Íslendingarnir þrír sem leika í deildinni komu mismikið við sögu.
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn í vörn DC United sem beið lægri hlut fyrir Columbus Crew á heimavelli, 0-2. Man Utd goðsögnin Wayne Rooney þjálfar liðið sem er nú án sigurs í sex leikjum í röð eftir að hafa byrjað tímabilið á sigri.
Þorleifur Úlfarsson spilaði síðasta hálftímann fyrir Houston Dynamo sem vann 3-0 sigur á LA Galaxy. Staðan var 1-0 þegar Þorleifi var skipt inná í leiknum þar sem alls fóru þrjú rauð spjöld á loft.
Allir leikmennirnir sem fengu rauð spjöld eiga langan feril í Evrópuboltanum en Hector Herrera, liðsfélagi Þorleifs, fékk að líta rauða spjaldið í uppbótartíma á meðan Douglas Costa og Martin Caceres í liði LA Galaxy voru sendir í sturtu í viðburðaríkum leik.
Þorleifur og félagar eru með níu stig eftir sex leiki.
Þá sat Róbert Orri Þorkelsson allan tímann á varamannabekknum hjá Montreal sem tapaði stórt fyrir New England Revolution, 4-0.