Markið hennar þýddi að Ítalir sátu eftir og Suður Afríka spilar í útsláttarkeppninni í fyrsta sinn í sögunni.
Kgatlana lagði einnig upp markið sem kom suður-afríska liðinu í 2-1 í leiknum. Sigurmarkið kom hins vegar ekki fyrr en í uppbótatíma leiksins.
Suður Afríka spilar á móti Hollandi í sextán liða úrslitunum.
No. 54 ranked South Africa celebrate reaching the #FIFAWWC last 16 for the first time pic.twitter.com/qxpKTXjnjO
— B/R Football (@brfootball) August 2, 2023
„Ég er bara í svo mikilli geðshræringu,“ sagði Thembi Kgatlana eftir leikinn en hún spilar með Racing Louisville í bandarísku deildinni.
„Á síðustu þremur vikum hef ég misst þrjá fjölskyldumeðlimi. Ég hefði getað farið heim en ég valdi það að vera áfram með stelpunum mínum vegna þessi hversu mikils virði þetta er fyrir okkur allar,“ sagði Kgatlana en ESPN sagði frá.
Hún kom til baka í maí eftir að hafa slitið hásin og misst út tíu mánuði.
„Ég kom til baka eftir mjög erfið meiðsli og það skiptir svo miklu máli fyrir mig að vera spila hér fyrir hönd þjóðar minnar og fyrir allar þær stelpur sem vildu vera í mínum sporum. Við skrifum söguna fyrir Suður-Afríku og allar í liðinu eiga þetta skilið,“ sagði Kgatlana.
„Í hvert skipti sem ég klæðist þessari treyju þá er ég ekki bara að gera það fyrir mig sjálfa heldur fyrir þær 63 milljónir manna sem eru heima sem sem og alla sem eru hér í Wellington. Það sem við gerðum hér í kvöld. Ég á enn eftir að átta mig á þessu,“ sagði Kgatlana.
— SuperSport Football (@SSFootball) August 2, 2023
With her goal against Italy, Thembi Kgatlana joined an elite group of African goalscorers at the #FIFAWWC#HereForHer pic.twitter.com/CLvggpI1pG