98,7 prósenta áhorf á Eurovision Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. maí 2023 10:18 Flestir Evrópumenn vildu sjá Finna sigra keppnina en dómnefndirnar voru ósammála. Getty Nærri allir sem horfðu á sjónvarp laugardagskvöldið 13. maí, milli klukkan 19 og 23, á Íslandi horfðu á Eurovision. Þetta er langhæsta hlutfall í Evrópu. Athygli vekur að mun fleiri Íslendingar horfðu á lokakvöld Eurovsion í ár en á síðasta ári, um 160 þúsund manns samanborið við um 130 þúsund í fyrra. Árið 2022 komst íslenska atriðið „Með hækkandi sól“ í úrslitin en „Power“ með Diljá komst ekki upp úr undanriðli í ár. Eins og í fyrra var áhorfið þó mun meira á undankeppnina. 260 þúsund manns fylgdust með henni, samanborið við 240 þúsund í fyrra. Vinsælt í Bretlandi en ekki Úkraínu Óhætt er að segja að Íslendingar séu Eurovision óðasta þjóð Evrópu. Ekkert annað land kemst nálægt sjónvarpshlutdeildinni. Í öðru sæti eru Norðmenn með 87,8 prósent, þá Finnar með 85,6 og Svíar með 82,3. Af stórþjóðum Evrópu hafa Bretar lang mestan áhuga. Þar horfðu 63 prósent á lokakvöld Eurovision, tæplega tíu milljón manns og aukning um ellefu prósent frá fyrra ári. átta milljón Þjóðverja horfðu á lokakvöldið, fimm milljónir Ítala og Spánverja og rúmlega þrjár milljónir Frakka. Fleiri Íslendingar fylgdust með keppninni í ár þrátt fyrir að Diljá hafi ekki komist upp úr undanriðli eins og Systur í fyrra gerðu.Getty Áhorfið í Úkraínu var innan við 20 prósent, alls tæplega 600 þúsund manns. Áhorfið var einnig lítið í Ástralíu, tæplega 400 þúsund horfðu á lokakvöldið þar í landi. Vinsælt hjá ungu fólki Samanlagt horfðu 34 milljónir á undankeppnina í sjónvarpi og rúmlega 53 milljónir á lokakvöldið, aukning um eina milljón frá árinu áður. Heildaráhorfið í Evrópu var tæplega 41 prósent. Keppnin var sérstaklega vinsæl hjá yngra fólki, frá 15 til 24 ára, þar sem áhorfið var 53,5 prósent. Þá horfðu rúmlega tíu milljón manns á keppnina á opinberri Youtube rás EBU, sambandið evrópskra sjónvarpsstöðva. 45 milljón manns frá 232 löndum og svæðum horfðu á eitthvað efni af rásinni á meðan keppnin var í gangi. Alls náði keppnin til 162 milljón manns. Eurovision Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Diljá var einu sæti frá því að komast áfram Veðbankar höfðu rétt fyrir sér að þessu sinni og Diljá Pétursdóttir komst ekki áfram í aðalkeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Íslands hönd. Hún var hins vegar eins nálægt því og hugsast getur, aðeins einu sæti frá því að komast áfram. 14. maí 2023 09:40 Selenskí fær ekki að ávarpa Eurovision annað árið í röð Volodomír Selenskí forseti Úkraínu fær ekki að halda ávarp í úrslitum Eurovision söngvakeppninnar sem fer fram um helgina. Þetta er annað árið í röð sem forsetinn leitast eftir því að ávarpa söngvakeppnina án árangurs. 12. maí 2023 09:06 Diljá komst ekki áfram Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, komst ekki áfram á seinna undanúrslitakvöldi keppninar sem haldið var í Liverpool í kvöld. 11. maí 2023 21:09 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Athygli vekur að mun fleiri Íslendingar horfðu á lokakvöld Eurovsion í ár en á síðasta ári, um 160 þúsund manns samanborið við um 130 þúsund í fyrra. Árið 2022 komst íslenska atriðið „Með hækkandi sól“ í úrslitin en „Power“ með Diljá komst ekki upp úr undanriðli í ár. Eins og í fyrra var áhorfið þó mun meira á undankeppnina. 260 þúsund manns fylgdust með henni, samanborið við 240 þúsund í fyrra. Vinsælt í Bretlandi en ekki Úkraínu Óhætt er að segja að Íslendingar séu Eurovision óðasta þjóð Evrópu. Ekkert annað land kemst nálægt sjónvarpshlutdeildinni. Í öðru sæti eru Norðmenn með 87,8 prósent, þá Finnar með 85,6 og Svíar með 82,3. Af stórþjóðum Evrópu hafa Bretar lang mestan áhuga. Þar horfðu 63 prósent á lokakvöld Eurovision, tæplega tíu milljón manns og aukning um ellefu prósent frá fyrra ári. átta milljón Þjóðverja horfðu á lokakvöldið, fimm milljónir Ítala og Spánverja og rúmlega þrjár milljónir Frakka. Fleiri Íslendingar fylgdust með keppninni í ár þrátt fyrir að Diljá hafi ekki komist upp úr undanriðli eins og Systur í fyrra gerðu.Getty Áhorfið í Úkraínu var innan við 20 prósent, alls tæplega 600 þúsund manns. Áhorfið var einnig lítið í Ástralíu, tæplega 400 þúsund horfðu á lokakvöldið þar í landi. Vinsælt hjá ungu fólki Samanlagt horfðu 34 milljónir á undankeppnina í sjónvarpi og rúmlega 53 milljónir á lokakvöldið, aukning um eina milljón frá árinu áður. Heildaráhorfið í Evrópu var tæplega 41 prósent. Keppnin var sérstaklega vinsæl hjá yngra fólki, frá 15 til 24 ára, þar sem áhorfið var 53,5 prósent. Þá horfðu rúmlega tíu milljón manns á keppnina á opinberri Youtube rás EBU, sambandið evrópskra sjónvarpsstöðva. 45 milljón manns frá 232 löndum og svæðum horfðu á eitthvað efni af rásinni á meðan keppnin var í gangi. Alls náði keppnin til 162 milljón manns.
Eurovision Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Diljá var einu sæti frá því að komast áfram Veðbankar höfðu rétt fyrir sér að þessu sinni og Diljá Pétursdóttir komst ekki áfram í aðalkeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Íslands hönd. Hún var hins vegar eins nálægt því og hugsast getur, aðeins einu sæti frá því að komast áfram. 14. maí 2023 09:40 Selenskí fær ekki að ávarpa Eurovision annað árið í röð Volodomír Selenskí forseti Úkraínu fær ekki að halda ávarp í úrslitum Eurovision söngvakeppninnar sem fer fram um helgina. Þetta er annað árið í röð sem forsetinn leitast eftir því að ávarpa söngvakeppnina án árangurs. 12. maí 2023 09:06 Diljá komst ekki áfram Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, komst ekki áfram á seinna undanúrslitakvöldi keppninar sem haldið var í Liverpool í kvöld. 11. maí 2023 21:09 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Diljá var einu sæti frá því að komast áfram Veðbankar höfðu rétt fyrir sér að þessu sinni og Diljá Pétursdóttir komst ekki áfram í aðalkeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Íslands hönd. Hún var hins vegar eins nálægt því og hugsast getur, aðeins einu sæti frá því að komast áfram. 14. maí 2023 09:40
Selenskí fær ekki að ávarpa Eurovision annað árið í röð Volodomír Selenskí forseti Úkraínu fær ekki að halda ávarp í úrslitum Eurovision söngvakeppninnar sem fer fram um helgina. Þetta er annað árið í röð sem forsetinn leitast eftir því að ávarpa söngvakeppnina án árangurs. 12. maí 2023 09:06
Diljá komst ekki áfram Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, komst ekki áfram á seinna undanúrslitakvöldi keppninar sem haldið var í Liverpool í kvöld. 11. maí 2023 21:09