Að læra af mistökum: Frumkvöðullinn gæti til dæmis samið af sér Rakel Sveinsdóttir skrifar 31. maí 2023 07:00 Ellen María Bergsveinsdóttir framkvæmdastjóri Mink Campers var ein fyrirlesara á viðburðinum Enginn verður óbarinn biskup sem Hugverkastofan, SI og Controlant stóðu fyrir á nýsköpunarvikunni í Grósku í síðustu viku. Þar fóru nokkrir forsvarsmenn nýsköpunarfyrirtækja yfir algeng mistök sem þeirra fyrirtæki hefur reynt á eigin skinni og aðrir geta mögulega lært af. Vísir/Vilhelm „Það gera allir mistök. Þess vegna snúast mistök í sjálfu sér fyrst og fremst um að læra af þeim og þora að tækla hlutina, finna lausn. Í því felst mikill styrkleiki,“ segir Ellen María Bergsveinsdóttir, framkvæmdastjóri Mink Campers sporthýsanna. Ellen var ein fyrirlesara á viðburði sem Hugverkastofan, SI og Controlant stóðu fyrir síðastliðinn föstudag á nýsköpunarvikunni í Grósku. Yfirskrift viðburðarins var Enginn verður óbarinn biskup og þar fóru nokkrir forsvarsmenn nýsköpunarfyrirtækja yfir mistök sem fyrirtækin þeirra hafa reynt á eigin skinni. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um mistök sem aðrir geta kannski lært af. Til að útskýra starfsemi Mink Campers, þá felst starfsemin í því að framleiða og selja sporthýsi sem kallast Mink Campers og eru nú til sölu í sextán löndum í Evrópu. Sporthýsin eru íslensk uppfinning, varin með einkaleyfi og það voru félagarnir Kolbeinn Björnsson og Ólafur Gunnar Sverrisson sem stofnuðu fyrirtækið árið 2015. Hugmyndin þeirra var að slá saman útilegu stemningunni annars vegar en gæðum í gistingu hins vegar. „Síðan finnst mér alltaf jafn gaman að segja frá því að auðvitað eru sporthýsin okkar tilvalin fyrir rafmagnsbílana og þeir eru náttúrulega það sem koma skal,“ segir Ellen stolt. Við skulum læra aðeins af mistökunum sem Ellen er til í að deila með okkur. Í upphafi skal endinn skoða Það fyrsta sem Ellen dettur í hug sem algeng mistök frumkvöðla er að þegar verið er að semja um fjármagn eða söluaðila, er eldmóðurinn og ákafinn í að koma starfseminni af stað svo mikill hjá frumkvöðlum að oft er nánast verið að hlaupa of hratt. Jafnvel að frumkvöðlar semji af sér. „Í upphafi skal endinn skoða er orðatiltæki sem á vel við hér. Því auðvitað er það þannig að frumkvöðlar eru svo oft búnir að ganga í gegnum mikið til að koma framleiðslunni sinni af stað eða að vinna í því að draumurinn verði að veruleika að það að semja af sér þegar til dæmis fjárfestar koma að borði, er eflaust nokkuð algengt hjá frumkvöðlum einfaldlega vegna þess að ákafinn er svo mikill,“ segir Ellen og bætir við: Frumkvöðullinn er svo ákafur og vill ekkert jafn heitt og að draumurinn verði að veruleika. Fjárfestirinn er hins vegar sá sem er með peninginn og getur gert alls kyns kröfur. Frumkvöðlar verða því oft að passa sig á því að láta einfaldlega ekki allt frá sér eða alltof mikið.“ Hún segir það sama gilda um að vanda valið með samstarf við söluaðila. „Stundum kemur síðan í ljós að samstarfið gengur einfaldlega ekki upp. Það geta verið alls kyns ástæður fyrir því, jafnvel þær að menn eiga einfaldlega ekki saman eða eru ekki með sömu sýn. En þetta er eitthvað sem eflaust margir frumkvöðlar hafa brennt sig á.“ Ellen mælir með því í þessu að gefa sér betri tíma og velta vel fyrir sér öllum hliðum áður en gengið er til samstarfs við fjárfesta eða söluaðila. „Auðvitað er aldrei hægt að fullyrða það samt að þótt fólk gefi sér góðan tíma og hugsi hlutina vel, sé það einhver trygging fyrir því að samstarf gangi upp. En ég myndi alveg mæla með því að fólk í nýsköpunarrekstri myndi reyna að gefa sér tíma.“ Ellen segir að eins og gildir um mistök almennt, snýst stóra málið um að læra af þeim og vera alltaf tilbúinn til að gera betur. Í dag er það til dæmis þannig að starfsemi Mink Campers gengur út á að selja sporthýsin, eins mikið og víða og hægt er. „Í upphafi var stefnan allt önnur. Þá var hugmyndin að leigja þau og vera með umboðsaðila hér og þar um heiminn,“ segir Ellen sem dæmi um hversu mikilvægt það er fyrir nýsköpunarfyrirtæki að þora að skipta um skoðun og breyta frá upphaflegum áætlunum ef það skilar betri árangri. Sporthýsin Mink Campers eru íslensk nýsköpun og til sölu í sextán löndum í Evrópu. Sporthýsin seljast hvað mest í Noregi, Þýskalandi og Hollandi en á Íslandi eru þau seld hjá Víkurverk. Rekstur Mink Campers er á Íslandi en félagið á dótturfyrirtæki í Lettlandi þar sem hýsin eru framleidd. Hugmyndin að baki Mink Campers er að kalla fram útilegustemningu en þó með áherslu á gæði gistingarinnar. Að vera í vörn eða sókn Annað sem Ellen mælir með að nýsköpunarfyrirtæki hugi sérstaklega að er að tryggja sér einkaleyfi og eins að passa upp á að í ráðningasamningum sé tryggt að það sem starfsmenn þróa og búa til þegar þeir eru í vinnunni, sé eign fyrirtækisins. „Það var lögfræðingur sem sagði einu sinni við okkur að einkaleyfi sé í rauninni eins og brunatrygging. Þú veist ekki hvort það mun kvikna í fyrr en það kviknar í og einkaleyfi getur alveg skorið úr um það síðar. Til dæmis þegar aðrir fara að herma eftir hugmyndinni þinni. Ég veit um tilfelli þar sem frumkvöðlar þurftu að loka fyrirtækinu sínu því aðrir voru komnir á markaðinn og þeir höfðu ekki tryggt sér einkaleyfi fyrir hugmyndinni sinni,“ segir Ellen og bætir við: „Einkaleyfi er reyndar frekar dýrt og nokkuð umstang í kringum það þótt margt sé orðið betra núna en áður var. En ef markmið Íslands er að skapa sér sérstöðu fyrir íslenskt hugvit, þarf allt í kringum einkaleyfið að vera greiðvirkt, þannig að fyrirtæki geti sótt um einkaleyfi kjósi það þess.“ Ellen segir eitt af því jákvæða við nýsköpunarumhverfið sé reyndar það að það sé frekar lítið samfélag og mikið um að fólk sé til í að miðla af sinni reynslu og hjálpa öðrum. Gott sé að hafa það í huga þegar verið er að skoða að sækja um einkaleyfi. Þá segir hún Hugverkatofuna standa fyrir ýmsum námskeiðum og fróðleik sem er mjög gott fyrir frumkvöðla og fólk í nýsköpunarrekstri að sækja sér. „Það getur verið dýrt fyrir nýsköpunarfyrirtæki að vera alltaf í vörn. En oft finnst frumkvöðlum eins og þeir nái aldrei að vera með yfirhöndina þótt hugvitið og hugmyndin komi frá þeim. Aðrir eru síðan með peningana, það þarf að huga að einkaleyfi því þegar hugmyndin er góð vilja aðrir fara að gera það sama og svo framvegis. Að sækja sér fræðslu og aðstoð frekar en að sleppa hlutunum er því af hinu góða.“ Ellen segir veðrið gera það að verkum að sölutíminn í Evrópu er farinn að róast, þar er fólk einfaldlega farið að ferðast nú þegar á meðan Íslendingar eru nánast enn að bíða eftir sumrinu. Ellen segir alla gera mistök og þá felist styrkleikinn alltaf í að þora að tækla málin með lausnum.Vísir/Vilhelm Miklar tilfinningar sem fylgja Sjálf byrjaði Ellen að starfa hjá Mink Campers fyrir rúmum þremur árum síðan. Fyrst sem fjármálastjóri en frá því í fyrra sem framkvæmdastjóri. „Ég er persónulega alltaf hrifin af því að vera með allt skriflegt. Því oft gerist það til dæmis í nýsköpunarfyrirtækjum að það er verið að leita til vina og vandamanna. Og kannski ekki endilega verið að gera hlutina skriflega, engum dettur í hug að neitt geti komið upp á síðar,“ segir Ellen og bætir við: „En maður veit aldrei. Það getur alltaf súrnað í samskiptum eða slest upp á vinskapinn. Og þá er miklu betra að vera með allt skriflegt og geta vísað í það.“ Í dag eru fimm manns sem starfa hjá Mink Campers á Íslandi en þrettán manns hjá dótturfyrirtækinu í Lettlandi þar sem framleiðslan fer fram. „Annað sem er gott að hafa í huga varðandi nýsköpunarfyrirtæki er að oft fylgja mjög miklar tilfinningar ýmsum málum. Þetta eru fyrirtæki þar sem frumkvöðlarnir eru kannski búnir að gefa allt í þetta, hafa unnið dag og nótt til að láta drauminn verða að veruleika, oftast þannig að þeir hafa ekki getað greitt sér laun um langa hríð og svo framvegis. Þegar fyrirtækin fara síðan að vaxa og dafna fylgir rekstrinum að stundum þarf að taka erfiðar ákvarðanir,“ segir Ellen og bætir við: Þá er skiljanlegt að tilfinningarnar geta verið miklar. Sérstaklega hjá þeim sem hafa lagt líf sitt og sál í að hlutirnir gangi upp. Oft þannig að vinnan og reksturinn er líka búinn að hafa mikil áhrif heima fyrir, á fjölskyldu, vini og vandamenn. Kúnstin í þessum tilvikum er að ná að setja tilfinningarnar til hliðar en horfa á málin með reksturinn og framtíðarsýnina í huga. Hvert markmiðið er og hvers vegna lagt var af stað í vegferðina í upphafi.“ Aðspurð um helstu tíðindi í dag segir Ellen söluna aðeins vera að róast í Evrópu. Því þar sé veðrið betra en á Íslandi. „Sölutíminn er fyrr á ferðinni í Evrópu. Söluhæstu löndin okkar eru Noregur, Þýskaland og Holland. Þar er betra veður og fólk farið að ferðast. Íslendingar eru seinna á ferðinni og eiga það frekar til að taka skyndiákvarðanir,“ svarar Ellen og brosir. Hún segir margt á döfinni hjá fyrirtækinu. Stefnt sé á fleiri nýja markaði bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Nýverið réði fyrirtækið markaðsstjóra í fullt starf, því á næstu misserum sé ætlunin að ráðast í heilmikið markaðsstarf. Þá sé á döfinni að kynna nýja vöru næsta haust. „En við erum ekki farin að opinbera hvað það er sem við munum kynna. Þannig að það er best að ég segi sem minnst um það …..“ Nýsköpun Góðu ráðin Vinnustaðurinn Tíska og hönnun Samgöngur Tengdar fréttir „Það er ekki lengur asnalegt að vera frumkvöðull“ „Það er mjög áhugavert að velta fyrir sér hversu mikið hefur breyst á þeim fimmtán árum síðan ég byrjaði í þessu nýsköpunarumhverfi. Það er ekki lengur asnalegt að vera frumkvöðull eins og þótti þá. Það þykir ekki lengur furðulegt að feta þessa leið, frekar en að velja að starfa hjá rótgrónu fyrirtæki,“ segir Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdastjóri 50skills. 26. maí 2023 07:01 Forgangsröðunin verið sú að ríkið þjónustar almenning nú margfalt betur „Lykilþættirnir hingað til hafa verið að þjónusta almenning margfalt betur en áður og einfalda líf fólks,“ segir Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem síðustu rúm þrjú árin hefur leitt þá vegferð ríkisins að gera sem flesta þjónustu rafræna. 24. maí 2023 07:00 Smiður í mannauðsmálin: „Okkur vantar okkar Óla Stef í hjúkrunarfræðina“ „Ég segi fyrir mitt leyti að það hafði ekki tekist í grunnskóla að vekja áhuga minn á einhverju til að stefna á í framhaldsskóla. Ég fór í Verkmenntaskólann á Akureyri eftir grunnskóla en það var eiginlega bara af skyldurækni. Ég vissi ekkert hvað ég var að gera þar,“ segir Daníel Gunnarsson, mannauðssérfræðingur hjá Alvotech. 19. maí 2023 07:00 Breytt viðhorf: Unga fólkið að velja nám á allt annan hátt en áður „Við lifum á mjög merkilegum tímum. Gervigreindin mun til dæmis hafa mikil áhrif á nám og það hvernig fólk mun læra, en við erum ekki enn farin að sjá hvernig,“ segir Hildur Elín Vignir framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs. Sem meðal annars heldur utan um sveinspróf í iðngreinum. 17. maí 2023 07:01 Fjölskylduvænni vinnustaður: Hvetur fleiri verslanir til að loka klukkan fimm „Kauphegðun fólks hefur breyst svo mikið síðustu árin en opnunartími sérverslana hefur ekki þróast í samræmi,“ segir Úlfar Finsen, eigandi Módern húsgagnaverslunarinnar. „Í dag er mesta traffíkin til okkar á milli klukkan eitt og þrjú á daginn en færri sem koma á milli klukkan fimm og sex.“ 10. maí 2023 07:01 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Ellen var ein fyrirlesara á viðburði sem Hugverkastofan, SI og Controlant stóðu fyrir síðastliðinn föstudag á nýsköpunarvikunni í Grósku. Yfirskrift viðburðarins var Enginn verður óbarinn biskup og þar fóru nokkrir forsvarsmenn nýsköpunarfyrirtækja yfir mistök sem fyrirtækin þeirra hafa reynt á eigin skinni. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um mistök sem aðrir geta kannski lært af. Til að útskýra starfsemi Mink Campers, þá felst starfsemin í því að framleiða og selja sporthýsi sem kallast Mink Campers og eru nú til sölu í sextán löndum í Evrópu. Sporthýsin eru íslensk uppfinning, varin með einkaleyfi og það voru félagarnir Kolbeinn Björnsson og Ólafur Gunnar Sverrisson sem stofnuðu fyrirtækið árið 2015. Hugmyndin þeirra var að slá saman útilegu stemningunni annars vegar en gæðum í gistingu hins vegar. „Síðan finnst mér alltaf jafn gaman að segja frá því að auðvitað eru sporthýsin okkar tilvalin fyrir rafmagnsbílana og þeir eru náttúrulega það sem koma skal,“ segir Ellen stolt. Við skulum læra aðeins af mistökunum sem Ellen er til í að deila með okkur. Í upphafi skal endinn skoða Það fyrsta sem Ellen dettur í hug sem algeng mistök frumkvöðla er að þegar verið er að semja um fjármagn eða söluaðila, er eldmóðurinn og ákafinn í að koma starfseminni af stað svo mikill hjá frumkvöðlum að oft er nánast verið að hlaupa of hratt. Jafnvel að frumkvöðlar semji af sér. „Í upphafi skal endinn skoða er orðatiltæki sem á vel við hér. Því auðvitað er það þannig að frumkvöðlar eru svo oft búnir að ganga í gegnum mikið til að koma framleiðslunni sinni af stað eða að vinna í því að draumurinn verði að veruleika að það að semja af sér þegar til dæmis fjárfestar koma að borði, er eflaust nokkuð algengt hjá frumkvöðlum einfaldlega vegna þess að ákafinn er svo mikill,“ segir Ellen og bætir við: Frumkvöðullinn er svo ákafur og vill ekkert jafn heitt og að draumurinn verði að veruleika. Fjárfestirinn er hins vegar sá sem er með peninginn og getur gert alls kyns kröfur. Frumkvöðlar verða því oft að passa sig á því að láta einfaldlega ekki allt frá sér eða alltof mikið.“ Hún segir það sama gilda um að vanda valið með samstarf við söluaðila. „Stundum kemur síðan í ljós að samstarfið gengur einfaldlega ekki upp. Það geta verið alls kyns ástæður fyrir því, jafnvel þær að menn eiga einfaldlega ekki saman eða eru ekki með sömu sýn. En þetta er eitthvað sem eflaust margir frumkvöðlar hafa brennt sig á.“ Ellen mælir með því í þessu að gefa sér betri tíma og velta vel fyrir sér öllum hliðum áður en gengið er til samstarfs við fjárfesta eða söluaðila. „Auðvitað er aldrei hægt að fullyrða það samt að þótt fólk gefi sér góðan tíma og hugsi hlutina vel, sé það einhver trygging fyrir því að samstarf gangi upp. En ég myndi alveg mæla með því að fólk í nýsköpunarrekstri myndi reyna að gefa sér tíma.“ Ellen segir að eins og gildir um mistök almennt, snýst stóra málið um að læra af þeim og vera alltaf tilbúinn til að gera betur. Í dag er það til dæmis þannig að starfsemi Mink Campers gengur út á að selja sporthýsin, eins mikið og víða og hægt er. „Í upphafi var stefnan allt önnur. Þá var hugmyndin að leigja þau og vera með umboðsaðila hér og þar um heiminn,“ segir Ellen sem dæmi um hversu mikilvægt það er fyrir nýsköpunarfyrirtæki að þora að skipta um skoðun og breyta frá upphaflegum áætlunum ef það skilar betri árangri. Sporthýsin Mink Campers eru íslensk nýsköpun og til sölu í sextán löndum í Evrópu. Sporthýsin seljast hvað mest í Noregi, Þýskalandi og Hollandi en á Íslandi eru þau seld hjá Víkurverk. Rekstur Mink Campers er á Íslandi en félagið á dótturfyrirtæki í Lettlandi þar sem hýsin eru framleidd. Hugmyndin að baki Mink Campers er að kalla fram útilegustemningu en þó með áherslu á gæði gistingarinnar. Að vera í vörn eða sókn Annað sem Ellen mælir með að nýsköpunarfyrirtæki hugi sérstaklega að er að tryggja sér einkaleyfi og eins að passa upp á að í ráðningasamningum sé tryggt að það sem starfsmenn þróa og búa til þegar þeir eru í vinnunni, sé eign fyrirtækisins. „Það var lögfræðingur sem sagði einu sinni við okkur að einkaleyfi sé í rauninni eins og brunatrygging. Þú veist ekki hvort það mun kvikna í fyrr en það kviknar í og einkaleyfi getur alveg skorið úr um það síðar. Til dæmis þegar aðrir fara að herma eftir hugmyndinni þinni. Ég veit um tilfelli þar sem frumkvöðlar þurftu að loka fyrirtækinu sínu því aðrir voru komnir á markaðinn og þeir höfðu ekki tryggt sér einkaleyfi fyrir hugmyndinni sinni,“ segir Ellen og bætir við: „Einkaleyfi er reyndar frekar dýrt og nokkuð umstang í kringum það þótt margt sé orðið betra núna en áður var. En ef markmið Íslands er að skapa sér sérstöðu fyrir íslenskt hugvit, þarf allt í kringum einkaleyfið að vera greiðvirkt, þannig að fyrirtæki geti sótt um einkaleyfi kjósi það þess.“ Ellen segir eitt af því jákvæða við nýsköpunarumhverfið sé reyndar það að það sé frekar lítið samfélag og mikið um að fólk sé til í að miðla af sinni reynslu og hjálpa öðrum. Gott sé að hafa það í huga þegar verið er að skoða að sækja um einkaleyfi. Þá segir hún Hugverkatofuna standa fyrir ýmsum námskeiðum og fróðleik sem er mjög gott fyrir frumkvöðla og fólk í nýsköpunarrekstri að sækja sér. „Það getur verið dýrt fyrir nýsköpunarfyrirtæki að vera alltaf í vörn. En oft finnst frumkvöðlum eins og þeir nái aldrei að vera með yfirhöndina þótt hugvitið og hugmyndin komi frá þeim. Aðrir eru síðan með peningana, það þarf að huga að einkaleyfi því þegar hugmyndin er góð vilja aðrir fara að gera það sama og svo framvegis. Að sækja sér fræðslu og aðstoð frekar en að sleppa hlutunum er því af hinu góða.“ Ellen segir veðrið gera það að verkum að sölutíminn í Evrópu er farinn að róast, þar er fólk einfaldlega farið að ferðast nú þegar á meðan Íslendingar eru nánast enn að bíða eftir sumrinu. Ellen segir alla gera mistök og þá felist styrkleikinn alltaf í að þora að tækla málin með lausnum.Vísir/Vilhelm Miklar tilfinningar sem fylgja Sjálf byrjaði Ellen að starfa hjá Mink Campers fyrir rúmum þremur árum síðan. Fyrst sem fjármálastjóri en frá því í fyrra sem framkvæmdastjóri. „Ég er persónulega alltaf hrifin af því að vera með allt skriflegt. Því oft gerist það til dæmis í nýsköpunarfyrirtækjum að það er verið að leita til vina og vandamanna. Og kannski ekki endilega verið að gera hlutina skriflega, engum dettur í hug að neitt geti komið upp á síðar,“ segir Ellen og bætir við: „En maður veit aldrei. Það getur alltaf súrnað í samskiptum eða slest upp á vinskapinn. Og þá er miklu betra að vera með allt skriflegt og geta vísað í það.“ Í dag eru fimm manns sem starfa hjá Mink Campers á Íslandi en þrettán manns hjá dótturfyrirtækinu í Lettlandi þar sem framleiðslan fer fram. „Annað sem er gott að hafa í huga varðandi nýsköpunarfyrirtæki er að oft fylgja mjög miklar tilfinningar ýmsum málum. Þetta eru fyrirtæki þar sem frumkvöðlarnir eru kannski búnir að gefa allt í þetta, hafa unnið dag og nótt til að láta drauminn verða að veruleika, oftast þannig að þeir hafa ekki getað greitt sér laun um langa hríð og svo framvegis. Þegar fyrirtækin fara síðan að vaxa og dafna fylgir rekstrinum að stundum þarf að taka erfiðar ákvarðanir,“ segir Ellen og bætir við: Þá er skiljanlegt að tilfinningarnar geta verið miklar. Sérstaklega hjá þeim sem hafa lagt líf sitt og sál í að hlutirnir gangi upp. Oft þannig að vinnan og reksturinn er líka búinn að hafa mikil áhrif heima fyrir, á fjölskyldu, vini og vandamenn. Kúnstin í þessum tilvikum er að ná að setja tilfinningarnar til hliðar en horfa á málin með reksturinn og framtíðarsýnina í huga. Hvert markmiðið er og hvers vegna lagt var af stað í vegferðina í upphafi.“ Aðspurð um helstu tíðindi í dag segir Ellen söluna aðeins vera að róast í Evrópu. Því þar sé veðrið betra en á Íslandi. „Sölutíminn er fyrr á ferðinni í Evrópu. Söluhæstu löndin okkar eru Noregur, Þýskaland og Holland. Þar er betra veður og fólk farið að ferðast. Íslendingar eru seinna á ferðinni og eiga það frekar til að taka skyndiákvarðanir,“ svarar Ellen og brosir. Hún segir margt á döfinni hjá fyrirtækinu. Stefnt sé á fleiri nýja markaði bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Nýverið réði fyrirtækið markaðsstjóra í fullt starf, því á næstu misserum sé ætlunin að ráðast í heilmikið markaðsstarf. Þá sé á döfinni að kynna nýja vöru næsta haust. „En við erum ekki farin að opinbera hvað það er sem við munum kynna. Þannig að það er best að ég segi sem minnst um það …..“
Nýsköpun Góðu ráðin Vinnustaðurinn Tíska og hönnun Samgöngur Tengdar fréttir „Það er ekki lengur asnalegt að vera frumkvöðull“ „Það er mjög áhugavert að velta fyrir sér hversu mikið hefur breyst á þeim fimmtán árum síðan ég byrjaði í þessu nýsköpunarumhverfi. Það er ekki lengur asnalegt að vera frumkvöðull eins og þótti þá. Það þykir ekki lengur furðulegt að feta þessa leið, frekar en að velja að starfa hjá rótgrónu fyrirtæki,“ segir Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdastjóri 50skills. 26. maí 2023 07:01 Forgangsröðunin verið sú að ríkið þjónustar almenning nú margfalt betur „Lykilþættirnir hingað til hafa verið að þjónusta almenning margfalt betur en áður og einfalda líf fólks,“ segir Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem síðustu rúm þrjú árin hefur leitt þá vegferð ríkisins að gera sem flesta þjónustu rafræna. 24. maí 2023 07:00 Smiður í mannauðsmálin: „Okkur vantar okkar Óla Stef í hjúkrunarfræðina“ „Ég segi fyrir mitt leyti að það hafði ekki tekist í grunnskóla að vekja áhuga minn á einhverju til að stefna á í framhaldsskóla. Ég fór í Verkmenntaskólann á Akureyri eftir grunnskóla en það var eiginlega bara af skyldurækni. Ég vissi ekkert hvað ég var að gera þar,“ segir Daníel Gunnarsson, mannauðssérfræðingur hjá Alvotech. 19. maí 2023 07:00 Breytt viðhorf: Unga fólkið að velja nám á allt annan hátt en áður „Við lifum á mjög merkilegum tímum. Gervigreindin mun til dæmis hafa mikil áhrif á nám og það hvernig fólk mun læra, en við erum ekki enn farin að sjá hvernig,“ segir Hildur Elín Vignir framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs. Sem meðal annars heldur utan um sveinspróf í iðngreinum. 17. maí 2023 07:01 Fjölskylduvænni vinnustaður: Hvetur fleiri verslanir til að loka klukkan fimm „Kauphegðun fólks hefur breyst svo mikið síðustu árin en opnunartími sérverslana hefur ekki þróast í samræmi,“ segir Úlfar Finsen, eigandi Módern húsgagnaverslunarinnar. „Í dag er mesta traffíkin til okkar á milli klukkan eitt og þrjú á daginn en færri sem koma á milli klukkan fimm og sex.“ 10. maí 2023 07:01 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„Það er ekki lengur asnalegt að vera frumkvöðull“ „Það er mjög áhugavert að velta fyrir sér hversu mikið hefur breyst á þeim fimmtán árum síðan ég byrjaði í þessu nýsköpunarumhverfi. Það er ekki lengur asnalegt að vera frumkvöðull eins og þótti þá. Það þykir ekki lengur furðulegt að feta þessa leið, frekar en að velja að starfa hjá rótgrónu fyrirtæki,“ segir Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdastjóri 50skills. 26. maí 2023 07:01
Forgangsröðunin verið sú að ríkið þjónustar almenning nú margfalt betur „Lykilþættirnir hingað til hafa verið að þjónusta almenning margfalt betur en áður og einfalda líf fólks,“ segir Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem síðustu rúm þrjú árin hefur leitt þá vegferð ríkisins að gera sem flesta þjónustu rafræna. 24. maí 2023 07:00
Smiður í mannauðsmálin: „Okkur vantar okkar Óla Stef í hjúkrunarfræðina“ „Ég segi fyrir mitt leyti að það hafði ekki tekist í grunnskóla að vekja áhuga minn á einhverju til að stefna á í framhaldsskóla. Ég fór í Verkmenntaskólann á Akureyri eftir grunnskóla en það var eiginlega bara af skyldurækni. Ég vissi ekkert hvað ég var að gera þar,“ segir Daníel Gunnarsson, mannauðssérfræðingur hjá Alvotech. 19. maí 2023 07:00
Breytt viðhorf: Unga fólkið að velja nám á allt annan hátt en áður „Við lifum á mjög merkilegum tímum. Gervigreindin mun til dæmis hafa mikil áhrif á nám og það hvernig fólk mun læra, en við erum ekki enn farin að sjá hvernig,“ segir Hildur Elín Vignir framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs. Sem meðal annars heldur utan um sveinspróf í iðngreinum. 17. maí 2023 07:01
Fjölskylduvænni vinnustaður: Hvetur fleiri verslanir til að loka klukkan fimm „Kauphegðun fólks hefur breyst svo mikið síðustu árin en opnunartími sérverslana hefur ekki þróast í samræmi,“ segir Úlfar Finsen, eigandi Módern húsgagnaverslunarinnar. „Í dag er mesta traffíkin til okkar á milli klukkan eitt og þrjú á daginn en færri sem koma á milli klukkan fimm og sex.“ 10. maí 2023 07:01