Valli flatbaka segir skilið við Flatbökuna Máni Snær Þorláksson skrifar 7. mars 2023 16:10 Valli flatbaka mun standa síðustu vaktina í mars. Eftir það verður hann Valli indican. Instagram Valgeir Gunnlaugsson hefur verið þekktur sem Valli flatbaka síðan hann stofnaði pizzustaðinn Íslensku flatbökuna. Nú verður þó breyting þar á þar sem Valgeir hefur selt reksturinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Valgeiri. Í henni kemur fram að nýir eigendur, athafna- og veitingamennirnir Páll Ágúst Aðalheiðarson og Hafþór Rúnar Sigurðsson, muni taka við rekstrinum í lok mánaðarins. Þetta verður ekki þeirra fyrsta ródeó í pizzubakstri þar sem þeir hafa rekið saman matarvagninn PopUp Pizza. Átta ár eru liðin síðan Valli stofnaði Íslensku flatbökuna. Hann segir að ástæðan fyrir sölunni sé sú að hann er að einbeita sér meira að rekstrinum á öðrum veitingastaði sem er í hans eigu, Indican. „Flatbakan er barnið mitt sem ég hef nært og gefið alla mína athygli og orku síðastliðin 8 ár. Það hefur gengið vel og ég er virkilega þakklátur fyrir það. En uppá síðkastið hef ég þurft að sinna hinu barninu mínu sem er indican og öll mín orka og athygli fer í það núna ásamt öðrum verkefnum. Mér fannst því vera kominn tími á að rétta flatböku kyndilinn áfram,“ er haft eftir Valla í tilkynningunni. Hann segir að sér þyki virkilega vænt um Flatbökuna og því hafi það skipt hann miklu máli að reksturinn færi í réttar hendur. „Ég er búinn að þekkja Pál í mörg ár, hann vann fyrir mig á flatbökunni á sínum tíma og hefur verið spenntur í langan tíma að koma að rekstri flatbökunnar. Ég er sannfærður að Páll og Hafþór muni koma sterkir inn og halda áfram því góða starfi sem ég og mitt frábæra starfsfólk höfum gert hingað til.“ Valli flatbaka ekki lengur Valli flatbaka Sem fyrr segir hefur Valli verið kenndur við Flatbökuna undan farin ár. Hann segir að það sé skrýtin tilfinning að kallast ekki lengur Valli flatbaka. „Ég held ég heiti Valli flatbaka í símaskránni hjá 80% af fólki sem ég þekki. Auðvitað er þetta skrýtin tilfinning. Þetta er nú ekki mikil breyting, Valli flatbaka breytist í Valli indican og í staðinn kemur Palli flatbaka” Þá kemur fram að Valli sé ekki búinn að leggja pizzuspaðann alveg á hilluna. Hann ætlar nefnilega að standa síðustu vaktina á Flatbökunni sunnudaginn 19. mars. „Mig langar að kveðja með stæl og ætla að bjóða allar pizzur á 2500kr og láta 500kr af hverri seldri pizzu renna til góðgerðamála. Að lokum lofar hann að gráta ekki of mikið ofan í pizzur viðskiptavinanna á síðasta deginum sínum. Vistaskipti Veitingastaðir Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Valgeiri. Í henni kemur fram að nýir eigendur, athafna- og veitingamennirnir Páll Ágúst Aðalheiðarson og Hafþór Rúnar Sigurðsson, muni taka við rekstrinum í lok mánaðarins. Þetta verður ekki þeirra fyrsta ródeó í pizzubakstri þar sem þeir hafa rekið saman matarvagninn PopUp Pizza. Átta ár eru liðin síðan Valli stofnaði Íslensku flatbökuna. Hann segir að ástæðan fyrir sölunni sé sú að hann er að einbeita sér meira að rekstrinum á öðrum veitingastaði sem er í hans eigu, Indican. „Flatbakan er barnið mitt sem ég hef nært og gefið alla mína athygli og orku síðastliðin 8 ár. Það hefur gengið vel og ég er virkilega þakklátur fyrir það. En uppá síðkastið hef ég þurft að sinna hinu barninu mínu sem er indican og öll mín orka og athygli fer í það núna ásamt öðrum verkefnum. Mér fannst því vera kominn tími á að rétta flatböku kyndilinn áfram,“ er haft eftir Valla í tilkynningunni. Hann segir að sér þyki virkilega vænt um Flatbökuna og því hafi það skipt hann miklu máli að reksturinn færi í réttar hendur. „Ég er búinn að þekkja Pál í mörg ár, hann vann fyrir mig á flatbökunni á sínum tíma og hefur verið spenntur í langan tíma að koma að rekstri flatbökunnar. Ég er sannfærður að Páll og Hafþór muni koma sterkir inn og halda áfram því góða starfi sem ég og mitt frábæra starfsfólk höfum gert hingað til.“ Valli flatbaka ekki lengur Valli flatbaka Sem fyrr segir hefur Valli verið kenndur við Flatbökuna undan farin ár. Hann segir að það sé skrýtin tilfinning að kallast ekki lengur Valli flatbaka. „Ég held ég heiti Valli flatbaka í símaskránni hjá 80% af fólki sem ég þekki. Auðvitað er þetta skrýtin tilfinning. Þetta er nú ekki mikil breyting, Valli flatbaka breytist í Valli indican og í staðinn kemur Palli flatbaka” Þá kemur fram að Valli sé ekki búinn að leggja pizzuspaðann alveg á hilluna. Hann ætlar nefnilega að standa síðustu vaktina á Flatbökunni sunnudaginn 19. mars. „Mig langar að kveðja með stæl og ætla að bjóða allar pizzur á 2500kr og láta 500kr af hverri seldri pizzu renna til góðgerðamála. Að lokum lofar hann að gráta ekki of mikið ofan í pizzur viðskiptavinanna á síðasta deginum sínum.
Vistaskipti Veitingastaðir Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Sjá meira