Sterkasta lausafjárstaða í sögu Icelandair Máni Snær Þorláksson skrifar 20. júlí 2023 17:49 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair group. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Icelandair hagnaðist um 1,9 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2023. Um er að ræða bestu afkomu félagsins á þeim ársfjörðungi síðan 2016. Forstjóri Icelandair segist stoltur af rekstrarniðurstöðunni. Fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu að hreinar rekstrartekjur félagsins voru 2,9 milljarðar króna og jukust þær um 2,7 milljarða króna á milli ára. Þá var hagnaður eftir skatta 1,9 milljarðar króna samanborið við 520 milljóna hagnaði á öðrum ársfjórðungi síðasta árs. Góð arðsemi hafi verið af leiguflugstarfsemi en tekjur hennar jukust um 41 prósent milli ára. Fraktstarfsemi félagsins hafi hins vegar verið krefjandi og haft neikvæð áhrif á afkomu ársfjórðungsins. Þá leiddi seinkun á innkomu flugvéla fyrir háannatímabilið til 1,1 milljarðs króna einskiptiskostnaðar. Flugframboð í farþegaleiðakerfinu jókst um 17 prósent á milli ára. Farþegar voru 1,2 milljónir en það er 19 prósent meira en á sama fjórðungi á síðasta ári. Sætanýting var 83,96 prósent en fram kemur í tilkynningunni að mikil eftirspurn hafi verið frá Norður-Ameríku. Einnig segir að stjóðstreymi sé öflugt og að lausafjárstaða hafi aldrei verið sterkari í sögu félagsins, 71,3 milljarðar króna. Bókunarstaða næstu sex mánuði sé sterk og töluvert betri en á sama tíma í fyrra. Vefstreymi á kynningu á uppgjörinu verður föstudaginn 21. júlí næstkomandi kl. 8:30 og verður aðgengilegt á heimasíðu Icelandair Group. Horfurnar fyrir seinni hluta árs séu góðar Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vera stoltur af niðurstöðunni sem sé árangur þrotlausrar vinnu starfsfólks félagsins. Það sé ljóst að uppgjörið sýni ótvírætt mjög sterkan undirliggjandi rekstrarárangur sem gefi ástæðu til bjartsýni fyrir komandi misserum. „Það má með sanni segja að fyrstu sex mánuðir ársins hafi verið viðburðarríkir við undirbúning stærstu flugáætlunar í sögu félagsins í sumar þegar kemur að fjölda áfangastaða og tíðni. Við kynntum fimm nýja áfangastaði, bættum sex flugvélum við flotann, fluttum 1,8 milljónir farþega og tókum á móti hátt í 1.200 nýjum starfsmönnum.“ Þá segir Bogi að horfurnar fyrir seinni hluta ársins séu góðar. Eftirspurn eftir flugi til og frá Íslandi hafi verið mikil undanfarna mánuði. Flugframboð um Keflavíkurflugvöll hafi aukist hratt og í sumar sé það 20 prósent umfram framboðið á sama tíma árið 2019. „Gert er ráð fyrir enn meiri aukningu í vetur miðað við 2019. Búist er við að þessi þróun muni hafa áhrif á fargjöld og tekjuvöxt á einhverjum mörkuðum seinni hluta ársins. Við erum hins vegar í sterkri stöðu, nú sem fyrr, til að laga okkur að markaðsaðstæðum hverju sinni með öflugum innviðum, mjög sterkri lausafjárstöðu og framúrskarandi starfsfólki.“ Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu að hreinar rekstrartekjur félagsins voru 2,9 milljarðar króna og jukust þær um 2,7 milljarða króna á milli ára. Þá var hagnaður eftir skatta 1,9 milljarðar króna samanborið við 520 milljóna hagnaði á öðrum ársfjórðungi síðasta árs. Góð arðsemi hafi verið af leiguflugstarfsemi en tekjur hennar jukust um 41 prósent milli ára. Fraktstarfsemi félagsins hafi hins vegar verið krefjandi og haft neikvæð áhrif á afkomu ársfjórðungsins. Þá leiddi seinkun á innkomu flugvéla fyrir háannatímabilið til 1,1 milljarðs króna einskiptiskostnaðar. Flugframboð í farþegaleiðakerfinu jókst um 17 prósent á milli ára. Farþegar voru 1,2 milljónir en það er 19 prósent meira en á sama fjórðungi á síðasta ári. Sætanýting var 83,96 prósent en fram kemur í tilkynningunni að mikil eftirspurn hafi verið frá Norður-Ameríku. Einnig segir að stjóðstreymi sé öflugt og að lausafjárstaða hafi aldrei verið sterkari í sögu félagsins, 71,3 milljarðar króna. Bókunarstaða næstu sex mánuði sé sterk og töluvert betri en á sama tíma í fyrra. Vefstreymi á kynningu á uppgjörinu verður föstudaginn 21. júlí næstkomandi kl. 8:30 og verður aðgengilegt á heimasíðu Icelandair Group. Horfurnar fyrir seinni hluta árs séu góðar Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vera stoltur af niðurstöðunni sem sé árangur þrotlausrar vinnu starfsfólks félagsins. Það sé ljóst að uppgjörið sýni ótvírætt mjög sterkan undirliggjandi rekstrarárangur sem gefi ástæðu til bjartsýni fyrir komandi misserum. „Það má með sanni segja að fyrstu sex mánuðir ársins hafi verið viðburðarríkir við undirbúning stærstu flugáætlunar í sögu félagsins í sumar þegar kemur að fjölda áfangastaða og tíðni. Við kynntum fimm nýja áfangastaði, bættum sex flugvélum við flotann, fluttum 1,8 milljónir farþega og tókum á móti hátt í 1.200 nýjum starfsmönnum.“ Þá segir Bogi að horfurnar fyrir seinni hluta ársins séu góðar. Eftirspurn eftir flugi til og frá Íslandi hafi verið mikil undanfarna mánuði. Flugframboð um Keflavíkurflugvöll hafi aukist hratt og í sumar sé það 20 prósent umfram framboðið á sama tíma árið 2019. „Gert er ráð fyrir enn meiri aukningu í vetur miðað við 2019. Búist er við að þessi þróun muni hafa áhrif á fargjöld og tekjuvöxt á einhverjum mörkuðum seinni hluta ársins. Við erum hins vegar í sterkri stöðu, nú sem fyrr, til að laga okkur að markaðsaðstæðum hverju sinni með öflugum innviðum, mjög sterkri lausafjárstöðu og framúrskarandi starfsfólki.“
Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira