Guðjón Pétur sakaður um að ráðast á mótherja: „Það er bara bull“ Hjörtur Leó Guðjónsson og Henry Birgir Gunnarsson skrifa 16. júlí 2023 20:51 Guðjón Pétur Lýðsson lék á sínum tíma með ÍBV en leikur í dag með Grindavík. Vísir/Hulda Margrét Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur í Lengjudeild karla í knattspyrnu, er sakaður um að ráðast á mótherja sinn eftir leik liðsins gegn Gróttu í kvöld. Guðjón þvertekur fyrir að þetta atvik hafi átt sér stað. „Rosalegt, þetta gerðist utan vallar. Eftir viðtal mitt við Helga Sigurðsson fæ ég að heyra að leikmaður Grindavíkur hafi beðið eftir leikmanni Gróttu við klefa liðanna eftir leik, tekið hann hálstaki og ýtt honum upp við vegg og eftir það byrjuðu slagsmál. Vægast sagt athyglisvert mál,“ segir í skýrslu leiksins sem birtist á Fótbolti.net að leik loknum. Skömmu síðar birtist svo önnur grein á sama miðli þar sem sagt er frá því að það hafi verið Guðjón Pétur Lýðsson sem hafi verið sakaður um að hafa tekið leikmann Gróttu hálstaki eftir leik. Knattspyrnudeild Gróttu hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún segist staðfesta að ráðist hafi verið á leikmann Gróttu við búningsklefa að leik loknum. Þá hafi aðili úr starfsliði Grindavíkur einnig ráðist að öðrum leikmanni Gróttu í kjölfarið. „Stjórn deildarinnar lítur málin alvarlegum augum og treystir því að tekið verði á þeim af þar til bærum aðilum,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Eins og áður segir þvertekur Guðjón Pétur þó fyrir að hafa ráðist á nokkurn mann. „Ég er búinn að svara Fótbolta.net og þetta var ekki neitt. Ekkert annað en hefur verið í kringum alla fótboltaleiki frá upphafi aldar,“ sagði Guðjón þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum fyrr í kvöld. „Einhver smá æsingur og svo bara búið,“ bætti Guðjón við. „Við vorum bara tveir þarna og svo kom eitthvað fólk og mér var nú bara ýtt inn í klefa og það urðu nú einhver slagsmál hjá öðrum en mér eftir það. Þannig að ég held að þessi saga sé að verða helvíti skemmtileg.“ „Þetta voru bara einhverjar ryskingar og áfram gakk. Þetta er í svona fimmhundruðþúsundasta skipti sem maður hefur orðið vitni af einhverju svona í lífinu,“ sagði Guðjón að lokum. Uppfærð frétt: Í upprunalegu fréttinni var skrifað um orðróm þess efnis að Guðjón Pétur hefði verið með rasisma í garð leikmanns Gróttu eftir leik. Því harðneitaði Guðjón. Enginn hefur stigið fram og staðfest orðróminn. Þar af leiðandi hefur fréttinni verið breytt. Lengjudeild karla UMF Grindavík Grótta Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
„Rosalegt, þetta gerðist utan vallar. Eftir viðtal mitt við Helga Sigurðsson fæ ég að heyra að leikmaður Grindavíkur hafi beðið eftir leikmanni Gróttu við klefa liðanna eftir leik, tekið hann hálstaki og ýtt honum upp við vegg og eftir það byrjuðu slagsmál. Vægast sagt athyglisvert mál,“ segir í skýrslu leiksins sem birtist á Fótbolti.net að leik loknum. Skömmu síðar birtist svo önnur grein á sama miðli þar sem sagt er frá því að það hafi verið Guðjón Pétur Lýðsson sem hafi verið sakaður um að hafa tekið leikmann Gróttu hálstaki eftir leik. Knattspyrnudeild Gróttu hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún segist staðfesta að ráðist hafi verið á leikmann Gróttu við búningsklefa að leik loknum. Þá hafi aðili úr starfsliði Grindavíkur einnig ráðist að öðrum leikmanni Gróttu í kjölfarið. „Stjórn deildarinnar lítur málin alvarlegum augum og treystir því að tekið verði á þeim af þar til bærum aðilum,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Eins og áður segir þvertekur Guðjón Pétur þó fyrir að hafa ráðist á nokkurn mann. „Ég er búinn að svara Fótbolta.net og þetta var ekki neitt. Ekkert annað en hefur verið í kringum alla fótboltaleiki frá upphafi aldar,“ sagði Guðjón þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum fyrr í kvöld. „Einhver smá æsingur og svo bara búið,“ bætti Guðjón við. „Við vorum bara tveir þarna og svo kom eitthvað fólk og mér var nú bara ýtt inn í klefa og það urðu nú einhver slagsmál hjá öðrum en mér eftir það. Þannig að ég held að þessi saga sé að verða helvíti skemmtileg.“ „Þetta voru bara einhverjar ryskingar og áfram gakk. Þetta er í svona fimmhundruðþúsundasta skipti sem maður hefur orðið vitni af einhverju svona í lífinu,“ sagði Guðjón að lokum. Uppfærð frétt: Í upprunalegu fréttinni var skrifað um orðróm þess efnis að Guðjón Pétur hefði verið með rasisma í garð leikmanns Gróttu eftir leik. Því harðneitaði Guðjón. Enginn hefur stigið fram og staðfest orðróminn. Þar af leiðandi hefur fréttinni verið breytt.
Lengjudeild karla UMF Grindavík Grótta Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira