Dreifingardeila heim í hérað vegna skorts á sérfræðingi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2023 11:20 Skrifstofur Símans eru í Ármúla í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur ómerkt dóma í héraði og Landsrétti yfir Símanum fyrir brot gegn ákvæðum fjölmiðlalaga með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Hæstiréttur telur að meðferð málsins hafi farið úr skorðum í héraði með því að kalla ekki til sérfróðan matsmann um fjölmiðlaumhverfi. Forsaga málsins er sú að Síminn stöðvaði dreifingu á ólínulegu efni Sjónvarps Símans yfir kerfi Vodafone 1. október árið 2015. Í ákvörðun Fjarskiptastofnunar, sem þá hét Póst- og fjarskiptastofnun, var rakið að þeir sem vildu kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans, svonefndu Sjónvarpi Símans Premium, hefðu því síðan þurft að vera með myndlykil frá Símanum. Áskrift að efninu hafi því eingöngu verið í boði í gegnum dreifikerfi Símans og nær eingöngu á neti Mílu. Aðeins hægt að kaupa í gegnum fjarskiptanet Í málinu var því deilt um hvort að Síminn hafi brotið gegn ákvæði fjölmiðlalaga sem fjallar um að fjölmiðlaveitu sé óheimilt að beina viðskiptum viðskiptamanna að tengdu fjarskiptafyrirtæki. Síminn samdi ekki við Sýn annars vegar og Ljósleiðarann hins vegar um flutning og dreifingu á ólínulegu myndefni Símans; tímaflakk, frelsi og leigu á myndefni. Í dómi Landsréttar sagði að Síminn hefði framið brot gegn þessu ákvæði fjölmiðlalaga með því að hafa beint viðskiptum þeirra sem vildu kaupa aðgang að Sjónvarpi Símans Premium að dótturfélaginu Mílu enda hefði ekki verið unnt að kaupa efni úr efnisveitunni nema í gegnum þetta fjarskiptanet. Féllst Landsréttur því á niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar og taldi engin efni til að hrófla við mati stofnunarinnar á fjárhæð sektarinnar upp á níu milljónir. Þessu vildi Síminn ekki una og fékk áfrýjunarleyfi í málinu til Hæstaréttar. Rétturinn tekur aðeins fyrir mál sem talin eru geta verið fordæmisgefandi eða hafa mikla þýðingu að fá leyst úr lagalegum álitamálum. Kröfum um rökstuðning ekki fullnægt Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómur Landsréttar hefði ekki fullnægt þeim kröfum sem gera yrði til rökstuðnings í dómi fyrir niðurstöðu um sönnunar- og lagaatriði samkvæmt lögum um einkamál. Þá taldi rétturinn að meðferð málsins hefði farið úr skorðum fyrir héraðsdómi með því að í niðurstöðu dómsins hefði verið farið út fyrir þann grundvöll sem aðilar höfðu markað málinu og hún reist á málsástæðu sem aðilar hefðu ekki byggt á. Ætla mætti að það hefði meðal annars verið vegna skorts á sérfræðilegri þekkingu á umhverfi fjarskipta í skilningi laga um fjölmiðla og samspili þeirra við reglur um fjölmiðlaveitur. Héraðsdómara hefði því borið að kveða til sérfróðan mann til dómstarfa. Ekki hefði verið hægt að bæta úr þeim galla á meðferð málsins í héraði fyrir Landsrétti. Dómur Landsréttar sem og dómur héraðsdóms voru því ómerktir og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar. Vísir er í eigu Sýnar sem er aðili að deilunni. Dómsmál Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sekt Símans staðfest vegna dreifingar á Sjónvarpi Símans Premium Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi brotið gegn ákvæðum fjölmiðlalaga með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Fjarskiptastofnun hafði gert Símanum að greiða 9 milljóna króna sekt vegna málsins sem Landsréttur staðfesti. 24. júní 2022 16:55 Síminn sektaður um níu milljónir fyrir ítrekað brot gegn fjölmiðlalögum Póst- og fjarskiptastofnun hefur lagt níu milljóna króna stjórnvaldssekt á Símann fyrir brot á fjölmiðlalögum. Stofnunin telur brot Símans hafa verið meðvituð og markviss, auk þess sem þau hafi haft umtalsverð skaðleg áhrif á fjarskiptamarkaðinn. 29. nóvember 2019 07:00 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Síminn stöðvaði dreifingu á ólínulegu efni Sjónvarps Símans yfir kerfi Vodafone 1. október árið 2015. Í ákvörðun Fjarskiptastofnunar, sem þá hét Póst- og fjarskiptastofnun, var rakið að þeir sem vildu kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans, svonefndu Sjónvarpi Símans Premium, hefðu því síðan þurft að vera með myndlykil frá Símanum. Áskrift að efninu hafi því eingöngu verið í boði í gegnum dreifikerfi Símans og nær eingöngu á neti Mílu. Aðeins hægt að kaupa í gegnum fjarskiptanet Í málinu var því deilt um hvort að Síminn hafi brotið gegn ákvæði fjölmiðlalaga sem fjallar um að fjölmiðlaveitu sé óheimilt að beina viðskiptum viðskiptamanna að tengdu fjarskiptafyrirtæki. Síminn samdi ekki við Sýn annars vegar og Ljósleiðarann hins vegar um flutning og dreifingu á ólínulegu myndefni Símans; tímaflakk, frelsi og leigu á myndefni. Í dómi Landsréttar sagði að Síminn hefði framið brot gegn þessu ákvæði fjölmiðlalaga með því að hafa beint viðskiptum þeirra sem vildu kaupa aðgang að Sjónvarpi Símans Premium að dótturfélaginu Mílu enda hefði ekki verið unnt að kaupa efni úr efnisveitunni nema í gegnum þetta fjarskiptanet. Féllst Landsréttur því á niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar og taldi engin efni til að hrófla við mati stofnunarinnar á fjárhæð sektarinnar upp á níu milljónir. Þessu vildi Síminn ekki una og fékk áfrýjunarleyfi í málinu til Hæstaréttar. Rétturinn tekur aðeins fyrir mál sem talin eru geta verið fordæmisgefandi eða hafa mikla þýðingu að fá leyst úr lagalegum álitamálum. Kröfum um rökstuðning ekki fullnægt Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómur Landsréttar hefði ekki fullnægt þeim kröfum sem gera yrði til rökstuðnings í dómi fyrir niðurstöðu um sönnunar- og lagaatriði samkvæmt lögum um einkamál. Þá taldi rétturinn að meðferð málsins hefði farið úr skorðum fyrir héraðsdómi með því að í niðurstöðu dómsins hefði verið farið út fyrir þann grundvöll sem aðilar höfðu markað málinu og hún reist á málsástæðu sem aðilar hefðu ekki byggt á. Ætla mætti að það hefði meðal annars verið vegna skorts á sérfræðilegri þekkingu á umhverfi fjarskipta í skilningi laga um fjölmiðla og samspili þeirra við reglur um fjölmiðlaveitur. Héraðsdómara hefði því borið að kveða til sérfróðan mann til dómstarfa. Ekki hefði verið hægt að bæta úr þeim galla á meðferð málsins í héraði fyrir Landsrétti. Dómur Landsréttar sem og dómur héraðsdóms voru því ómerktir og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar. Vísir er í eigu Sýnar sem er aðili að deilunni.
Dómsmál Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sekt Símans staðfest vegna dreifingar á Sjónvarpi Símans Premium Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi brotið gegn ákvæðum fjölmiðlalaga með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Fjarskiptastofnun hafði gert Símanum að greiða 9 milljóna króna sekt vegna málsins sem Landsréttur staðfesti. 24. júní 2022 16:55 Síminn sektaður um níu milljónir fyrir ítrekað brot gegn fjölmiðlalögum Póst- og fjarskiptastofnun hefur lagt níu milljóna króna stjórnvaldssekt á Símann fyrir brot á fjölmiðlalögum. Stofnunin telur brot Símans hafa verið meðvituð og markviss, auk þess sem þau hafi haft umtalsverð skaðleg áhrif á fjarskiptamarkaðinn. 29. nóvember 2019 07:00 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Sekt Símans staðfest vegna dreifingar á Sjónvarpi Símans Premium Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi brotið gegn ákvæðum fjölmiðlalaga með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Fjarskiptastofnun hafði gert Símanum að greiða 9 milljóna króna sekt vegna málsins sem Landsréttur staðfesti. 24. júní 2022 16:55
Síminn sektaður um níu milljónir fyrir ítrekað brot gegn fjölmiðlalögum Póst- og fjarskiptastofnun hefur lagt níu milljóna króna stjórnvaldssekt á Símann fyrir brot á fjölmiðlalögum. Stofnunin telur brot Símans hafa verið meðvituð og markviss, auk þess sem þau hafi haft umtalsverð skaðleg áhrif á fjarskiptamarkaðinn. 29. nóvember 2019 07:00