María Catharina fagnar tvítugs afmæli sínu á árinu en Fortuna verður þriðja liðið sem hún spilar með í meistaraflokki.
Welcome María! pic.twitter.com/aBeN1AJp0p
— Fortuna Vrouwen (@FortunaVrouwen) January 30, 2023
Hún er uppalin hjá Þór/KA á Akureyri en samdi við Celtic í Skotlandi árið 2021. Þar var María Catharina í eitt tímabil áður en hún gekk aftur í raðir Þórs/KA síðasta sumar. Hún hefur nú skipt yfir til Hollands og mun spila með Hildi Antonsdóttir út tímabilið.
María Catharina hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað 66 KSÍ leiki í meistaraflokki og skorað 10 mörk.
Our new number 9 #WelkomMaría pic.twitter.com/7KnpnpSIwl
— Fortuna Vrouwen (@FortunaVrouwen) January 30, 2023
Fortuna Sittard situr í 3. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með 22 stig að loknum 11 leikjum.