Eftir markalausan fyrri hálfleik komst Djurgården yfir en þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Therese Ivarsson metin fyrir Kristianstad, lokatölur 1-1.
Hlín Eiríksdóttir spilaði allan leikinn fyrir Kristianstad en Emelía Óskarsdóttir kominn af bekknum þegar tæpar tuttugu mínútur lifðu leiks. Elísabet Gunnarsdóttir er svo sem fyrr þjálfari Kristianstad sem situr nú í 7. sæti með 32 stig að loknum 18 leikjum.