„Ekki okkar besti leikur í vetur, langt í frá“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 2. febrúar 2023 22:58 Benedikt Guðmundsson segir að sínir menn hafi oft spilað betur en þeir gerðu í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, slapp með skrekkinn í kvöld þegar hans menn lögðu Stjörnuna í sveiflukenndum leik í Subway-deild karla. Hann hrósaði Stjörnumönnum fyrir þeirra frammistöðu sem gáfu Njarðvíkingum heldur betur alvöru leik í kvöld. „Algjörlega. Stjarnan var virkilega flott hérna, eiginlega bara frábær. Vantaði lykilmenn en samt var Stjarnan hrikalega flott. Bara „kudos“ á Stjörnuna hér í kvöld. Við erum að elta bara allan fyrri hálfleikinn. Við náum þessu forskoti þarna í seinni en Stjarnan kemur bara til baka með frábært áhlaup. Það er ekkert hægt annað en að hrósa þeim, þeir voru búnir að missa Svíann útaf með fimm og þá stigu bara aðrir upp. Ekki okkar besti leikur í vetur, langt í frá, og ég var ekkert beint að hrósa mönnum inni í klefa áðan en það má ekkert taka það frá Stjörnunni að það voru leikmenn þarna sem stigu virkilega vel upp hjá þeim.“ Njarðvíkingar tóku alls 30 víti í kvöld en Dedrick Basile fór aðeins einu sinni á vítalínuna. Það vakti athygli blaðamanns að þar til rétt í blálokin voru Stjörnumenn aðeins búnir að brjóta einu sinni á honum. Benni sagði að þetta væri sennilega einstakur atburður í körfuboltasögunni. „Það hefur held ég bara aldrei gerst og mun örugglega aldrei gerast aftur. Ef menn skoða leikinn þá get ég lofað því að það var brotið á honum oftar.“ Mario Matosovic fór mikinn í þriðja leikhluta og skoraði 10 stig á stuttum kafla. Honum tókst þó nokkurn veginn að stroka þá frammistöðu út undir lokin þegar hann braut klaufalega á Arnþóri Frey í þristi, fékk sína fimmtu villu og síðan tæknivillu í kaupbæti. „Þetta var, já. Hann fær þarna fimmtu villuna og slær svo í rimlana og fær tæknivillu líka. Það eru bara fjögur stig, þeir fá boltann og skora og allt í einu er orðið jafnt. Sjö stiga sveifla sem var ansi vont fyrir okkur en sem betur fer náðum við að stilla okkur af aftur og koma og starta áhlaupi.“ Þrátt fyrir sveiflukenndan leik þá sagðist Benni vera ánægður með stigadreifinguna og hvað margir lögðu í púkkið. „Stigadreifingin var góð, 10 menn sem skora og margir að „chippa“ inn en það var enginn svona sem átti frábæran leik. En við náðum að „grænda“ þennan og ég er ánægður með að hafa tekið stigin. En Stjarnan hefði alveg átt skilið eitthvað meira en þetta.“ Það má sennileg færa þennan sigur til bókar sem „iðnaðarsigur“, og þeir gefa tvö stig eins og aðrir. Fimm sigrar í röð í hús hjá Njarðvíkingum sem halda pressu á hinum toppliðunum, Val og Keflavík. Subway-deild karla UMF Njarðvík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 93-86 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð Njarðvíkingar unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 93-86. Þetta var sjötti sigur Njarðvíkinga í röð á heimavelli og liðið er nú tveimur stigum á eftir toppliði Vals. 2. febrúar 2023 23:12 Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Sjá meira
„Algjörlega. Stjarnan var virkilega flott hérna, eiginlega bara frábær. Vantaði lykilmenn en samt var Stjarnan hrikalega flott. Bara „kudos“ á Stjörnuna hér í kvöld. Við erum að elta bara allan fyrri hálfleikinn. Við náum þessu forskoti þarna í seinni en Stjarnan kemur bara til baka með frábært áhlaup. Það er ekkert hægt annað en að hrósa þeim, þeir voru búnir að missa Svíann útaf með fimm og þá stigu bara aðrir upp. Ekki okkar besti leikur í vetur, langt í frá, og ég var ekkert beint að hrósa mönnum inni í klefa áðan en það má ekkert taka það frá Stjörnunni að það voru leikmenn þarna sem stigu virkilega vel upp hjá þeim.“ Njarðvíkingar tóku alls 30 víti í kvöld en Dedrick Basile fór aðeins einu sinni á vítalínuna. Það vakti athygli blaðamanns að þar til rétt í blálokin voru Stjörnumenn aðeins búnir að brjóta einu sinni á honum. Benni sagði að þetta væri sennilega einstakur atburður í körfuboltasögunni. „Það hefur held ég bara aldrei gerst og mun örugglega aldrei gerast aftur. Ef menn skoða leikinn þá get ég lofað því að það var brotið á honum oftar.“ Mario Matosovic fór mikinn í þriðja leikhluta og skoraði 10 stig á stuttum kafla. Honum tókst þó nokkurn veginn að stroka þá frammistöðu út undir lokin þegar hann braut klaufalega á Arnþóri Frey í þristi, fékk sína fimmtu villu og síðan tæknivillu í kaupbæti. „Þetta var, já. Hann fær þarna fimmtu villuna og slær svo í rimlana og fær tæknivillu líka. Það eru bara fjögur stig, þeir fá boltann og skora og allt í einu er orðið jafnt. Sjö stiga sveifla sem var ansi vont fyrir okkur en sem betur fer náðum við að stilla okkur af aftur og koma og starta áhlaupi.“ Þrátt fyrir sveiflukenndan leik þá sagðist Benni vera ánægður með stigadreifinguna og hvað margir lögðu í púkkið. „Stigadreifingin var góð, 10 menn sem skora og margir að „chippa“ inn en það var enginn svona sem átti frábæran leik. En við náðum að „grænda“ þennan og ég er ánægður með að hafa tekið stigin. En Stjarnan hefði alveg átt skilið eitthvað meira en þetta.“ Það má sennileg færa þennan sigur til bókar sem „iðnaðarsigur“, og þeir gefa tvö stig eins og aðrir. Fimm sigrar í röð í hús hjá Njarðvíkingum sem halda pressu á hinum toppliðunum, Val og Keflavík.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 93-86 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð Njarðvíkingar unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 93-86. Þetta var sjötti sigur Njarðvíkinga í röð á heimavelli og liðið er nú tveimur stigum á eftir toppliði Vals. 2. febrúar 2023 23:12 Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 93-86 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð Njarðvíkingar unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 93-86. Þetta var sjötti sigur Njarðvíkinga í röð á heimavelli og liðið er nú tveimur stigum á eftir toppliði Vals. 2. febrúar 2023 23:12
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik