Koepka í sérflokki og Sims þreif hillu fyrir hann Sindri Sverrisson skrifar 22. maí 2023 08:07 Brooks Koepka er með pláss í bikaraskápnum og Jena Sims eiginkona hans sló á létta strengi á TikTok eftir sigurinn í gær. AP/@jenamsims Brooks Koepka varð um helgina tuttugasti kylfingurinn í sögunni til að ná því að vinna fimm risamót á ferlinum. Þessi 33 ára Bandaríkjamaður er núna í sérflokki á meðal efstu kylfinga heimslistans í dag. Koepka stóð af sér samkeppnina á lokahring PGA meistaramótsins í gær og fór hann á 67 höggum, höggi minna en Norðmaðurinn Viktor Hovland sem veitt hafði honum mesta samkeppni. Koepka endaði á -9 höggum eða tveimur höggum á undan Hovland og Scottie Scheffler sem lék lokahringinn á 65 höggum. Brooks Koepka wins the PGA Championship for his fifth major title. pic.twitter.com/fG7YqHvWgn— PGA TOUR (@PGATOUR) May 21, 2023 Koepka er aðeins þriðji kylfingurinn til að ná að vinna PGA meistaramótið þrisvar sinnum, á eftir Tiger Woods og Jack Nicklaus. Og eins og fyrr segir hefur hann nú unnið fimm risamót frá því að hann fagnaði fyrst sigri á Opna bandaríska mótinu árið 2017 en það mót vann hann einnig 2018, og svo PGA-meistaramótið 2018, 2019 og 2023. Men's Major Championships since 2017 Brooks Koepka: 5Jon Rahm: 2Justin Thomas: 2 Collin Morikawa: 2 14 others tied with 1 pic.twitter.com/s6jY5o8hv8— Golf on CBS (@GolfonCBS) May 21, 2023 Á síðustu sex árum hefur Koepka því unnið fimm risamót á meðan að næstu menn á eftir honum hafa unnið tvö risamót. En sigurinn í gær eru ekki einu gleðitíðindin fyrir Koepka sem unnið hefur sig til baka úr erfiðum meiðslum og komist aftur á toppinn. Hann á sömuleiðis von á barni með eiginkonu sinni, Jena Sims, sem leyfði tárunum að flæða þar sem hún fylgdist með Koepka fagna sigri á sjónvarpsskjánum, eins og hún sýndi á TikTok. Þau tilkynntu um óléttuna fyrr í þessum mánuði. @jenamsims All I got is tears at the moment @PGA of America #brookskoepka #major #majorchampionship #golftiktok Do You Believe in Magic - The Lovin' Spoonful Sims bauð líka upp á kostulegt svar þegar hún var spurð af hverju hún væri ekki á vellinum til að fylgjast með Koepka, þar sem hún þreif hillu í bikaraskápnum hans. @jenamsims Replying to @Buck couple more spots remain #savage #brookskoepka #trophiesdrake #majorchampionship Trophies - Young Money Golf Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Sjá meira
Koepka stóð af sér samkeppnina á lokahring PGA meistaramótsins í gær og fór hann á 67 höggum, höggi minna en Norðmaðurinn Viktor Hovland sem veitt hafði honum mesta samkeppni. Koepka endaði á -9 höggum eða tveimur höggum á undan Hovland og Scottie Scheffler sem lék lokahringinn á 65 höggum. Brooks Koepka wins the PGA Championship for his fifth major title. pic.twitter.com/fG7YqHvWgn— PGA TOUR (@PGATOUR) May 21, 2023 Koepka er aðeins þriðji kylfingurinn til að ná að vinna PGA meistaramótið þrisvar sinnum, á eftir Tiger Woods og Jack Nicklaus. Og eins og fyrr segir hefur hann nú unnið fimm risamót frá því að hann fagnaði fyrst sigri á Opna bandaríska mótinu árið 2017 en það mót vann hann einnig 2018, og svo PGA-meistaramótið 2018, 2019 og 2023. Men's Major Championships since 2017 Brooks Koepka: 5Jon Rahm: 2Justin Thomas: 2 Collin Morikawa: 2 14 others tied with 1 pic.twitter.com/s6jY5o8hv8— Golf on CBS (@GolfonCBS) May 21, 2023 Á síðustu sex árum hefur Koepka því unnið fimm risamót á meðan að næstu menn á eftir honum hafa unnið tvö risamót. En sigurinn í gær eru ekki einu gleðitíðindin fyrir Koepka sem unnið hefur sig til baka úr erfiðum meiðslum og komist aftur á toppinn. Hann á sömuleiðis von á barni með eiginkonu sinni, Jena Sims, sem leyfði tárunum að flæða þar sem hún fylgdist með Koepka fagna sigri á sjónvarpsskjánum, eins og hún sýndi á TikTok. Þau tilkynntu um óléttuna fyrr í þessum mánuði. @jenamsims All I got is tears at the moment @PGA of America #brookskoepka #major #majorchampionship #golftiktok Do You Believe in Magic - The Lovin' Spoonful Sims bauð líka upp á kostulegt svar þegar hún var spurð af hverju hún væri ekki á vellinum til að fylgjast með Koepka, þar sem hún þreif hillu í bikaraskápnum hans. @jenamsims Replying to @Buck couple more spots remain #savage #brookskoepka #trophiesdrake #majorchampionship Trophies - Young Money
Golf Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Sjá meira