Frá þessu er greint á heimasíðu Grindvíkinga, en Óskar Örn steig sín fyrstu skref í efstu deild með félaginu. Hann lék með Grindavík frá 2004 til 2006 þar sem hann skoraði 12 mörk í 57 leikjum í deild og bikar.
Óskar Örn á ný í Grindavík⚽️
— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) December 11, 2022
Óskar Örn Hauksson hefur skrifað undir samning við Grindavík út tímabilið 2⃣0⃣2⃣3⃣.
Nánar 👉 https://t.co/Y5mWI4Gazr
Áfram Grindavík!
💛💙 pic.twitter.com/jNuGgjGqrJ
Eftir tveggja ára veru hjá Grindavík hélt Óskar Örn í Vesturbæinn þar sem hann lék með KR í 15 ár, eða til ársins 2021. Hann lék svo með Stjörnunni í Bestu-deildinni í sumar, en fær nú það verkefni að aðstoða Grindvíkinga í að koma sér aftur í deild þeirra bestu.
Þessi 38 ára gamli leikmaður hefur leikið 373 leiki í efstu deild hér á Íslandi þar sem hann hefur skorað 88 mörk. Alls eru leikirnir á vegum KSÍ orðnir 599 og mörkin orðin 169 talsins.