Um er að ræða notalega íbúð við Klapparstíg 18 þar sem stutt er að sækja menningartengda viðburði sem og almenna þjónustu.
Í lýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis kemur fram að íbúðin skiptist í lítið andyri, baðherbergi, hjónaherbergi, og bjart alrými sem samanstendur af eldhúsi, stofu og borðstofu. Útgengt er úr stofu á skjólgóðar og stórar svalir sem snúa í vestur.
Í eldhúsi er rúmgóð svört eldhúsinnrétting með góðu skápaplássi og nýjum eldhústækjum. Áföst eyja með viðarklæðningu skilur eldhús og borðstofu af.
Á jarðhæð hússins er geymsla sem fylgir íbúðinni auk sér stæði í bílakjallara.
Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum hafa húsráðendur búið sér afar sjarmerandi og hlýlegt heimili.







