,,Húsnæðið í gömlu bensínstöðinni á Háaleitisbrautinni var orðið of lítið fyrir okkur og þótt að sú staðsetning hafi verið skemmtileg þá erum við að fara stutt frá í enn betra og stærra húsnæði. Það hefur verið mjög mikið að gera hér hjá okkur enda er hjólamenning Íslendinga alltaf að eflast og aukast og sífellt fleiri að eignast reið- og rafmagnshjól til að nota sem samgöngumáta," segir Jón Óli Ólafsson eigandi Berlinar í tilkynningu.
Haldin var sérstök opnunarhátíð í dag þar sem gestum og gangandi var boðið að prófa þrekhjól frá áttunda áratugnum.
