„Power er eitt af uppáhaldslögum mínum í ár vegna textans, þýðingar hans og ekki síst vegna þess hvernig ég get sótt í það þegar bjátar á. Í laginu er einnig ein sterkasta rödd keppninnar í ár. Að sjálfsögðu er ég mjög hrifinn af Power,“ segir Helio í samtali við Eurovísi í blaðamannahöllinni.
Hann fylgdist með Diljá í Söngvakeppninni heima á Íslandi og heillaðist af henni þar.
„Ég vona það innilega og ef hún gerir það ekki þá er Eurovision dauðadæmt,“ segir Helio kíminn. Og hann mun hvetja Ísland áfram í kvöld.
„Hér í blaðamannahöllinni verð ég sveipaður íslenska fánanum og styð Diljá og Power.“
Helio var viðmælandi fjórða þáttar Eurovísis sem birtist í dag. Viðtalið við hann hefst á mínútu 7:10 í spilaranum hér fyrir neðan.
Diljá verður sjöunda á svið í seinni undanúrslitum Eurovision í Liverpool í kvöld. Útsendingin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og Eurovísir lýsir keppninni beint úr blaðamannahöllinni, eins og á þriðjudag.
Eurovísir er þáttur um Eurovision - á Vísi! Við kryfjum keppnina, komandi og liðnar, og eltum okkar fólk út til Liverpool. Fyrri þætti má nálgast hér.