Annað kvöld fer fyrri leikur Breiðabliks og Danmerkurmeistara FCK fram á Kópavogsvelli. Uppselt er á leikinn sem hefst klukkan 19.15 en hann verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.
Liðið sem sigrar viðureignina fer áfram í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en tapliðið fer hins vegar í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar. Búið er að staðfesta hvaða hverjir mótherjar þeirra verða bæði fyrir liðið sem kemst áfram í Meistaradeildinni sem og liðið sem fer í Evrópudeildina.
Takist Breiðablik að vinna FCK þá mæta þeir Sparta Prag frá Tékklandi. Félagið var stofnað 1893 og spilar á epet ARENA sem tekur 19.416 í sæti. Félagið hefur 37 sinnum orðið landsmeistari.
Dregið var í 3. umferð í forkeppni @ChampionsLeague, sigurliðið úr leik Breiðabliks og F.C. København mætir Spörtu frá Prag.
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) July 24, 2023
Tapliðið fer í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Mögulegir mótherjar eru HSK Zrinjski frá Bosníu eða Slovan Bratislava frá Slóvakíu. pic.twitter.com/QU7LUT5MBJ
Tapi Breiðablik fyrir FCK þá mæta Íslandsmeistararnir annað hvort HŠK Zrinjski Mostar frá Bosníu-Hersegóvínu eða Slovan Bratislava frá Slóvakíu.
HŠK Zrinjski Mostar var stofnað árið 1905 en endurvakið árið 1992. Félagið spilar á Bijelim Brijegom-vellinum sem tekur 9000 manns í sæti. Liðið hefur átta sinnum orðið landsmeistari.
Slovan Bratislava svar stofnað 1919. Félagið spilar á Tehelné pole-vellinum sem tekur 22.500 manns í sæti. Liðið hefur 21 sinni orðið landsmeistari.
Fréttin hefur verið uppfærð.