Sýrlenska knattspyrnusambandið tók þá ákvörðun að dæma Al-Saleh í lífstíðarbann eftir að hann réðst á dómara í leik í efstu deild í Sýrlandi.
Syrian FA bans Ahmed Al-Saleh for life for referee attack. Deserves it. Referees at all levels of the game need to be protected. https://t.co/bqfUJW4ZOW
— Andy Hope (@hopewelsh1_hope) March 8, 2023
Hinn 33 ára gamli Al-Saleh er fyrrum fyrirliði sýrlenska landsliðsins en hann gjörsamlega trompaðist í leik Al-Jaish á móti Al-Wathba á föstudaginn var.
Al-Saleh fékk rauða spjaldið í leiknum og eftir það réðst hann á dómarann, sparkaði í hann, móðgaði hann og hrækti á hann.
Leikmenn úr báðum liðum þurftu að halda aftur af honum svo hann gengi ekki enn lengra.
Al-Saleh lék alls 56 landsleiki fyrir Sýrland frá 2008 til 2019.
Sýrlenska knattspyrnusambandið sagði frá því í dóm sínum að Al-Saleh hefði haldið áfram að móðga dómarann í búningsklefanum eftir leik.