OK kaupir netöryggislausnir Cyren og stofnar Varist Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2023 11:06 Hallgrímur Th. Björnsson er framkvæmdastjóri Varist. Vísir/Vilhelm Upplýsingatæknifyrirtækið OK hefur fest kaup á vírusvarnarhugbúnaði alþjóðlega netöryggisfyrirtækisins Cyren Ltd. en félagið sótti nýverið um gjaldþrotaskipti í Ísrael. Kaupin eru gerð í gegnum nýtt félag, Varist ehf. Í tilkynningu kemur fram að félagið verði í sameiginlegri eigu OK og fyrrverandi starfsmanna Cyren á Íslandi sem hafi unnið saman að viðskiptunum síðan öllum starfsmönnum Cyren á Íslandi var sagt upp störfum þann 1. febrúar síðastliðinn. Hallgrímur Th. Björnsson verður framkvæmdastjóri nýs félags sem mun sérhæfa sig í netöryggislausnum og tengdri þjónustu. Fram kemur í tilkynningunni að hugbúnaðarlausnirnar sem um ræði séu nýttar af mörgum af helstu tæknifyrirtækjum heims, meðal annars Microsoft, Google og Zscaler. „Lausnirnar eiga sér djúpar rætur á Íslandi, en yfir 30 ár eru síðan þær litu fyrst dagsins ljós, þá undir nafninu Lykla-Pétur. Commtouch, forveri Cyren, keypti svo starfsemina á Íslandi árið 2012 en rekstur og þróun lausnanna var áfram hér á landi. Samtals komu 40 starfsmenn að þeim rekstri, mestmegnis hérlendis og á Filippseyjum,“ segir í tilkynningunni. Merki hins nýstofnaða félags. Verðmætum bjargað Haft er eftir Hallgrími Th. Björnssyni, framkvæmdastjóra Varist, að það sé virkilega ánægjulegt að tekist hafi að bjarga verðmætum sem hafi verið byggð upp af starfsfólki á síðustu áratugum og um leið tryggja áframhaldandi starfsemi á Íslandi. „Starfsfólkið er óaðskiljanlegur hluti af lausnunum og þekking þeirra og reynsla í netöryggismálum telur samtals yfir 250 ár. Með kaupunum fáum við tækifæri til að sækja fram og halda áfram að þróa netöryggislausnir sem eru í fremstu röð á heimsvísu.Ég vil sérstaklega þakka starfsfólki okkar fyrir að hafa staðið með okkur í þessari vegferð,“ segir Hallgrímur. Netöryggismál aldrei verið eins mikilvæg og nú Þá er haft eftir Gunnari Zoega, forstjóra OK, að netöryggismál hafi aldrei verið eins mikilvæg og þau séu í dag. „Með stofnun Varist og kaupum á öryggislausnunum stígur OK stórt skref í átt að aukinni sérþekkingu á þessu sviði og leggur grunn að auknu vöruframboði og þjónustu til að mæta þörfum viðskiptavina,“ segir Gunnar. Netöryggi Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að félagið verði í sameiginlegri eigu OK og fyrrverandi starfsmanna Cyren á Íslandi sem hafi unnið saman að viðskiptunum síðan öllum starfsmönnum Cyren á Íslandi var sagt upp störfum þann 1. febrúar síðastliðinn. Hallgrímur Th. Björnsson verður framkvæmdastjóri nýs félags sem mun sérhæfa sig í netöryggislausnum og tengdri þjónustu. Fram kemur í tilkynningunni að hugbúnaðarlausnirnar sem um ræði séu nýttar af mörgum af helstu tæknifyrirtækjum heims, meðal annars Microsoft, Google og Zscaler. „Lausnirnar eiga sér djúpar rætur á Íslandi, en yfir 30 ár eru síðan þær litu fyrst dagsins ljós, þá undir nafninu Lykla-Pétur. Commtouch, forveri Cyren, keypti svo starfsemina á Íslandi árið 2012 en rekstur og þróun lausnanna var áfram hér á landi. Samtals komu 40 starfsmenn að þeim rekstri, mestmegnis hérlendis og á Filippseyjum,“ segir í tilkynningunni. Merki hins nýstofnaða félags. Verðmætum bjargað Haft er eftir Hallgrími Th. Björnssyni, framkvæmdastjóra Varist, að það sé virkilega ánægjulegt að tekist hafi að bjarga verðmætum sem hafi verið byggð upp af starfsfólki á síðustu áratugum og um leið tryggja áframhaldandi starfsemi á Íslandi. „Starfsfólkið er óaðskiljanlegur hluti af lausnunum og þekking þeirra og reynsla í netöryggismálum telur samtals yfir 250 ár. Með kaupunum fáum við tækifæri til að sækja fram og halda áfram að þróa netöryggislausnir sem eru í fremstu röð á heimsvísu.Ég vil sérstaklega þakka starfsfólki okkar fyrir að hafa staðið með okkur í þessari vegferð,“ segir Hallgrímur. Netöryggismál aldrei verið eins mikilvæg og nú Þá er haft eftir Gunnari Zoega, forstjóra OK, að netöryggismál hafi aldrei verið eins mikilvæg og þau séu í dag. „Með stofnun Varist og kaupum á öryggislausnunum stígur OK stórt skref í átt að aukinni sérþekkingu á þessu sviði og leggur grunn að auknu vöruframboði og þjónustu til að mæta þörfum viðskiptavina,“ segir Gunnar.
Netöryggi Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira