Finnst ekki raunhæft að sjá fólk eins og það vill að það sé séð Stefán Árni Pálsson skrifar 28. febrúar 2023 10:31 Iva hefur harðlega verið gagnrýnd fyrir sínar skoðanir. Lögfræðineminn Iva Marín hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir ummæli sín um transfólk að undanförnu en rætt var við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún var til að mynda tekin úr auglýsingu frá ferðamálastofu á dögunum eins og fjallað var um á Vísi. „Ég ætla taka það alveg skýrt fram að ég hef ekki neitt á móti neinum, engu fólki almennt. Það eina sem ég hef viljað ræða er hugmyndafræði og hugmyndir hjá okkur í samfélaginu. Það hefur því miður haft það í för með sér að ég hef verið máluð upp sem transfóbísk með hatursorðræðu þrátt fyrir að ég hafi í alvörunni lagt mig fram við það að gera það ekki,“ segir Iva í samtali við Sindra Sindrason. Samfélagið virðist ekki tilbúið Iva segist vera harður femínisti en þoli ekki umræðu um að einhver sé að verða undir í umræðunni. Fólk eigi að geta sagt sína skoðun á hverju sem er. Hún neitar með öllu jaðarsetningu á sér eða öðrum en sjálf er Iva blind og samkynhneigð. „Ég held að það fari í taugarnar á fólki því ég vill taka umræðuna og umgangast fólk á jafningjagrundvelli. Það hefur sýnt sig síðustu vikurnar að samfélagið virðist ekki vera tilbúið í það,“ segir Iva og bætir við að mjög margir séu sammála henni en nenni ekki að tjá sig af hræðslu við það að vera tekið af lífi á samfélagsmiðlum. „Ég held að það sem hafi tekið svolítið steininn úr er að ég hrósaði J.K Rowling fyrir sinn málaflutning árið 2020 og þá var mér svolítið ýtt út í horn. Vegna þess að hún kom fram með þá fullyrðingu að bara konur færu á blæðingar. Ég studdi það að það væri mikilvægt að halda því til haga. Ef við viðurkennum ekki sem samfélag sérstöðu kvenna þá eru enginn réttindi til að berjast fyrir. Það er í rauninni mitt femínska sjónarhorn sem ég held að stuði.“ Dónalegt og ókurteisi Sindri segist hafa flett Ivu upp á netinu og þá hafi komið upp ótal greinar um að Iva væri transfóbísk. Því lág beinast við að spyrja hana: viðurkennir þú ekki að transkonur séu konur og að transmenn séu menn? „Það sem ég viðurkenni ekki og mér finnst ekki vera raunhæft er að við eigum að sjá fólk eins og það vill að við sjáum það. Mér finnst það ekki forsenda mín né annara að stjórna hvaða ímynd við höfum á fólki. Ég myndi persónulega gera það en fólk hefur samt val um að gera það ekki. Óvitað finnst mér það dónalegt og mér finnst það ókurteist en það er bara ekkert við því að gera. Fólk hefur val hvernig það sér fólk og það er hvorki mitt val né annarra hvernig það stjórnar því,“ segir Iva en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Málefni trans fólks Tjáningarfrelsi Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Sjá meira
Hún var til að mynda tekin úr auglýsingu frá ferðamálastofu á dögunum eins og fjallað var um á Vísi. „Ég ætla taka það alveg skýrt fram að ég hef ekki neitt á móti neinum, engu fólki almennt. Það eina sem ég hef viljað ræða er hugmyndafræði og hugmyndir hjá okkur í samfélaginu. Það hefur því miður haft það í för með sér að ég hef verið máluð upp sem transfóbísk með hatursorðræðu þrátt fyrir að ég hafi í alvörunni lagt mig fram við það að gera það ekki,“ segir Iva í samtali við Sindra Sindrason. Samfélagið virðist ekki tilbúið Iva segist vera harður femínisti en þoli ekki umræðu um að einhver sé að verða undir í umræðunni. Fólk eigi að geta sagt sína skoðun á hverju sem er. Hún neitar með öllu jaðarsetningu á sér eða öðrum en sjálf er Iva blind og samkynhneigð. „Ég held að það fari í taugarnar á fólki því ég vill taka umræðuna og umgangast fólk á jafningjagrundvelli. Það hefur sýnt sig síðustu vikurnar að samfélagið virðist ekki vera tilbúið í það,“ segir Iva og bætir við að mjög margir séu sammála henni en nenni ekki að tjá sig af hræðslu við það að vera tekið af lífi á samfélagsmiðlum. „Ég held að það sem hafi tekið svolítið steininn úr er að ég hrósaði J.K Rowling fyrir sinn málaflutning árið 2020 og þá var mér svolítið ýtt út í horn. Vegna þess að hún kom fram með þá fullyrðingu að bara konur færu á blæðingar. Ég studdi það að það væri mikilvægt að halda því til haga. Ef við viðurkennum ekki sem samfélag sérstöðu kvenna þá eru enginn réttindi til að berjast fyrir. Það er í rauninni mitt femínska sjónarhorn sem ég held að stuði.“ Dónalegt og ókurteisi Sindri segist hafa flett Ivu upp á netinu og þá hafi komið upp ótal greinar um að Iva væri transfóbísk. Því lág beinast við að spyrja hana: viðurkennir þú ekki að transkonur séu konur og að transmenn séu menn? „Það sem ég viðurkenni ekki og mér finnst ekki vera raunhæft er að við eigum að sjá fólk eins og það vill að við sjáum það. Mér finnst það ekki forsenda mín né annara að stjórna hvaða ímynd við höfum á fólki. Ég myndi persónulega gera það en fólk hefur samt val um að gera það ekki. Óvitað finnst mér það dónalegt og mér finnst það ókurteist en það er bara ekkert við því að gera. Fólk hefur val hvernig það sér fólk og það er hvorki mitt val né annarra hvernig það stjórnar því,“ segir Iva en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Málefni trans fólks Tjáningarfrelsi Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Sjá meira