„Maður er bara í vinnu hérna og reynir að vinna hana nógu andskoti vel“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. júní 2023 16:00 Janus Daði Smárason lék lykilhlutverk er Kolstad vann allt sem hægt var að vinna í norska handboltanum í vetur. Kolstad Hið nýríka Íslendingalið Kolstad varð í vikunni norskur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason spilaði stór hlutverk fyrir liðið á tímabilinu og segist ekki velta sér of mikið upp úr sögu annarra nýríkra liða úr handboltaheiminum. „Þetta eru bara búnir að vera góðir dagar eftir að titillinn var í höfn. Það er gott að vera kominn í frí og geta fagnað því að þetta hafi gengið svona vel,“ sagði Janus í samtali við Vísi fyrr í dag. Vonbrigði ef liðið fær ekki sæti í Meistaradeildinni Með þá Janus og Sigvalda Björn Guðjónsson innanborðs tryggði Kolstad sér sinn fyrsta Noregsmeistaratitil í sögunni síðastliðinn miðvikudag. Liðið hafði raunar aldrei unnið neitt fyrir þetta tímabil, en Kolstad vann þrefalt í ár. Íslendingaliðið varð deildarmeistari, bikarmeistari og Noregsmeistari, en síðastnefndi titillinn þýðir að Kolstad getur nú sótt um nokkurs konar „wild card“ sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili og yrði liðið þá fært þangað úr Evrópudeildinni. Kolstad er því ekki öruggt með sæti í Meistaradeildinni, en Janus gerir þó fastlega ráð fyrir því að liðið fái að spila í sterkustu Evrópukeppninni á komandi tímabili. „Í rauninni eru alveg líkur á því að við fáum ekki sæti,“ sagði Janus. „Þetta er handbolti þannig að þú veist aldrei hverju þeir finna upp á.“ „En Noregur hefur fengið eitt sæti í gegnum „wild card“ nokkur ár í röð núna og að sama skapi er umtalið um liðið í handboltaheiminum mikið. Að við séum að koma með nýtt lið held ég að vinni alltaf með okkur í að fá þetta sæti.“ Janus, Sigvaldi og liðsfélagar þeirra fagna norska meistaratitlinum.Kolstad Fann fyrir því að verið væri að gera hlutina í fyrsta skipti Eins og áður segir er Kolstad það sem kalla mætti nýríkt félag. Aðalstyrktaraðili liðsins er verslunarkeðjan Rema1000, sem er einnig aðalstyrktaraðili norsku deildarinnar og segir Janus það örlítið sérstaka tilfinningu að labba inn í félag sem er í raun á byrjunarreit í uppbyggingunni. „Þetta var aðeins spes þegar við komum inn í þetta umhverfi. Kolstad hefur í rauninni aldrei unnið neitt og þau inni á skrifstofu höfðu aldrei verið með svona mikið fjármagn og áhuginn á liðinu hafði aldrei verið jafn mikill. Maður fann það alveg að það var verið að gera allt í fyrsta skipti.“ „En það hefur mikið breyst á þessu fyrsta ári. Klúbburinn hefur tekið miklum framförum. En þegar við komum þá var aðstaðan mjög góð og umgjörðin mjög fín þannig að það var mjög gott undirlag til að byggja ofan á.“ Þá segir Janus að þrátt fyrir að áhuginn á liðinu hafi kannski ekki verið gríðarlegur fyrir nokkrum árum séu norskir stuðningsmenn þannig gerðir að auðvelt sé að hrífa þá með. „Ég held að Norðmaðurinn sé rosa góður í þessu. Um leið og það er haft fyrir því að gera flotta umgjörð í kringum leikina og haft smá „show“ með þá mætir fólk. Svo er áhuginn alveg örugglega búinn að vera að aukast svona af því að norsku landsliðsmennirnir eru náttúrulega að koma í sumar,“ sagði Janus og á þá við þá Magnus Rød og Gøran Johannessen frá Flensburg ásamt norsku stórstjörnunni Sander Sagosen frá Kiel. „En þú ert ekki með sama rótgróna kúltúrinn eins og í Þýskalandi og Danmörku þar sem fólk bara mætir á leiki, heldur þarftu svolítið að selja fólkinu að koma.“ Í stórleikjum tímabilsins leikur Kolstad í Kolstad Spektrum höllinni sem tekur um níu þúsund manns í sæti.Christina Pahnke - sampics/Getty Images Veltir sér ekki of mikið upp úr sögum annarra nýríkra félaga Eins og áður hefur komið fram er Kolstad það sem kalla mætti nýríkt félag og eins og margir handboltaáhugamenn vita eiga lið það til að standa á völtum fótum þegar allt í einu verða miklir peningar í spilinu. Frægasta dæmi þess er líklega saga AG København sem þeir Snorri Steinn Guðjónsson, Ólafur Stefánsson, Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson léku með. Janus segist lítið hafa pælt í því að eins gæti farið fyrir Kolstad, en hafi þó einhvern tímann leitt hugann að því. „Auðvitað hefur maður velt þessu eitthvað fyrir sér bara í einhverju spjalli við strákana. En maður pælir ekkert of mikið í einhverju svona. Maður er bara í vinnu hérna og reynir að vinna hana nógu andskoti vel á meðan það er og svo kemur það bara í ljós hvort þessu sé ætlað að vera langlíft eða ekki.“ Hann segist þó frekar vera að hugsa um framtíðina og komandi tímabil, vonandi í Meistaradeildinni. „Við myndum þá fá beint sæti í riðlakeppninni ef við fáum þetta „wild card“ sæti. En ef það klikkar þá förum við væntanlega beint í riðlakeppnina í Evrópudeildinni.“ „En það verður alvöru tímabil eftir sumarfríið. Aftur erum við að fá fjóra, fimm eða sex nýja leikmenn inn þannig að það verður enn meiri pressa á okkur á næsta ári og enn meiri krafa. Hvort að þetta gangi jafn ógeðslega vel og smurt fyrir sig þá eins og hefur gert í ár verður að koma í ljós. Einhvern tímann koma bakslög þannig að það verður mjög krefjandi.“ „Akkúrat núna er ég ekkert mega spenntur að byrja aftur, en eftir eina til tvær vikur held ég að maður verði strax orðinn spenntur að koma sér af stað fyrir næsta tímabil,“ sagði Janus að lokum. Norski handboltinn Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
„Þetta eru bara búnir að vera góðir dagar eftir að titillinn var í höfn. Það er gott að vera kominn í frí og geta fagnað því að þetta hafi gengið svona vel,“ sagði Janus í samtali við Vísi fyrr í dag. Vonbrigði ef liðið fær ekki sæti í Meistaradeildinni Með þá Janus og Sigvalda Björn Guðjónsson innanborðs tryggði Kolstad sér sinn fyrsta Noregsmeistaratitil í sögunni síðastliðinn miðvikudag. Liðið hafði raunar aldrei unnið neitt fyrir þetta tímabil, en Kolstad vann þrefalt í ár. Íslendingaliðið varð deildarmeistari, bikarmeistari og Noregsmeistari, en síðastnefndi titillinn þýðir að Kolstad getur nú sótt um nokkurs konar „wild card“ sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili og yrði liðið þá fært þangað úr Evrópudeildinni. Kolstad er því ekki öruggt með sæti í Meistaradeildinni, en Janus gerir þó fastlega ráð fyrir því að liðið fái að spila í sterkustu Evrópukeppninni á komandi tímabili. „Í rauninni eru alveg líkur á því að við fáum ekki sæti,“ sagði Janus. „Þetta er handbolti þannig að þú veist aldrei hverju þeir finna upp á.“ „En Noregur hefur fengið eitt sæti í gegnum „wild card“ nokkur ár í röð núna og að sama skapi er umtalið um liðið í handboltaheiminum mikið. Að við séum að koma með nýtt lið held ég að vinni alltaf með okkur í að fá þetta sæti.“ Janus, Sigvaldi og liðsfélagar þeirra fagna norska meistaratitlinum.Kolstad Fann fyrir því að verið væri að gera hlutina í fyrsta skipti Eins og áður segir er Kolstad það sem kalla mætti nýríkt félag. Aðalstyrktaraðili liðsins er verslunarkeðjan Rema1000, sem er einnig aðalstyrktaraðili norsku deildarinnar og segir Janus það örlítið sérstaka tilfinningu að labba inn í félag sem er í raun á byrjunarreit í uppbyggingunni. „Þetta var aðeins spes þegar við komum inn í þetta umhverfi. Kolstad hefur í rauninni aldrei unnið neitt og þau inni á skrifstofu höfðu aldrei verið með svona mikið fjármagn og áhuginn á liðinu hafði aldrei verið jafn mikill. Maður fann það alveg að það var verið að gera allt í fyrsta skipti.“ „En það hefur mikið breyst á þessu fyrsta ári. Klúbburinn hefur tekið miklum framförum. En þegar við komum þá var aðstaðan mjög góð og umgjörðin mjög fín þannig að það var mjög gott undirlag til að byggja ofan á.“ Þá segir Janus að þrátt fyrir að áhuginn á liðinu hafi kannski ekki verið gríðarlegur fyrir nokkrum árum séu norskir stuðningsmenn þannig gerðir að auðvelt sé að hrífa þá með. „Ég held að Norðmaðurinn sé rosa góður í þessu. Um leið og það er haft fyrir því að gera flotta umgjörð í kringum leikina og haft smá „show“ með þá mætir fólk. Svo er áhuginn alveg örugglega búinn að vera að aukast svona af því að norsku landsliðsmennirnir eru náttúrulega að koma í sumar,“ sagði Janus og á þá við þá Magnus Rød og Gøran Johannessen frá Flensburg ásamt norsku stórstjörnunni Sander Sagosen frá Kiel. „En þú ert ekki með sama rótgróna kúltúrinn eins og í Þýskalandi og Danmörku þar sem fólk bara mætir á leiki, heldur þarftu svolítið að selja fólkinu að koma.“ Í stórleikjum tímabilsins leikur Kolstad í Kolstad Spektrum höllinni sem tekur um níu þúsund manns í sæti.Christina Pahnke - sampics/Getty Images Veltir sér ekki of mikið upp úr sögum annarra nýríkra félaga Eins og áður hefur komið fram er Kolstad það sem kalla mætti nýríkt félag og eins og margir handboltaáhugamenn vita eiga lið það til að standa á völtum fótum þegar allt í einu verða miklir peningar í spilinu. Frægasta dæmi þess er líklega saga AG København sem þeir Snorri Steinn Guðjónsson, Ólafur Stefánsson, Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson léku með. Janus segist lítið hafa pælt í því að eins gæti farið fyrir Kolstad, en hafi þó einhvern tímann leitt hugann að því. „Auðvitað hefur maður velt þessu eitthvað fyrir sér bara í einhverju spjalli við strákana. En maður pælir ekkert of mikið í einhverju svona. Maður er bara í vinnu hérna og reynir að vinna hana nógu andskoti vel á meðan það er og svo kemur það bara í ljós hvort þessu sé ætlað að vera langlíft eða ekki.“ Hann segist þó frekar vera að hugsa um framtíðina og komandi tímabil, vonandi í Meistaradeildinni. „Við myndum þá fá beint sæti í riðlakeppninni ef við fáum þetta „wild card“ sæti. En ef það klikkar þá förum við væntanlega beint í riðlakeppnina í Evrópudeildinni.“ „En það verður alvöru tímabil eftir sumarfríið. Aftur erum við að fá fjóra, fimm eða sex nýja leikmenn inn þannig að það verður enn meiri pressa á okkur á næsta ári og enn meiri krafa. Hvort að þetta gangi jafn ógeðslega vel og smurt fyrir sig þá eins og hefur gert í ár verður að koma í ljós. Einhvern tímann koma bakslög þannig að það verður mjög krefjandi.“ „Akkúrat núna er ég ekkert mega spenntur að byrja aftur, en eftir eina til tvær vikur held ég að maður verði strax orðinn spenntur að koma sér af stað fyrir næsta tímabil,“ sagði Janus að lokum.
Norski handboltinn Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira