„Ekki mjög þægilegt en þetta er eitthvað sem er löngu ákveðið með stjórn og leikmönnum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. febrúar 2023 23:00 Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals. Vísir/Hulda Margrét Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, segir að sitt lið hafi ekki átt skilið að vinna leik sinn gegn Haukum í Olís-deild kvenna í kvöld. Valur, sem er á toppi Olís-deildarinnar, vann ansi nauman sigur á liðinu sem er í fimmta sæti. Þegar hann var spurður að því eftir leik hvort þetta hefði verið naumari sigur en hann átti von á, þá sagði hann: „Já, ég skal alveg viðurkenna það.“ „En ég átti von á hörkuleik. Haukar voru yfir meiripart leiksins og í raun áttum við ekki skilið að vinna þennan leik. Við sýndum karakter í lokin, rifum okkur upp og fengum góða markvörslu. Það var líklega það sem skóp þennan sigur.“ Ágúst tók leikhlé snemma leiks þar sem hans lið var ekki að byrja vel. Lét hann leikmenn sína heyra það? „Nei, ég var ekkert að því. Ég var bara aðeins að spjalla við þær og fá fólk til að ræsa á sér. Það heppnaðist ekki alltof vel en við náðum að éta þetta aðeins niður fyrir hálfleikinn. Þetta var járn í járn í seinni hálfleik og ég er guðslifandi feginn að við fengum tvö stig.“ Hann viðurkennir að hann hafi verið orðinn stressaður á því að þetta myndi ekki detta með Val í dag. „Auðvitað var ég það. Haukar eru með gott lið, þær eru í mjög góðu formi og geta hlaupið mikið. Þær áttu alveg skilið að vinna en við stálum og ég er mjög ánægður með það.“ Það vakti athygli að Sara Sif Helgadóttir byrjaði á bekknum hjá Val en hún kom svo inn í markið og varði mjög vel. „Sara er búin að vera að glíma við meiðsli og við erum að spara hana aðeins. Hrafnhildur hefur líka verið að standa sig vel. Sara kom vel inn í dag og var kannski ástæðan á bak við að við náum í þessi tvö stig.“ Ágúst er tiltölulega nýkominn til baka eftir að hafa farið með karlalandsliðinu til Svíþjóðar á HM. Hann er þar í þjálfarateyminu. Var erfitt að vera fjarri Valsliðinu á meðan? „Já, það er ekki mjög þægilegt en þetta er eitthvað sem er löngu ákveðið með stjórn og leikmönnum. Þetta kom ekki upp korter í mót sko. Ég nenni ekki að vera að velta því fyrir mér.“ Hann var gagnrýndur fyrir þetta, en Valsliðið náði aðeins í þrjú stig úr þremur leikjum á meðan hann var fjarri. „Þetta er eitthvað sem ég og félagið erum með samkomulag um. Þess vegna er ekkert meira um það að segja,“ sagði Ágúst að lokum. Olís-deild kvenna Valur Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 27-26 | Toppliðið þurfti að hafa fyrir hlutunum Topplið Vals þurfti að hafa fyrir hlutunum er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Eftir jafnan og spennandi leik unnu Valskonur að lokum nauman eins marks sigur, 27-26. 3. febrúar 2023 21:46 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira
Þegar hann var spurður að því eftir leik hvort þetta hefði verið naumari sigur en hann átti von á, þá sagði hann: „Já, ég skal alveg viðurkenna það.“ „En ég átti von á hörkuleik. Haukar voru yfir meiripart leiksins og í raun áttum við ekki skilið að vinna þennan leik. Við sýndum karakter í lokin, rifum okkur upp og fengum góða markvörslu. Það var líklega það sem skóp þennan sigur.“ Ágúst tók leikhlé snemma leiks þar sem hans lið var ekki að byrja vel. Lét hann leikmenn sína heyra það? „Nei, ég var ekkert að því. Ég var bara aðeins að spjalla við þær og fá fólk til að ræsa á sér. Það heppnaðist ekki alltof vel en við náðum að éta þetta aðeins niður fyrir hálfleikinn. Þetta var járn í járn í seinni hálfleik og ég er guðslifandi feginn að við fengum tvö stig.“ Hann viðurkennir að hann hafi verið orðinn stressaður á því að þetta myndi ekki detta með Val í dag. „Auðvitað var ég það. Haukar eru með gott lið, þær eru í mjög góðu formi og geta hlaupið mikið. Þær áttu alveg skilið að vinna en við stálum og ég er mjög ánægður með það.“ Það vakti athygli að Sara Sif Helgadóttir byrjaði á bekknum hjá Val en hún kom svo inn í markið og varði mjög vel. „Sara er búin að vera að glíma við meiðsli og við erum að spara hana aðeins. Hrafnhildur hefur líka verið að standa sig vel. Sara kom vel inn í dag og var kannski ástæðan á bak við að við náum í þessi tvö stig.“ Ágúst er tiltölulega nýkominn til baka eftir að hafa farið með karlalandsliðinu til Svíþjóðar á HM. Hann er þar í þjálfarateyminu. Var erfitt að vera fjarri Valsliðinu á meðan? „Já, það er ekki mjög þægilegt en þetta er eitthvað sem er löngu ákveðið með stjórn og leikmönnum. Þetta kom ekki upp korter í mót sko. Ég nenni ekki að vera að velta því fyrir mér.“ Hann var gagnrýndur fyrir þetta, en Valsliðið náði aðeins í þrjú stig úr þremur leikjum á meðan hann var fjarri. „Þetta er eitthvað sem ég og félagið erum með samkomulag um. Þess vegna er ekkert meira um það að segja,“ sagði Ágúst að lokum.
Olís-deild kvenna Valur Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 27-26 | Toppliðið þurfti að hafa fyrir hlutunum Topplið Vals þurfti að hafa fyrir hlutunum er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Eftir jafnan og spennandi leik unnu Valskonur að lokum nauman eins marks sigur, 27-26. 3. febrúar 2023 21:46 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira
Leik lokið: Valur - Haukar 27-26 | Toppliðið þurfti að hafa fyrir hlutunum Topplið Vals þurfti að hafa fyrir hlutunum er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Eftir jafnan og spennandi leik unnu Valskonur að lokum nauman eins marks sigur, 27-26. 3. febrúar 2023 21:46