Harry talar um bókina: Samhengisleysi, ilmvatn mömmu og kal í klofi Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 11. janúar 2023 14:16 Harry ræddi við þáttastjórnandann Stephen Colbert um nýju bókina. Getty/Scott Olson Harry Bretaprins mætti í sitt fyrsta viðtal eftir útgáfu ævisögunnar „Spare“ eða „Varaskeifan“ í nótt. Viðtalið fór fram í kvöldþætti Stephen Colbert og talaði Harry um dauða móður sinnar, framkomu bresku pressunar og fjölskyldunnar, geðheilsu og þegar hann fékk kal á typpið. Hann segir samhengi bókarinnar öllu máli skipta en hlutum bókarinnar var lekið til fjölmiðla og að hans sögn teknir úr samhengi. „Samhengi skiptir miklu og því miður vegna lekanna hefur breska pressan, sem skiptir miklu máli í minni 38 ára sögu, eftir að ég eyddi tveimur árum í að ákveða samhengi, hverju ég myndi deila og hvernig ég myndi deila því, ákveðið að taka allt úr samhengi og breyta í klúra fyrirsögn,“ segir Harry. Hann segir jafnframt að pressan hafi haft samhengi, breskir miðlar hafi bara ákveðið að stilla því sem þeir sáu upp á þann hátt að það væri meiðandi fyrir sig og sína nánustu. Hans hlið hræði höllina Aðspurður hvort hann telji að konungsfjölskyldan og breska pressan muni reyna að grafa undan honum og því sem kemur fram í bókinni svarar hann því játandi. „Auðvitað, þetta er hin hliðin á sögunni eftir 38 ár. Þau hafa sagt sína sögu, þetta er hin hliðin og það er ýmislegt í bókinni sem er óþægilegt og hræðir fólk.“ Harry segir hættulegustu lygina sem hafi komið frá pressunni vera að hann hafi montað sig af því hversu marga hann hafi drepið í Afganistan. Hér má sjá Karl III Bretlandskonung og Kamillu. Gett/Pool Harry var í breska hernum í um áratug og segir markmiðið með því að segja frá reynslu sinni í hernum og því að hann hafi drepið menn í Afganistan vera til þess gert að huga að geðheilsu hermanna. Það að deila eigin reynslu sé mikilvægt til þess að fólk upplifi sig ekki eitt en stórt markmið hjá honum sé að fækka sjálfsvígum á meðal hermanna. Áreitið gagnvart mömmu og síðar Meghan Þegar umræðan snýst að bresku pressunni, áhuga almennings á konungsfjölskyldunni og þeirra lífi segir Harry áhuga almennings á móður sinni hafa tekið hlutina á næsta stig. Hliðstæður séu til staðar í upplifun móður hans á bresku pressunni og upplifun eiginkonu hans, Meghan Markle. „Ég hef aldrei séð svona ofbeldi og áreiti eins og gagnvart konunni minni. Aðrir fjölskyldumeðlimir hafa upplifað öðruvísi áreiti en að sjá þetta gerast svona, ég var að barnalegur þegar kom að þessu. Ég áttaði mig ekki á því að breska pressan væri svona fordómafull og þó ég hefði gert það hefði ég ekki skilið hvernig hún gæti komist upp með þetta,“ segir Harry. Vilhjálmur og Harry ásamt móður sinni í Austurríki árið 1993. Getty/Scott Olson Harry leggur áherslu á það að þessi bók og orðin innan hennar séu frá honum komin. Hann hafi fengið nóg af því að fólk innan fjölskyldunnar hafi fært bresku pressunni lygasögur á bakvið tjöldin. Hann sé nú að endursegja sögur sem hafi ef til vill verið sagðar áður frá eigin sjónarhorni. Díana hefði lagað sambandið Colbert segir það hafa haft mikil áhrif á sig að lesa að mikil spenna hafi myndast á milli bræðranna tveggja Harry og Vilhjálms eftir andlát Díönu móður þeirra. Að átta sig á að þeir hafi ekki verið stoð og stytta hvers annars. „Ég held að allir sem lendi í áfalli, sorg og missi, sem við höfum öll gert og munum öll gera, viti að þú þurfir að bíta á jaxlinn. Ég held að ég brosandi, bróðir minn brosandi og við vinnandi saman á þeim viðburðum sem við þurftum, líti út á ákveðinn hátt,“ segir Harry. Þá segist hann vissulega ekki vita hvernig hlutirnir væru ef móðir hans væri enn lifandi en hann telur að stirðleikinn sem sé í sambandi sínu við bróður sinn væri ekki til staðar. Harry lýsir sorginni sem vegg og sálfræðiaðstoð ásamt skrifum bókarinnar hafi fært hann nær móður sinni, verið heilandi og hjálpað honum að vinna úr missinum. Hann lýsir því að hann hafi verið með ilmvatn móður sinnar hjá sér og spreyjað því til þess að reyna að rifja upp minningar frá því hún var á lífi. Breska pressan hefur mikið fjallað um átök á milli bræðrana tveggja. Getty/Richard Baker „Í mörg ár dreymdi mig þannig að ég var sannfærður um að hún væri enn á lífi. [...] Ég varð að trúa því að hún væri enn á lífi af því ég gat ekki horfst í augu við það að hún væri látin,“ segir Harry. Hann segist jafnframt hafa haldið að móðir sín væri í felum og myndi svo koma að sækja sig og Vilhjálm og fara með þá burt frá allri ringulreiðinni. Kal á Norðurpólnum Einhvern veginn fer viðtalið frá því að tala um sorg, það að syrgja, fjölskylduna og geðheilsu yfir í það þegar Harry lenti í því að fá léttvægt kal á typpið á Norðurpólnum. Hann segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en hann kom heim. Allt sé þó í lagi núna, sem betur fer. „Ekkert sást, ekkert var augljóst, þetta var mjög hægt hrörnunarástand,“ sagði Harry. Undir lok viðtalsins segist hann minnast ömmu sinnar með hlýhug, hún hafi svo sannarlega klárað að lifa og allt það sem lífið hafði upp á að bjóða. Þá viðurkennir hann að hafa horft á vinsælu Netflix þættina „The Crown“ sem byggðir eru á sögu konungsfjölskyldunnar. Þegar Colbert spyr hann hvort hann sannreyni það sem gerist í þáttunum svarar hann því játandi. Viðtal Stephen Colbert við Harry Bretaprins má sjá hér ofar. Fréttin hefur verið uppfærð. Bókmenntir Bókaútgáfa Harry og Meghan Bandaríkin Kóngafólk Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Sjá meira
Hann segir samhengi bókarinnar öllu máli skipta en hlutum bókarinnar var lekið til fjölmiðla og að hans sögn teknir úr samhengi. „Samhengi skiptir miklu og því miður vegna lekanna hefur breska pressan, sem skiptir miklu máli í minni 38 ára sögu, eftir að ég eyddi tveimur árum í að ákveða samhengi, hverju ég myndi deila og hvernig ég myndi deila því, ákveðið að taka allt úr samhengi og breyta í klúra fyrirsögn,“ segir Harry. Hann segir jafnframt að pressan hafi haft samhengi, breskir miðlar hafi bara ákveðið að stilla því sem þeir sáu upp á þann hátt að það væri meiðandi fyrir sig og sína nánustu. Hans hlið hræði höllina Aðspurður hvort hann telji að konungsfjölskyldan og breska pressan muni reyna að grafa undan honum og því sem kemur fram í bókinni svarar hann því játandi. „Auðvitað, þetta er hin hliðin á sögunni eftir 38 ár. Þau hafa sagt sína sögu, þetta er hin hliðin og það er ýmislegt í bókinni sem er óþægilegt og hræðir fólk.“ Harry segir hættulegustu lygina sem hafi komið frá pressunni vera að hann hafi montað sig af því hversu marga hann hafi drepið í Afganistan. Hér má sjá Karl III Bretlandskonung og Kamillu. Gett/Pool Harry var í breska hernum í um áratug og segir markmiðið með því að segja frá reynslu sinni í hernum og því að hann hafi drepið menn í Afganistan vera til þess gert að huga að geðheilsu hermanna. Það að deila eigin reynslu sé mikilvægt til þess að fólk upplifi sig ekki eitt en stórt markmið hjá honum sé að fækka sjálfsvígum á meðal hermanna. Áreitið gagnvart mömmu og síðar Meghan Þegar umræðan snýst að bresku pressunni, áhuga almennings á konungsfjölskyldunni og þeirra lífi segir Harry áhuga almennings á móður sinni hafa tekið hlutina á næsta stig. Hliðstæður séu til staðar í upplifun móður hans á bresku pressunni og upplifun eiginkonu hans, Meghan Markle. „Ég hef aldrei séð svona ofbeldi og áreiti eins og gagnvart konunni minni. Aðrir fjölskyldumeðlimir hafa upplifað öðruvísi áreiti en að sjá þetta gerast svona, ég var að barnalegur þegar kom að þessu. Ég áttaði mig ekki á því að breska pressan væri svona fordómafull og þó ég hefði gert það hefði ég ekki skilið hvernig hún gæti komist upp með þetta,“ segir Harry. Vilhjálmur og Harry ásamt móður sinni í Austurríki árið 1993. Getty/Scott Olson Harry leggur áherslu á það að þessi bók og orðin innan hennar séu frá honum komin. Hann hafi fengið nóg af því að fólk innan fjölskyldunnar hafi fært bresku pressunni lygasögur á bakvið tjöldin. Hann sé nú að endursegja sögur sem hafi ef til vill verið sagðar áður frá eigin sjónarhorni. Díana hefði lagað sambandið Colbert segir það hafa haft mikil áhrif á sig að lesa að mikil spenna hafi myndast á milli bræðranna tveggja Harry og Vilhjálms eftir andlát Díönu móður þeirra. Að átta sig á að þeir hafi ekki verið stoð og stytta hvers annars. „Ég held að allir sem lendi í áfalli, sorg og missi, sem við höfum öll gert og munum öll gera, viti að þú þurfir að bíta á jaxlinn. Ég held að ég brosandi, bróðir minn brosandi og við vinnandi saman á þeim viðburðum sem við þurftum, líti út á ákveðinn hátt,“ segir Harry. Þá segist hann vissulega ekki vita hvernig hlutirnir væru ef móðir hans væri enn lifandi en hann telur að stirðleikinn sem sé í sambandi sínu við bróður sinn væri ekki til staðar. Harry lýsir sorginni sem vegg og sálfræðiaðstoð ásamt skrifum bókarinnar hafi fært hann nær móður sinni, verið heilandi og hjálpað honum að vinna úr missinum. Hann lýsir því að hann hafi verið með ilmvatn móður sinnar hjá sér og spreyjað því til þess að reyna að rifja upp minningar frá því hún var á lífi. Breska pressan hefur mikið fjallað um átök á milli bræðrana tveggja. Getty/Richard Baker „Í mörg ár dreymdi mig þannig að ég var sannfærður um að hún væri enn á lífi. [...] Ég varð að trúa því að hún væri enn á lífi af því ég gat ekki horfst í augu við það að hún væri látin,“ segir Harry. Hann segist jafnframt hafa haldið að móðir sín væri í felum og myndi svo koma að sækja sig og Vilhjálm og fara með þá burt frá allri ringulreiðinni. Kal á Norðurpólnum Einhvern veginn fer viðtalið frá því að tala um sorg, það að syrgja, fjölskylduna og geðheilsu yfir í það þegar Harry lenti í því að fá léttvægt kal á typpið á Norðurpólnum. Hann segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en hann kom heim. Allt sé þó í lagi núna, sem betur fer. „Ekkert sást, ekkert var augljóst, þetta var mjög hægt hrörnunarástand,“ sagði Harry. Undir lok viðtalsins segist hann minnast ömmu sinnar með hlýhug, hún hafi svo sannarlega klárað að lifa og allt það sem lífið hafði upp á að bjóða. Þá viðurkennir hann að hafa horft á vinsælu Netflix þættina „The Crown“ sem byggðir eru á sögu konungsfjölskyldunnar. Þegar Colbert spyr hann hvort hann sannreyni það sem gerist í þáttunum svarar hann því játandi. Viðtal Stephen Colbert við Harry Bretaprins má sjá hér ofar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bókmenntir Bókaútgáfa Harry og Meghan Bandaríkin Kóngafólk Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Sjá meira