið yfir fljótasta markið í sögu HM er einmitt í eigu Hakan Sükür sem skoraði eftir aðeins ellefu sekúndur á HM 2002. Bakircigil sást ekki á skjánum eftir auglýsingarnar í hálfleik og annar lýsandi kláraði leikinn. Bakircigil kom síðan á Twitter og sagði frá því að hann hafi verið rekinn eftir margra ára starf hjá TRT sjónvarpstöðinni. Sükür var einu sinni mikil þjóðhetja eftir að hafa hjálpað tyrkneska landsliðinu að vinna brons á HM fyrir tuttugu árum. Hann skoraði 51 mark fyrir tyrkneska landsliðið og var helsta stjarna liðsins. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Kanada-Fas maç n anlatan #TRT spikeri Alper Bak rc gil, 4. dakikada at lan gol sonras " unu hat rlatmak gerekiyor ki, Dünya Kupas 'n n en h zl gol Hakan ükür taraf ndan at lm t " dedi. Devre aras nda spiker de i tirildi. Bak rc gil ile TRT nin ili kisi kesildi. pic.twitter.com/zj0WvTrn0F— gdhspor (@gdh_spor) December 1, 2022 Sükür var gagnrýninn á stjórnvöld í Tyrklandi sem útskúfuðu hann og máluðu hann sem hryðjuverkamann. Hann missti allt sitt og keyrir nú leigubíl í New York. Sükür hafði fyrst farið inn á þing sem flokksmaður Recep Tayyip Erdogan en yfirgaf síðan flokkinn. Erdogan og flokksmenn hann saka Sükür um að hafa átt þátt í valdaránstilrauninni árið 2016. Hann flúði til Bandaríkjanna árið 2016. HM 2022 í Katar Tyrkland Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Blóðug barátta um sæti í undanúrslitum Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Í beinni: Aston Villa - PSG | Brött brekka fyrir heimamenn Í kvöld: Dortmund - Barcelona | Óvinnandi verk eða hvað? Leik lokið: Þróttur R. - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Sjá meira
Bakircigil braut eina af óbrjótanlegu reglunum í tyrknesku sjónvarpi og var rekinn í hálfleik. Hann var að lýsa leik Marokkó og Kanada en fékk ekki einu sinni að lýsa seinni hálfleiknum. Bakircigil varð nefnilega á í messunni þegar hann nefndi tyrknesku goðsögnina Hakan Sükür á nafn. Dünya Kupas tarihinin en erken golünü Hakan ükür ün att n hat rlatan TRT spikeri Alper Bak rc gil'in i ine son verildi. Bak rc gil, yazd mesajla olay do rulad .— Ayk r (@aykiricomtr) December 1, 2022 Nafn Sükür kom upp af því að Marokkó skoraði strax á fjórðu mínútu leiksins og metið yfir fljótasta markið í sögu HM er einmitt í eigu Hakan Sükür sem skoraði eftir aðeins ellefu sekúndur á HM 2002. Bakircigil sást ekki á skjánum eftir auglýsingarnar í hálfleik og annar lýsandi kláraði leikinn. Bakircigil kom síðan á Twitter og sagði frá því að hann hafi verið rekinn eftir margra ára starf hjá TRT sjónvarpstöðinni. Sükür var einu sinni mikil þjóðhetja eftir að hafa hjálpað tyrkneska landsliðinu að vinna brons á HM fyrir tuttugu árum. Hann skoraði 51 mark fyrir tyrkneska landsliðið og var helsta stjarna liðsins. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Kanada-Fas maç n anlatan #TRT spikeri Alper Bak rc gil, 4. dakikada at lan gol sonras " unu hat rlatmak gerekiyor ki, Dünya Kupas 'n n en h zl gol Hakan ükür taraf ndan at lm t " dedi. Devre aras nda spiker de i tirildi. Bak rc gil ile TRT nin ili kisi kesildi. pic.twitter.com/zj0WvTrn0F— gdhspor (@gdh_spor) December 1, 2022 Sükür var gagnrýninn á stjórnvöld í Tyrklandi sem útskúfuðu hann og máluðu hann sem hryðjuverkamann. Hann missti allt sitt og keyrir nú leigubíl í New York. Sükür hafði fyrst farið inn á þing sem flokksmaður Recep Tayyip Erdogan en yfirgaf síðan flokkinn. Erdogan og flokksmenn hann saka Sükür um að hafa átt þátt í valdaránstilrauninni árið 2016. Hann flúði til Bandaríkjanna árið 2016.
HM 2022 í Katar Tyrkland Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Blóðug barátta um sæti í undanúrslitum Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Í beinni: Aston Villa - PSG | Brött brekka fyrir heimamenn Í kvöld: Dortmund - Barcelona | Óvinnandi verk eða hvað? Leik lokið: Þróttur R. - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Sjá meira