Það var Þórdís Elva Ágústsdóttir sem kom Valskonum yfir á 28. mínútu leiksins áður en Ásdís Karen Halldórsdóttir tvöfaldaði forystu liðsins fimm mínútum síðar og Valur fór því með 2-0 forystu inn í hálfleikshléið.
Birgül Sadikoglu minnkaði þó muninn fyrir tyrkneska liðið snemma í síðari hálfleik. Nær komst Formet þó ekki og niðurstaðan varð 2-1 sigur Vals.
Valskonur eru því komnar í úrslit fyrstu umferðar forkeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið mætir annað hvort Vllaznia frá Albaníu eða Hajvalia frá Kósovó laugardaginn 9. september. Vllaznia og Hajvalia eigast við síðar í dag.