Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Njarðvík 89-97 | Gestirnir búnir að jafna toppliðið að stigum Jón Már Ferro skrifar 6. mars 2023 22:00 Njarðvík vann góðan sigur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Njarðvík vann góðan 89-97 sigur á Haukum í Subway-deild karla í kvöld. Sigurinn lyftir Njarðvíkingum upp að hlið Vals á toppi deildarinnar. Til að byrja með voru Haukar sterkari aðilinn og að fyrsta leikhlutanum loknum var staðan 29-22 fyrir heimamenn. Heimamenn spiluðu vel á báðum endum vallarins. Nýttu skotin sín vel og voru að verjast sóknum Njarðvíkur af miklum krafti. Njarðvíkingar fóru illa af ráði sínu hvað eftir annað í kringum sóknarteiginn. Í öðrum leikhluta náðu Haukar 10 stiga forystu þegar Orri Gunnarson setti niður þrist. Fljótlega fór leikurinn að jafnast og á 20.mínútu jafnaði Njarðvík leikinn í 44-44. Þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik hafði Njarðvík náð forystunni 47-49. Frábær viðsnúningur þeirra átti eftir að halda áfram í þriðja leikhluta. Í þriðja leikhluta jók Njarðvík forystu sína jafnt og þétt. Að honum loknum var staðan 64-80 fyrir gestina. Heimamenn vissu ekki sitt rjúkandi ráð og virtust ráða illa við mótlætið. Það sást best á óþarfa villum sem þeir sóttu hvað eftir annað. Fjórði leikhluti var svipaður þeim fyrsta því Haukar voru sterkari aðilinn á lokakaflanum. Komu sér inn í leikinn en gerðu ekki nóg til að vinna. Forystan sem Njarðvík bjó til í þriðja leikhluta var of mikil fyrir Hauka og því fór sem fór. Af hverju vann Njarðvík? Spilamennska Njarðvíkur í þriðja leikhluta var stórkosleg og þegar leikhlutinn kláraðist voru þeir 16 stigum yfir Haukum. Bil sem heimamenn náðu ekki að brúa. Hverjir stóðu upp úr? Hjá heimamönnum stóð Daniel Mortensen upp úr. Skoraði 29 stig, tók 9 fráköst og lagði upp 10 stig. Það dró hinsvegar örlítið af honum um miðbik leiksins. Orri Gunnarsson var einnig flottur og skoraði 20 stig, tók 5 fráköst og lagði upp 2. Haukur Helgi Pálsson var bestur hjá gestunum með 20 stig, 8 fráköst og tvær stoðsendingar. Nicolas Richotti skoraði 15 stig, tók þrjú fráköst og var með tvær stoðsendingar. Hvað gekk illa? Njarðvík gekk illa í fyrsta leikhluta og áttu fá svör við frábærum leik Hauka. Það átti eftir að breytast, sérstaklega í þriðja leikhluta þegar Njarðvíkingar léku á alls oddi og náðu góðri forystu. Hvað gerist næst? Haukar fara á Sauðárkrók 9.mars og mæta Tindastól klukkan 19:15. Klukkutíma síðar hefst leikur Njarðvíkur og Þórs Þorlákshafnar í Ljónagryfjunni. Maté Dalmay: Í fyrsta sinn í vetur sem það gerist Maté Dalmay þjálfari HaukaVísir / Hulda Margrét „Þeir hertu svolítið tökin í þriðja leikhluta eins og þeir voru byrjaðir í lok fyrri hálfleiks þegar þeir taka yfirhöndina. Við vorum allt of linir. Mér leið á tímabili eins og við værum rosalega einbeittir að væla yfir öllu, allir. Mér leið eins og þeir væru karlmenn á móti allskonar drengjum hérna. Það er vont að nokkrir leikmenn sem eru ekki krakkar séu virkir þáttakendur í að haga sér eins og börn. Þá virkum við eins og hauslaus her. Hvað komust þeir ekki 20 stigum yfir? Við vælum okkur út úr þessu og holan orðin allt of djúp,“ sagði Maté Dalmay, þjálfari Hauka. Maté var ekki sáttur við hvernig sitt lið brást við mótlætinu í kvöld. „Það er ekki gott vegna þess að það er í fyrsta sinn í vetur sem að það gerist. Við höfum verið þannig að það skiptir ekki máli hvort við séum 10 stigum undir eða hvað mikið er eftir. Þú getur séð fullt af leikjum eins og síðasti leikur hjá okkur á móti ÍR. Njarðvík er bara með meiri gæði. Þeir eru fljótir að skora og þegar við dettum í vonda kaflann okkar. Þá er holan orðin allt of djúp. Við náum ekki að grafa okkur upp úr 20 stiga holu á móti svona góðu liði. Mér finnst það lærdómurinn. Við ætlum að gera eitthvað í úrslitakeppninni. Getum ekki verið að detta á svona lágt plan bæði gæðalega og hvað ákefð varðar.“ Í stöðunni 90-70 þegar leikurinn virtist farinn frá Haukum þá sýna þeir mikinn karakter. „Ég er búinn að vera horfa, í þessu þriggja vikna hléi, á alla leiki Njarðvíkur á móti Tindastól í úrslitakeppninni í fyrra, þegar þeir gjörsamlega koðnuðu. Þar sáum við Dedrick Basile og Nicolas Richotti í þvílíkum vandræðum í þremur leikjum af fjórum. Við ætluðum að leggja upp með það. Við ætluðum að vera með stífa boltapressu. Láta þá fara á flug. Keyra inn, koma alls staðar að til að hjálpa. Þetta er það sem sást síðustu fimm til sex mínútur.“ Benedikt Guðmundsson: Þetta varð einhver katastrófa Benedikt Guðmundsson, þjálfari NjarðvíkurHulda Margrét „Við vorum algjörlega búnir að missa taktinn í upphafi. Skiptivörnin okkar var hræðileg þannig við breyttum aðeins. Fórum að gera það sem við erum vanir að gera. Hægt og bítandi komum við okkur inn í leikinn vorum yfir með tveimur í hálfleik. Svo stigu menn upp í seinni,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur. Njarðvík var í erfiðleikum með varnarfærslur sínar í upphafi leiks. „Það vantaði takt í vörnina. Við vorum seinir, við vorum seinir að skipta og vorum seinir að rótera í hjálp. Þannig þetta varð einhver katastrófa fannst mér í byrjun. Sem betur fer náðum við að koma okkur í takt aftur. Allt annað að sjá varnarleikinn nema í lokinn. Þá vorum við komnir í sama farið. Ég held að það hafi verið meira kæruleysi.“ Í lok leiks hleypti Njarðvík Haukum inn í leikinn. „Ég er mjög ósáttur með það. Ég er ógeðslega sáttur að koma hérna og vinna á móti sterku liði á erfiðum útivelli. En ég er gríðarlega óánægður með hvernig við endum þennan leik. Þetta er ekkert í lagi. Við bjótum 11 eða 12 sinnum í fjórða leikhluta og sendum þá á vítalínuna. Við ætluðum ekki að hleypa þeim í þriggja stiga skotin, þeir þurftu þriggja stiga skot til að ná þessu niður, þeir fá samt þriggja skot hérna. Þannig það eru góðar tilfinningar í bland við slæmar eftir þennan leik.“ „Haukur kom mjög sterkur af bekknum í fyrri hálfleik og fékk að byrja seinni og hélt áfram. Þetta er það sem við viljum fá frá honum. Svona frammistöður. Þetta teljum við hann geta. Vonandi helst hann heill núna og fáum þetta bara reglulega.“ Subway-deild karla Haukar UMF Njarðvík
Njarðvík vann góðan 89-97 sigur á Haukum í Subway-deild karla í kvöld. Sigurinn lyftir Njarðvíkingum upp að hlið Vals á toppi deildarinnar. Til að byrja með voru Haukar sterkari aðilinn og að fyrsta leikhlutanum loknum var staðan 29-22 fyrir heimamenn. Heimamenn spiluðu vel á báðum endum vallarins. Nýttu skotin sín vel og voru að verjast sóknum Njarðvíkur af miklum krafti. Njarðvíkingar fóru illa af ráði sínu hvað eftir annað í kringum sóknarteiginn. Í öðrum leikhluta náðu Haukar 10 stiga forystu þegar Orri Gunnarson setti niður þrist. Fljótlega fór leikurinn að jafnast og á 20.mínútu jafnaði Njarðvík leikinn í 44-44. Þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik hafði Njarðvík náð forystunni 47-49. Frábær viðsnúningur þeirra átti eftir að halda áfram í þriðja leikhluta. Í þriðja leikhluta jók Njarðvík forystu sína jafnt og þétt. Að honum loknum var staðan 64-80 fyrir gestina. Heimamenn vissu ekki sitt rjúkandi ráð og virtust ráða illa við mótlætið. Það sást best á óþarfa villum sem þeir sóttu hvað eftir annað. Fjórði leikhluti var svipaður þeim fyrsta því Haukar voru sterkari aðilinn á lokakaflanum. Komu sér inn í leikinn en gerðu ekki nóg til að vinna. Forystan sem Njarðvík bjó til í þriðja leikhluta var of mikil fyrir Hauka og því fór sem fór. Af hverju vann Njarðvík? Spilamennska Njarðvíkur í þriðja leikhluta var stórkosleg og þegar leikhlutinn kláraðist voru þeir 16 stigum yfir Haukum. Bil sem heimamenn náðu ekki að brúa. Hverjir stóðu upp úr? Hjá heimamönnum stóð Daniel Mortensen upp úr. Skoraði 29 stig, tók 9 fráköst og lagði upp 10 stig. Það dró hinsvegar örlítið af honum um miðbik leiksins. Orri Gunnarsson var einnig flottur og skoraði 20 stig, tók 5 fráköst og lagði upp 2. Haukur Helgi Pálsson var bestur hjá gestunum með 20 stig, 8 fráköst og tvær stoðsendingar. Nicolas Richotti skoraði 15 stig, tók þrjú fráköst og var með tvær stoðsendingar. Hvað gekk illa? Njarðvík gekk illa í fyrsta leikhluta og áttu fá svör við frábærum leik Hauka. Það átti eftir að breytast, sérstaklega í þriðja leikhluta þegar Njarðvíkingar léku á alls oddi og náðu góðri forystu. Hvað gerist næst? Haukar fara á Sauðárkrók 9.mars og mæta Tindastól klukkan 19:15. Klukkutíma síðar hefst leikur Njarðvíkur og Þórs Þorlákshafnar í Ljónagryfjunni. Maté Dalmay: Í fyrsta sinn í vetur sem það gerist Maté Dalmay þjálfari HaukaVísir / Hulda Margrét „Þeir hertu svolítið tökin í þriðja leikhluta eins og þeir voru byrjaðir í lok fyrri hálfleiks þegar þeir taka yfirhöndina. Við vorum allt of linir. Mér leið á tímabili eins og við værum rosalega einbeittir að væla yfir öllu, allir. Mér leið eins og þeir væru karlmenn á móti allskonar drengjum hérna. Það er vont að nokkrir leikmenn sem eru ekki krakkar séu virkir þáttakendur í að haga sér eins og börn. Þá virkum við eins og hauslaus her. Hvað komust þeir ekki 20 stigum yfir? Við vælum okkur út úr þessu og holan orðin allt of djúp,“ sagði Maté Dalmay, þjálfari Hauka. Maté var ekki sáttur við hvernig sitt lið brást við mótlætinu í kvöld. „Það er ekki gott vegna þess að það er í fyrsta sinn í vetur sem að það gerist. Við höfum verið þannig að það skiptir ekki máli hvort við séum 10 stigum undir eða hvað mikið er eftir. Þú getur séð fullt af leikjum eins og síðasti leikur hjá okkur á móti ÍR. Njarðvík er bara með meiri gæði. Þeir eru fljótir að skora og þegar við dettum í vonda kaflann okkar. Þá er holan orðin allt of djúp. Við náum ekki að grafa okkur upp úr 20 stiga holu á móti svona góðu liði. Mér finnst það lærdómurinn. Við ætlum að gera eitthvað í úrslitakeppninni. Getum ekki verið að detta á svona lágt plan bæði gæðalega og hvað ákefð varðar.“ Í stöðunni 90-70 þegar leikurinn virtist farinn frá Haukum þá sýna þeir mikinn karakter. „Ég er búinn að vera horfa, í þessu þriggja vikna hléi, á alla leiki Njarðvíkur á móti Tindastól í úrslitakeppninni í fyrra, þegar þeir gjörsamlega koðnuðu. Þar sáum við Dedrick Basile og Nicolas Richotti í þvílíkum vandræðum í þremur leikjum af fjórum. Við ætluðum að leggja upp með það. Við ætluðum að vera með stífa boltapressu. Láta þá fara á flug. Keyra inn, koma alls staðar að til að hjálpa. Þetta er það sem sást síðustu fimm til sex mínútur.“ Benedikt Guðmundsson: Þetta varð einhver katastrófa Benedikt Guðmundsson, þjálfari NjarðvíkurHulda Margrét „Við vorum algjörlega búnir að missa taktinn í upphafi. Skiptivörnin okkar var hræðileg þannig við breyttum aðeins. Fórum að gera það sem við erum vanir að gera. Hægt og bítandi komum við okkur inn í leikinn vorum yfir með tveimur í hálfleik. Svo stigu menn upp í seinni,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur. Njarðvík var í erfiðleikum með varnarfærslur sínar í upphafi leiks. „Það vantaði takt í vörnina. Við vorum seinir, við vorum seinir að skipta og vorum seinir að rótera í hjálp. Þannig þetta varð einhver katastrófa fannst mér í byrjun. Sem betur fer náðum við að koma okkur í takt aftur. Allt annað að sjá varnarleikinn nema í lokinn. Þá vorum við komnir í sama farið. Ég held að það hafi verið meira kæruleysi.“ Í lok leiks hleypti Njarðvík Haukum inn í leikinn. „Ég er mjög ósáttur með það. Ég er ógeðslega sáttur að koma hérna og vinna á móti sterku liði á erfiðum útivelli. En ég er gríðarlega óánægður með hvernig við endum þennan leik. Þetta er ekkert í lagi. Við bjótum 11 eða 12 sinnum í fjórða leikhluta og sendum þá á vítalínuna. Við ætluðum ekki að hleypa þeim í þriggja stiga skotin, þeir þurftu þriggja stiga skot til að ná þessu niður, þeir fá samt þriggja skot hérna. Þannig það eru góðar tilfinningar í bland við slæmar eftir þennan leik.“ „Haukur kom mjög sterkur af bekknum í fyrri hálfleik og fékk að byrja seinni og hélt áfram. Þetta er það sem við viljum fá frá honum. Svona frammistöður. Þetta teljum við hann geta. Vonandi helst hann heill núna og fáum þetta bara reglulega.“
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti