98,7 prósenta áhorf á Eurovision Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. maí 2023 10:18 Flestir Evrópumenn vildu sjá Finna sigra keppnina en dómnefndirnar voru ósammála. Getty Nærri allir sem horfðu á sjónvarp laugardagskvöldið 13. maí, milli klukkan 19 og 23, á Íslandi horfðu á Eurovision. Þetta er langhæsta hlutfall í Evrópu. Athygli vekur að mun fleiri Íslendingar horfðu á lokakvöld Eurovsion í ár en á síðasta ári, um 160 þúsund manns samanborið við um 130 þúsund í fyrra. Árið 2022 komst íslenska atriðið „Með hækkandi sól“ í úrslitin en „Power“ með Diljá komst ekki upp úr undanriðli í ár. Eins og í fyrra var áhorfið þó mun meira á undankeppnina. 260 þúsund manns fylgdust með henni, samanborið við 240 þúsund í fyrra. Vinsælt í Bretlandi en ekki Úkraínu Óhætt er að segja að Íslendingar séu Eurovision óðasta þjóð Evrópu. Ekkert annað land kemst nálægt sjónvarpshlutdeildinni. Í öðru sæti eru Norðmenn með 87,8 prósent, þá Finnar með 85,6 og Svíar með 82,3. Af stórþjóðum Evrópu hafa Bretar lang mestan áhuga. Þar horfðu 63 prósent á lokakvöld Eurovision, tæplega tíu milljón manns og aukning um ellefu prósent frá fyrra ári. átta milljón Þjóðverja horfðu á lokakvöldið, fimm milljónir Ítala og Spánverja og rúmlega þrjár milljónir Frakka. Fleiri Íslendingar fylgdust með keppninni í ár þrátt fyrir að Diljá hafi ekki komist upp úr undanriðli eins og Systur í fyrra gerðu.Getty Áhorfið í Úkraínu var innan við 20 prósent, alls tæplega 600 þúsund manns. Áhorfið var einnig lítið í Ástralíu, tæplega 400 þúsund horfðu á lokakvöldið þar í landi. Vinsælt hjá ungu fólki Samanlagt horfðu 34 milljónir á undankeppnina í sjónvarpi og rúmlega 53 milljónir á lokakvöldið, aukning um eina milljón frá árinu áður. Heildaráhorfið í Evrópu var tæplega 41 prósent. Keppnin var sérstaklega vinsæl hjá yngra fólki, frá 15 til 24 ára, þar sem áhorfið var 53,5 prósent. Þá horfðu rúmlega tíu milljón manns á keppnina á opinberri Youtube rás EBU, sambandið evrópskra sjónvarpsstöðva. 45 milljón manns frá 232 löndum og svæðum horfðu á eitthvað efni af rásinni á meðan keppnin var í gangi. Alls náði keppnin til 162 milljón manns. Eurovision Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Diljá var einu sæti frá því að komast áfram Veðbankar höfðu rétt fyrir sér að þessu sinni og Diljá Pétursdóttir komst ekki áfram í aðalkeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Íslands hönd. Hún var hins vegar eins nálægt því og hugsast getur, aðeins einu sæti frá því að komast áfram. 14. maí 2023 09:40 Selenskí fær ekki að ávarpa Eurovision annað árið í röð Volodomír Selenskí forseti Úkraínu fær ekki að halda ávarp í úrslitum Eurovision söngvakeppninnar sem fer fram um helgina. Þetta er annað árið í röð sem forsetinn leitast eftir því að ávarpa söngvakeppnina án árangurs. 12. maí 2023 09:06 Diljá komst ekki áfram Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, komst ekki áfram á seinna undanúrslitakvöldi keppninar sem haldið var í Liverpool í kvöld. 11. maí 2023 21:09 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Sjá meira
Athygli vekur að mun fleiri Íslendingar horfðu á lokakvöld Eurovsion í ár en á síðasta ári, um 160 þúsund manns samanborið við um 130 þúsund í fyrra. Árið 2022 komst íslenska atriðið „Með hækkandi sól“ í úrslitin en „Power“ með Diljá komst ekki upp úr undanriðli í ár. Eins og í fyrra var áhorfið þó mun meira á undankeppnina. 260 þúsund manns fylgdust með henni, samanborið við 240 þúsund í fyrra. Vinsælt í Bretlandi en ekki Úkraínu Óhætt er að segja að Íslendingar séu Eurovision óðasta þjóð Evrópu. Ekkert annað land kemst nálægt sjónvarpshlutdeildinni. Í öðru sæti eru Norðmenn með 87,8 prósent, þá Finnar með 85,6 og Svíar með 82,3. Af stórþjóðum Evrópu hafa Bretar lang mestan áhuga. Þar horfðu 63 prósent á lokakvöld Eurovision, tæplega tíu milljón manns og aukning um ellefu prósent frá fyrra ári. átta milljón Þjóðverja horfðu á lokakvöldið, fimm milljónir Ítala og Spánverja og rúmlega þrjár milljónir Frakka. Fleiri Íslendingar fylgdust með keppninni í ár þrátt fyrir að Diljá hafi ekki komist upp úr undanriðli eins og Systur í fyrra gerðu.Getty Áhorfið í Úkraínu var innan við 20 prósent, alls tæplega 600 þúsund manns. Áhorfið var einnig lítið í Ástralíu, tæplega 400 þúsund horfðu á lokakvöldið þar í landi. Vinsælt hjá ungu fólki Samanlagt horfðu 34 milljónir á undankeppnina í sjónvarpi og rúmlega 53 milljónir á lokakvöldið, aukning um eina milljón frá árinu áður. Heildaráhorfið í Evrópu var tæplega 41 prósent. Keppnin var sérstaklega vinsæl hjá yngra fólki, frá 15 til 24 ára, þar sem áhorfið var 53,5 prósent. Þá horfðu rúmlega tíu milljón manns á keppnina á opinberri Youtube rás EBU, sambandið evrópskra sjónvarpsstöðva. 45 milljón manns frá 232 löndum og svæðum horfðu á eitthvað efni af rásinni á meðan keppnin var í gangi. Alls náði keppnin til 162 milljón manns.
Eurovision Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Diljá var einu sæti frá því að komast áfram Veðbankar höfðu rétt fyrir sér að þessu sinni og Diljá Pétursdóttir komst ekki áfram í aðalkeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Íslands hönd. Hún var hins vegar eins nálægt því og hugsast getur, aðeins einu sæti frá því að komast áfram. 14. maí 2023 09:40 Selenskí fær ekki að ávarpa Eurovision annað árið í röð Volodomír Selenskí forseti Úkraínu fær ekki að halda ávarp í úrslitum Eurovision söngvakeppninnar sem fer fram um helgina. Þetta er annað árið í röð sem forsetinn leitast eftir því að ávarpa söngvakeppnina án árangurs. 12. maí 2023 09:06 Diljá komst ekki áfram Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, komst ekki áfram á seinna undanúrslitakvöldi keppninar sem haldið var í Liverpool í kvöld. 11. maí 2023 21:09 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Sjá meira
Diljá var einu sæti frá því að komast áfram Veðbankar höfðu rétt fyrir sér að þessu sinni og Diljá Pétursdóttir komst ekki áfram í aðalkeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Íslands hönd. Hún var hins vegar eins nálægt því og hugsast getur, aðeins einu sæti frá því að komast áfram. 14. maí 2023 09:40
Selenskí fær ekki að ávarpa Eurovision annað árið í röð Volodomír Selenskí forseti Úkraínu fær ekki að halda ávarp í úrslitum Eurovision söngvakeppninnar sem fer fram um helgina. Þetta er annað árið í röð sem forsetinn leitast eftir því að ávarpa söngvakeppnina án árangurs. 12. maí 2023 09:06
Diljá komst ekki áfram Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, komst ekki áfram á seinna undanúrslitakvöldi keppninar sem haldið var í Liverpool í kvöld. 11. maí 2023 21:09