Gervigreind framleiddi lag með röddum Drake og The Weeknd Bjarki Sigurðsson skrifar 17. apríl 2023 11:25 Drake og The Weeknd á tónleikum árið 2014. Getty/Ollie Millington Gervigreind framleiddi á dögunum lag með röddum tónlistarmannanna Drake og The Weeknd. Drake sjálfur vera kominn með nóg af gervigreindinni en útgáfufyrirtæki þeirra beggja er sagt hafa óskað eftir því að lagið yrði fjarlægt af öllum streymisveitum. Helgin í heimi tónlistarinnar var ansi viðburðarík en fjöldi listamanna flutti lög sín á hinni sívinsælu tónlistarhátíð Coachella í Kaliforníu. Þá lentu margir listamenn í því að gervigreind var búin að setja raddir annarra listamanna yfir lög þeirra. Einnig kom út lag með Drake og The Weeknd, sem þeir komu þó aldrei nálægt því að framleiða. Nýlega hófu netverjar að nota gervigreind til að láta raddir þekktra einstaklinga segja ákveðnar setningar. Til eru sprenghlægileg dæmi um það, eins og TikTok-myndbönd þar sem látið er eins og fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna, Barack Obama og Donald Trump, séu að spila tölvuleiki með núverandi forseta Bandaríkjanna, Joe Biden. @ffrosken Presidents play CSGO #csgo #counterstrike #gaming #obama #trump #biden #fyp #fyp #ai #aivoice #elevenlabs #funny #funnyvideos original sound - ffrosken Þá eru raddir þekktra tónlistarmanna notaðar í lög annarra tónlistarmanna og látið eins og þeir hafi búið til ábreiður af þekktum lögum. Til að mynda syngur rödd Rihönnu lagið Cuff It með Beyoncé í myndbandinu hér fyrir neðan. IA Rihanna from ChatGPT singing Beyoncé s "Cuff It" pic.twitter.com/1TAmHEDAKv— Rihanna Facts (@Nevernyny) April 13, 2023 Og í öðru myndbandi má hlusta á útgáfu Kanye West og Drake á laginu WAP sem Meghan Thee Stallion og Cardi B sungu upprunalega. Y all the AI Kanye & Drake WAP is kinda iconic . pic.twitter.com/SCVKGcWWRd— Brielle The Villain (@Goldbloodedkil2) April 15, 2023 Það metnaðarfyllsta sem hefur komið úr þessu fári er þá frumsamið lag sem birtist fyrst á TikTok um helgina þar sem raddir kanadísku poppstjarnanna Drake og The Weeknd eru notaðar. Drake hafði nokkrum dögum áður sagst vera kominn með nóg af gervigreind eftir að rödd hans var notuð til að syngja lagið Munch með Ice Spice. AI got Drake rapping Munch pic.twitter.com/pWYB5rcjgg— Complex Music (@ComplexMusic) April 14, 2023 Lagið var birt á aðganginum Ghostwriter977 og hafa tæplega 8,8 milljónir manna hlustað á það þar. Er það kallað Heart on My Sleeve og hefur nú verið gefið út á öllum helstu streymisveitum. Universal Music Group, rétthafi tónlistar bæði Drake og The Weeknd, er sagt hafa beðið streymisveiturnar um að taka lagið út þar sem þarna er verið að nota raddir þeirra listamanna. Veiturnar hafa ekki brugðist við þessari beiðni enn sem komið er. @ghostwriter977 hi im ghostwriter. #drake #aivoice #theweeknd #ai #aidrake #theweekndai Heart on My Sleeve by Ghostwriter out everywhere. - ghostwriter Gervigreind Tónlist Kanada Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
Helgin í heimi tónlistarinnar var ansi viðburðarík en fjöldi listamanna flutti lög sín á hinni sívinsælu tónlistarhátíð Coachella í Kaliforníu. Þá lentu margir listamenn í því að gervigreind var búin að setja raddir annarra listamanna yfir lög þeirra. Einnig kom út lag með Drake og The Weeknd, sem þeir komu þó aldrei nálægt því að framleiða. Nýlega hófu netverjar að nota gervigreind til að láta raddir þekktra einstaklinga segja ákveðnar setningar. Til eru sprenghlægileg dæmi um það, eins og TikTok-myndbönd þar sem látið er eins og fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna, Barack Obama og Donald Trump, séu að spila tölvuleiki með núverandi forseta Bandaríkjanna, Joe Biden. @ffrosken Presidents play CSGO #csgo #counterstrike #gaming #obama #trump #biden #fyp #fyp #ai #aivoice #elevenlabs #funny #funnyvideos original sound - ffrosken Þá eru raddir þekktra tónlistarmanna notaðar í lög annarra tónlistarmanna og látið eins og þeir hafi búið til ábreiður af þekktum lögum. Til að mynda syngur rödd Rihönnu lagið Cuff It með Beyoncé í myndbandinu hér fyrir neðan. IA Rihanna from ChatGPT singing Beyoncé s "Cuff It" pic.twitter.com/1TAmHEDAKv— Rihanna Facts (@Nevernyny) April 13, 2023 Og í öðru myndbandi má hlusta á útgáfu Kanye West og Drake á laginu WAP sem Meghan Thee Stallion og Cardi B sungu upprunalega. Y all the AI Kanye & Drake WAP is kinda iconic . pic.twitter.com/SCVKGcWWRd— Brielle The Villain (@Goldbloodedkil2) April 15, 2023 Það metnaðarfyllsta sem hefur komið úr þessu fári er þá frumsamið lag sem birtist fyrst á TikTok um helgina þar sem raddir kanadísku poppstjarnanna Drake og The Weeknd eru notaðar. Drake hafði nokkrum dögum áður sagst vera kominn með nóg af gervigreind eftir að rödd hans var notuð til að syngja lagið Munch með Ice Spice. AI got Drake rapping Munch pic.twitter.com/pWYB5rcjgg— Complex Music (@ComplexMusic) April 14, 2023 Lagið var birt á aðganginum Ghostwriter977 og hafa tæplega 8,8 milljónir manna hlustað á það þar. Er það kallað Heart on My Sleeve og hefur nú verið gefið út á öllum helstu streymisveitum. Universal Music Group, rétthafi tónlistar bæði Drake og The Weeknd, er sagt hafa beðið streymisveiturnar um að taka lagið út þar sem þarna er verið að nota raddir þeirra listamanna. Veiturnar hafa ekki brugðist við þessari beiðni enn sem komið er. @ghostwriter977 hi im ghostwriter. #drake #aivoice #theweeknd #ai #aidrake #theweekndai Heart on My Sleeve by Ghostwriter out everywhere. - ghostwriter
Gervigreind Tónlist Kanada Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira