Hetja á HM nokkrum árum eftir að hún vissi ekki hvort hún gæti gengið aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2023 16:00 Hayley Raso fagnar hér marki í stórsigrinum á Kanada á HM í dag. Getty/Alex Grimm Ástralar þurftu á hjálp að halda til að koma liði sínu áfram í sextán liða úrslitin á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta sem fram fer á þeirra heimavelli. Pressan hefur verið mikil á liðinu en líklega aldrei meira en fyrir leikinn í morgun. Stórstjarnan Sam Kerr glímir við meiðsli sem hafa haldið henni frá öllum þremur leikjunum og eftir tap á móti Nígeríu þurfti ástralska liðið að vinna lokaleik sinn í riðlakeppninni. Þá steig fram á pallinn hin 28 ára Hayley Raso sem var að skipta úr Manchester City yfir í Real Madrid á dögunum. Raso skoraði tvö mörk í þessum flotta 4-0 sigri á Kanada í dag og sá öðrum fremur til þess að stressið fór úr liðinu þegar hún kom ástralska liðiu yfir í 1-0 snemma leiks. Raso sjálf á sér magnaða endurkomusögu. Hún meiddist mjög illa á baki í leik með bandaríska félaginu Portland Thorns í ágúst fyrir fimm árum síðan. Raso fékk þá hné mótherja í bakið og þrír hryggjarliðir brotnuðu hjá henni. Hún vissi ekki hvort hún gæti hreinlega gengið á ný hvað þá spilað fótbolta. Hayley fór í gegnum mjög erfiða endurhæfingu staðráðin að komast aftur inn á fótboltavöllinn sem tókst hjá henni. Raso spilaði fyrst aftur fótbolta í heimlandi sínu en gekk svo til liðs við Everton. Þar spilaði hún í eitt ár en hefur undanfarin tvö ár leikið með Manchester City. Real Madrid samdi við hana í byrjun júlí og hún verður fyrsta ástralski leikmaður spænska stórliðsins. Mörkin sem hún skoraði á móti Kanada voru hennar þrettánda og fjórtánda fyrir landsliðið en tíu af þeim hafa komið á síðustu tveimur árum. View this post on Instagram A post shared by Men in Blazers (@meninblazers) HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Sjá meira
Stórstjarnan Sam Kerr glímir við meiðsli sem hafa haldið henni frá öllum þremur leikjunum og eftir tap á móti Nígeríu þurfti ástralska liðið að vinna lokaleik sinn í riðlakeppninni. Þá steig fram á pallinn hin 28 ára Hayley Raso sem var að skipta úr Manchester City yfir í Real Madrid á dögunum. Raso skoraði tvö mörk í þessum flotta 4-0 sigri á Kanada í dag og sá öðrum fremur til þess að stressið fór úr liðinu þegar hún kom ástralska liðiu yfir í 1-0 snemma leiks. Raso sjálf á sér magnaða endurkomusögu. Hún meiddist mjög illa á baki í leik með bandaríska félaginu Portland Thorns í ágúst fyrir fimm árum síðan. Raso fékk þá hné mótherja í bakið og þrír hryggjarliðir brotnuðu hjá henni. Hún vissi ekki hvort hún gæti hreinlega gengið á ný hvað þá spilað fótbolta. Hayley fór í gegnum mjög erfiða endurhæfingu staðráðin að komast aftur inn á fótboltavöllinn sem tókst hjá henni. Raso spilaði fyrst aftur fótbolta í heimlandi sínu en gekk svo til liðs við Everton. Þar spilaði hún í eitt ár en hefur undanfarin tvö ár leikið með Manchester City. Real Madrid samdi við hana í byrjun júlí og hún verður fyrsta ástralski leikmaður spænska stórliðsins. Mörkin sem hún skoraði á móti Kanada voru hennar þrettánda og fjórtánda fyrir landsliðið en tíu af þeim hafa komið á síðustu tveimur árum. View this post on Instagram A post shared by Men in Blazers (@meninblazers)
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Sjá meira