Argentínumenn unnu Frakklandi í vítakeppni í úrslitaleiknum eftir að hafa misst niður bæði 2-0 og 3-2 forystu. Argentínumenn nýttu öll vítin sín og þurfti ekki að taka fimmtu spyrnu sína.
Buenos Aires in Argentina celebrating winning the World Cup and Lionel Messi's legacy #FIFAWorldCup pic.twitter.com/fayFCJaS5p
— Farid Khan (@_FaridKhan) December 18, 2022
Staðurinn til að vera á í gær var án efa Buenos Aires, stærsta borg Argentínu.
Það mátti heyra það út um alla borg þegar Gonzalo Montiel skoraði úr síðustu vítaspyrnunni og eftir leikinn voru hundruð þúsunda mætt á heimsfræga Plaza de la República og 9. júlí götuna þar sem óbelíska súlan er.
Hér fyrir neðan má sjá magnað drónamyndband af þessu heimsfræga torgi fullu af fagnandi Argentínumönnum.