Íslenskir stuðningsmenn áttu höllina í Kristianstad á leikjum íslenska liðsins og eftir sigurleikina sungu allir saman lagið Ferðalok sem oftast gengur undir nafninu „Ég er kominn heim“.
Ríkisútvarpið setti það inn á samfélagsmiðla sína þegar stúkan söng þessa mögnuðu útgáfu af „Ég er kominn heim“ og þar má sjá meyra íslenska leikmenn hlusta á.
Það má sjá þetta hér fyrir neðan og ef þú færð ekki gæsahúð við það að hlusta á þetta þá færðu hana líklega aldrei.