Ítalir komust í 2-0 strax á 20 mínútu með marki frá Davide Frattesi en Federico Dimarco hafði komið þeim á bragðið strax á 6. mínútu.
Hollendingar sóttu nánast án afláts frá upphafi seinni hálfleiks og uppskáru loks mark á 68. mínútu þegar Steven Bergwijn minnkaði muninn. Eftir það færðist meira jafnvægi á leikinn en Hollendingar skoruðu svo sárabótarmark á 89. mínútu þegar Georginio Wijnaldum kom boltanum í netið.
Ítalir áttu alls þrjú skot á rammann í leiknum og rötuðu þau öll í netið. Justin Bijlow, markvörður Hollendinga, átti því ekki einasta einustu vörslu í leiknum.
Úrslitaleikur Þjóðadeildarinnar fer fram núna á eftir klukkan 18:45, en þar mætast Spánn og Króatía.
Who'll take home the trophy? #NationsLeague pic.twitter.com/pljpqU53H1
— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 18, 2023