Gestirnir byrjuðu leikinn af krafti en misstu svo flugið og voru fimm stigum undir í hálfleik. Munurinn var aðeins sjö stig fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins en sá var einfaldlega skelfilegur hjá Valencia. Liðið skoraði aðeins 11 stig og endaði á að tapa sannfærandi, 92-73 lokatölur heimamönnum í vi.
Martin Hermannsson spilaði rétt rúmar níu mínútur í liði Valencia og skoraði 2 stig.
Valencia er sem stendur í 13. sæti EuroLeague með 14 sigra og 17 töp að loknum 31 leik. Alls eru 18 lið í deildinni og efstu 8 fara í úrslitakeppnina.