Í tilkynningu kemur fram að Grettir hafi áður starfað sem samskiptaráðgjafi hjá Aton.JL og sem almannatengill hjá Hér og Nú.
„Hann hefur einnig starfað sem staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia og sem verkefnastjóri hjá Kjarnanum. Grettir lauk BA gráðu í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands auk þess sem hann lærði almannatengsl og samskipti á mastersstigi í Universidade Fernando Pessoa í Portúgal.“
Um Spor segir að sé stefnumiðað samskiptafyrirtæki sem vinni með fyrirtækjum og stofnunum að skipulögðum samskiptum og almannatengslum. „Meðal verkefna Spor má nefna stefnumiðaðar samskiptastefnur, krísustjórnun, stjórnendaráðgjöf, greiningar, fjölmiðlasamskipti auk annarrar ráðgjafar á sviði samskipta og miðlunar.“
Grétar Theodórsson er framkvæmdastjóri Spor.