Það var því vitað að það yrði áhugi á fyrsta leik argentínska landsliðsins eftir HM en enginn bjóst kannski við því sem varð svo raunin.
Thought Argentina s World Cup fever might have died down?
— GOLAZO (@golazoargentino) March 16, 2023
Tickets just gone on sale for this month s friendly against Panama.
Only a million or so in the queue pic.twitter.com/2CpyHQNyZD
Alls reyndu nefnilega ein og hálf milljón manns að ná sér miða á fyrsta leik heimsmeistaranna.
Leikurinn er á móti Panama og fer fram á Monumental leikvanginum í Buenos Aires, stærstu borg Argentínu.
Leikvangurinn tekur 83 þúsund manns og það þurftu því ansi margir frá að hverfa án miða. Aðeins 63 þúsund miðar fóru í sölu.
Miðaverðið á leikinn er á bilinu tólf þúsund til 49 þúsund argentínskra pesóa eða frá rúmlega átta þúsund til 34 þúsund í íslenskum krónum.
Það er frekar hátt miðaverð en það kom ekki í veg fyrir áhuga svo margra.
Argentina vs Panama
— Firstpost Sports (@FirstpostSports) March 17, 2023
1 First game at home for World Cup champions
1.5 million apply for 63,000 ticketshttps://t.co/tqtAq7wdFw
Það voru ekki bara stuðningsmenn argentínska landsliðsins sem vildu komast á völlinn.
„Við vildum svo geta tekið á móti öllum en við þyrftum tvo River [Monumental] velli bara til að koma fjölmiðlamönnunum fyrir. Brjálæðið í Argentínu er algjört,“ sagði Claudio Tapia, forseti argentínska knattspyrnusambandsins.
Lionel Messi ætlaði að hætta að spila með argentínska landsliðinu eftir HM en strax eftir að hann varð orðinn heimsmeistari í fyrsta sinn þá tilkynnti það að hann myndi spila áfram.
Messi verður því þarna að spila sinn fyrsta landsleik sem heimsmeistari og hvaða Argentínumaður vildi ekki vera vitna af því og monta sig síðan af því um ókomna tíð.