Hinn 45 ára gamli Henry lék með Monaco, Juventus, Arsenal, Barcelona og New York Red Bulls á ferli sínum sem leikmaður. Vann hann fjölda titla, þar á meðal Meistaradeild Evrópu með Barcelona vorið 2009.
Henry lék einnig 123 landsleiki fyrir Frakkland á sínum tíma og skoraði í þeim 51 mörk. Varð hann heimsmeistari með Frakklandi árið 1998 og Evrópumeistari tveimur árum síðar.
Eftir að skórnir fóru á hilluna sneri Henry sér að þjálfun. Hann var aðstoðarþjálfari belgíska karlandsliðsins frá 2016 til 2018 og aftur frá 2021 til 2022. Í milli tíðinni þjálfaði hann Monaco sem og Montreal Impact í Bandaríkjunum.
Pour succéder à Diacre à la tête des Bleues, la FFF rêve de Henry et a auditionné Gourvennec https://t.co/hMQbKpO6iV pic.twitter.com/Vlbw2D5JTT
— L'ÉQUIPE (@lequipe) March 16, 2023
Nú virðist sem Henry gæti verið að færa sig yfir í kvennaboltann. Knattspyrnusamband Frakklands ákvað að reka Corinne Diacre nýverið eftir að margir af reynslumestu leikmönnum liðsins kvörtuðu yfir stjórnarháttum hennar.
Ekki nóg með að Diacre hafi fengið sparkið heldur fékk Noël Le Graët, forseti franska sambandsins, það einnig.
Frakkland er í 5. sæti heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Liðið fór alla leið í undanúrslit á EM síðasta sumar en féll úr leik gegn Þýskalandi.