Vilja Hopp-hjól í umferð á Hellu, Hvolsvelli, Snæfellsnesi og Tröllaskaga fyrir sumarið Atli Ísleifsson skrifar 2. mars 2023 06:30 Eyþór Máni Steinarsson er framkvæmdastjóri og einn eigenda Hopp rafhlaupahjólaleigunnar. Hann er mjög spenntur að sjá Hopp-hjónin á götum heimabæjarins Hellu. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að koma Hopp-hjólum í umferð á Hellu, Hvolsvelli, Stykkishólmi, Grundarfirði, Ólafsvík, Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík fyrir sumarið. Þetta staðfestir Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Hopp rafhlaupahjólaleigunnar, í samtali við Vísi. Hann segir að sérleyfishafar á hverjum stað fyrir sig vinni nú að því að fá leyfi hjá viðkomandi sveitarfélögum fyrir rekstri á leyfi fyrir rafhlaupahjólaleigu. „Við verðum þá komin með Hopp í líklega öllum byggðakjörnum á landinu þar sem íbúar eru þúsund eða fleiri. Og eins og með Hellu þá verður það mikill persónulegur sigur fyrir mig,“ segir Eyþór Máni sem ólst upp í bænum. Hann segir að reynslan sýni að meirihluti þeirra sem nota Hopp-hjólin noti þau í ferðir sem eru tveir kílómetrar eða styttri. „Þannig að þessi fararmáti myndi henda mjög vel á þessum stöðum.“ Eyþór Máni segir að sérleyfishafarnir sem vinna nú að því að sækja um tilskilin leyfi, komi úr ýmsum áttum, meðal annars úr ferðaþjónustu. „En það er þannig að við erum ekki að tala um að hægt sé að ferðast milli byggðakjarna eins og í Fjallabyggð. Menn munu ekki geta ferðast á Hopp-hjóli milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar í gegnum Héðinsfjarðargöng. Við erum að tala um innanbæjar.“ Hopp-hjól eru nú þegar í rekstri á fimmtán stöðum á landinu – á höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri, Selfossi, Hveragerði, Vestmannaeyjum, Akranesi, Egilsstöðum, Reykjanesbæ, Grindavík, Ísafirði, Borgarnesi, Húsavík, Blönduósi, Vík og Höfn. Rafhlaupahjól Samgöngur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Snæfellsbær Grundarfjörður Stykkishólmur Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Tengdar fréttir 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00 Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Þetta staðfestir Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Hopp rafhlaupahjólaleigunnar, í samtali við Vísi. Hann segir að sérleyfishafar á hverjum stað fyrir sig vinni nú að því að fá leyfi hjá viðkomandi sveitarfélögum fyrir rekstri á leyfi fyrir rafhlaupahjólaleigu. „Við verðum þá komin með Hopp í líklega öllum byggðakjörnum á landinu þar sem íbúar eru þúsund eða fleiri. Og eins og með Hellu þá verður það mikill persónulegur sigur fyrir mig,“ segir Eyþór Máni sem ólst upp í bænum. Hann segir að reynslan sýni að meirihluti þeirra sem nota Hopp-hjólin noti þau í ferðir sem eru tveir kílómetrar eða styttri. „Þannig að þessi fararmáti myndi henda mjög vel á þessum stöðum.“ Eyþór Máni segir að sérleyfishafarnir sem vinna nú að því að sækja um tilskilin leyfi, komi úr ýmsum áttum, meðal annars úr ferðaþjónustu. „En það er þannig að við erum ekki að tala um að hægt sé að ferðast milli byggðakjarna eins og í Fjallabyggð. Menn munu ekki geta ferðast á Hopp-hjóli milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar í gegnum Héðinsfjarðargöng. Við erum að tala um innanbæjar.“ Hopp-hjól eru nú þegar í rekstri á fimmtán stöðum á landinu – á höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri, Selfossi, Hveragerði, Vestmannaeyjum, Akranesi, Egilsstöðum, Reykjanesbæ, Grindavík, Ísafirði, Borgarnesi, Húsavík, Blönduósi, Vík og Höfn.
Rafhlaupahjól Samgöngur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Snæfellsbær Grundarfjörður Stykkishólmur Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Tengdar fréttir 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00 Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00