„Við erum ekki komin á markað til að stela einhverjum bílstjórum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. júní 2023 20:00 Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík. Vísir/Einar Hopp leigubílar hófu formlega innreið sína á markaðinn í vikunni en stóra prófraunin var um helgina enda mesta álagið í tengslum við skemmtanalífið um helgar. Framkvæmdastjórinn segir helgina hafa gengið vel þrátt fyrir að hafa alls ekki náð að anna eftirspurn. Um 66% þeirra sem reyndu að panta sér far um helgina fengu ekki ferðina sína. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, segir fyrstu helgina hafa verið annasama en lærdómsríka. „Bílstjórarnir ótrúlega fljótir að grípa hugbúnaðinn og notendurnir líka, sérstaklega notendurnir,“ sagði Sæunn. En fengu allir far sem vildu? „Nei, alls ekki. Við náðum aðeins að sinna sirka 34% þeirra sem óskuðu eftir ferð og bara í Hopp-appinu um helgina þannig að þetta er risastórt mál sem þarf að ræða því við erum að horfa á að 66% af notendum Hopp fengu ekki ferðina sína um helgina.“ Í heild bárust rúmlega þrettán hundruð beiðnir um far með Hopp. Sæunn segir létti að vera komin með tölur í hendurnar sem sýni svart á hvítu hver staðan er á markaðnum en að leiðinlegt sé að hafa ekki getað annað eftirspurn. „Þessi markaður er ekki í jafnvægi. Við þurfum fleiri bílstjóra, vegna þess að ef við hefðum haft fleiri bílstjóra þá hefðu fleiri getað fengið ferðina sína með Hopp-appinu,“ sagði Sæunn.Vísir sagði frá því í dag að Samgöngustofa hygðist ekki hlutast til um starfsreglur einstakra leyfishafa á leigubílamarkaði en stjórnendur Hreyfils hafa bannað leigubílstjórum sínum að skrá sig hjá Hopp. Sjá nánar: Munu ekki bregðast við reglum Hreyfils um akstur með Hopp „Við erum ekki komin á markað til að stela einhverjum bílstjórum og það sem er kannski mikilvægast að taka fram er að leigubílstjórar eru bara sjálfstætt starfandi. Þetta eru bara lítil fyrirtæki og við erum að koma inn með nýja tekjuleið, tekjustofn og nýjan markað því við vitum hvernig notendurnir okkar haga sér. Þeir vilja hraðan og góðan hugbúnað og Hopp-appið er í rauninni alltaf að „besta“ ferðina með nýtingu þannig að sá sem keyrir með Hopp-appinu fær svo mikla nýtni.“ Óhætt er að segja að ekki allir hafi fagnað aukinni samkeppni með tilkomu Hopps á markað. „Þetta er ekkert einhver barátta á milli félaga. Það er bara pláss fyrir okkur öll enda segja tölurnar okkur það núna - en ekki tilfinningar - hvernig markaðurinn er.“ Bílar Samgöngur Leigubílar Neytendur Tækni Tengdar fréttir Mun ekki bregðast við reglum Hreyfils um akstur með Hopp Samgöngustofa hlutast ekki til um starfsreglur einstakra leyfishafa á leigubílamarkaði á meðan þær rúmast innan laga og reglna. Stofnunin mun því ekki bregðast við ákvörðun Hreyfils um að meina bílstjórum sínum um að skrá sig hjá Hopp Leigubílum. 19. júní 2023 14:40 Spyr hvort Hreyfli sé heimilt að meina bílstjórum að skrá sig hjá Hopp Framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla segist ekki rangtúlka lög um leigubíla líkt og framkvæmdastjóri Hreyfils hefur haldið fram. Stöðvaskylda sem framkvæmdastjórinn vísi til hafi breyst og nú megi leigubílstjórar vera skráðir á fleiri en einni stöð og vera sjálfstætt starfandi. Hún spyr sig hvort Hreyfill megi í raun meina bílstjórum sínum að skrá sig hjá Hopp. 16. júní 2023 16:00 Bílstjórar Hreyfils megi ekki aka fyrir Hopp Framkvæmdastjóri Hreyfils segir að fyrirtækið samþykki ekki að leigubílstjórar sem hafi stöðvarpláss á Hreyfli keyri fyrir aðrar stöðvar líkt og Hopp á sama tíma. Hann segir framkvæmdastjóra Hopp rangtúlka lög um leigubíla. 15. júní 2023 14:42 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, segir fyrstu helgina hafa verið annasama en lærdómsríka. „Bílstjórarnir ótrúlega fljótir að grípa hugbúnaðinn og notendurnir líka, sérstaklega notendurnir,“ sagði Sæunn. En fengu allir far sem vildu? „Nei, alls ekki. Við náðum aðeins að sinna sirka 34% þeirra sem óskuðu eftir ferð og bara í Hopp-appinu um helgina þannig að þetta er risastórt mál sem þarf að ræða því við erum að horfa á að 66% af notendum Hopp fengu ekki ferðina sína um helgina.“ Í heild bárust rúmlega þrettán hundruð beiðnir um far með Hopp. Sæunn segir létti að vera komin með tölur í hendurnar sem sýni svart á hvítu hver staðan er á markaðnum en að leiðinlegt sé að hafa ekki getað annað eftirspurn. „Þessi markaður er ekki í jafnvægi. Við þurfum fleiri bílstjóra, vegna þess að ef við hefðum haft fleiri bílstjóra þá hefðu fleiri getað fengið ferðina sína með Hopp-appinu,“ sagði Sæunn.Vísir sagði frá því í dag að Samgöngustofa hygðist ekki hlutast til um starfsreglur einstakra leyfishafa á leigubílamarkaði en stjórnendur Hreyfils hafa bannað leigubílstjórum sínum að skrá sig hjá Hopp. Sjá nánar: Munu ekki bregðast við reglum Hreyfils um akstur með Hopp „Við erum ekki komin á markað til að stela einhverjum bílstjórum og það sem er kannski mikilvægast að taka fram er að leigubílstjórar eru bara sjálfstætt starfandi. Þetta eru bara lítil fyrirtæki og við erum að koma inn með nýja tekjuleið, tekjustofn og nýjan markað því við vitum hvernig notendurnir okkar haga sér. Þeir vilja hraðan og góðan hugbúnað og Hopp-appið er í rauninni alltaf að „besta“ ferðina með nýtingu þannig að sá sem keyrir með Hopp-appinu fær svo mikla nýtni.“ Óhætt er að segja að ekki allir hafi fagnað aukinni samkeppni með tilkomu Hopps á markað. „Þetta er ekkert einhver barátta á milli félaga. Það er bara pláss fyrir okkur öll enda segja tölurnar okkur það núna - en ekki tilfinningar - hvernig markaðurinn er.“
Bílar Samgöngur Leigubílar Neytendur Tækni Tengdar fréttir Mun ekki bregðast við reglum Hreyfils um akstur með Hopp Samgöngustofa hlutast ekki til um starfsreglur einstakra leyfishafa á leigubílamarkaði á meðan þær rúmast innan laga og reglna. Stofnunin mun því ekki bregðast við ákvörðun Hreyfils um að meina bílstjórum sínum um að skrá sig hjá Hopp Leigubílum. 19. júní 2023 14:40 Spyr hvort Hreyfli sé heimilt að meina bílstjórum að skrá sig hjá Hopp Framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla segist ekki rangtúlka lög um leigubíla líkt og framkvæmdastjóri Hreyfils hefur haldið fram. Stöðvaskylda sem framkvæmdastjórinn vísi til hafi breyst og nú megi leigubílstjórar vera skráðir á fleiri en einni stöð og vera sjálfstætt starfandi. Hún spyr sig hvort Hreyfill megi í raun meina bílstjórum sínum að skrá sig hjá Hopp. 16. júní 2023 16:00 Bílstjórar Hreyfils megi ekki aka fyrir Hopp Framkvæmdastjóri Hreyfils segir að fyrirtækið samþykki ekki að leigubílstjórar sem hafi stöðvarpláss á Hreyfli keyri fyrir aðrar stöðvar líkt og Hopp á sama tíma. Hann segir framkvæmdastjóra Hopp rangtúlka lög um leigubíla. 15. júní 2023 14:42 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Mun ekki bregðast við reglum Hreyfils um akstur með Hopp Samgöngustofa hlutast ekki til um starfsreglur einstakra leyfishafa á leigubílamarkaði á meðan þær rúmast innan laga og reglna. Stofnunin mun því ekki bregðast við ákvörðun Hreyfils um að meina bílstjórum sínum um að skrá sig hjá Hopp Leigubílum. 19. júní 2023 14:40
Spyr hvort Hreyfli sé heimilt að meina bílstjórum að skrá sig hjá Hopp Framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla segist ekki rangtúlka lög um leigubíla líkt og framkvæmdastjóri Hreyfils hefur haldið fram. Stöðvaskylda sem framkvæmdastjórinn vísi til hafi breyst og nú megi leigubílstjórar vera skráðir á fleiri en einni stöð og vera sjálfstætt starfandi. Hún spyr sig hvort Hreyfill megi í raun meina bílstjórum sínum að skrá sig hjá Hopp. 16. júní 2023 16:00
Bílstjórar Hreyfils megi ekki aka fyrir Hopp Framkvæmdastjóri Hreyfils segir að fyrirtækið samþykki ekki að leigubílstjórar sem hafi stöðvarpláss á Hreyfli keyri fyrir aðrar stöðvar líkt og Hopp á sama tíma. Hann segir framkvæmdastjóra Hopp rangtúlka lög um leigubíla. 15. júní 2023 14:42