Í A-riðli mættust Síle og Íran. Leikurinn var einkar jafn en á endanum hafði Íran betur í mjög jöfnum leik, lokatölur 25-24. Mohammadreza Oraei var markahæstur í liði Íran með 7 mörk.
Í B-riðli mættust Slóvenía og Sádi-Arabía. Þar var snemma ljóst hvernig færi en Slóvenía var átta mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 16-8. Sá munur varð enn meiri í síðari hálfleik og þegar flautað var til leiksloka var munurinn 14 mörk, lokatölur 33-19 Slóveníu í vil. Rok Ovniček og Blaž Janc voru markahæstir í liði Slóveníu með sex mörk hvor.
Í C-riðli mættust Grænhöfðaeyjar og Úrúgvæ. Grænhöfðaeyjar voru mun betri frá upphafi til enda og unnu öruggan 8 marka sigur eftir að hafa verið 6 mörkum yfir í hálfleik, lokatölur 33-25. Er þetta fyrsti sigur landsins í sögu heimsmeistaramótsins. Gualther Furtado var markahæstur í liði Grænhöfðaeyja með 6 mörk.
Að lokum mættust Ungverjaland og Suður-Kórea í D-riðli. Þar var leikurinn svo gott sem búinn í hálfleik en Ungverjar voru þá strax komnir tíu mörkum yfir, 21-11. Hann var mun jafnari í síðari hálfleik en Ungverjaland vann á endanum átta marka sigur, lokatölur 35-27. Máté Lékai var markahæstur í sigurliðinu með 7 mörk.
The 28th IHF Men's World Championship is really running now Eight teams have just played their first matches The results of day two so far #POLSWE2023 #sticktogether pic.twitter.com/G2h2ZBq9VT
— International Handball Federation (@ihf_info) January 12, 2023