Urawa hafði betur gegn Al-Hilal frá Sádi-Arabíu í tveggja leikja einvígi í úrslitum mótsins og tryggði sér þar með meistaratitilinn.
Scholz, sem spilaði á sínum tíma 22 leiki fyrir Stjörnuna, var í byrjunarliði Urawa í seinni úrslitaleiknum og spilaði allan leikinn.
Leikmaðurinn knái gekk í raðir Urawa í júlí árið 2021 frá FC Midtjylland.

