Keppnin hefur reynst stökkpallur fyrir fyrirtæki á borð við Controlant, Meniga, Pay Analytics, Genki og fjölmörg önnur. Lokakeppni Gulleggsins fór fram í Grósku í dag þar sem tíu stigahæstu teymin í nýsköpunarkeppninni kepptu til úrslita.
Better Sex er streymisveita fyrir fullorðna með faglegum og skemmtilegum fróðleik um kynlíf.
„Þú getur fræðst um allt mögulegt í tengslum við kynlíf og sambönd, á einum stað, með fremstu sérfræðingum í heimi, hvar sem er, hvenær sem er.“
Teymið samanstendur af parinu Siggu Dögg og Sævari Eyjólfssyni.