Telur játningu Eimskipa vera taktíska ákvörðun Jón Þór Stefánsson skrifar 10. september 2023 11:42 Hörður Felix Harðarson segir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins byggða á kenningum sem séu úr lausi lofti byggðar. Vísir/Vilhelm Hörður Felix Harðarson, lögmaður Samskipa, viðurkennir að játning Eimskipa í máli er varðar ólöglegt samráð fyrirtækjanna setji málið í einkennilega stöðu. Þrátt fyrir það telur hann játninguna vera taktíska ákvörðun fyrirtækisins, en segir Samskip ekki hafa viljað taka álíka ákvörðun. Þetta kom fram í viðtali við Hörð í Sprengisandi í dag. Þar fór hann yfir það hvernig málið birtist honum og Samskipum. Hann segir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins um samráð fyrirtækisins við Eimskip byggða á kenningum sem séu úr lausi lofti gripnar. Hann kallar þær „samsæriskenningar“. Setji málið í einkennilegan búning Kristján Kristjánsson, þáttarstjórnandi Sprengisandar, hélt því fram að gallinn við málflutning Harðar væri játning Eimskipa. „Auðvitað setur þetta málið allt í mjög einkennilegan búning. Og þetta setur Samskip í verri stöðu en ella,“ svaraði Hörður, sem benti þó á að játningin færi ekki sönnur á brot Samskipa. Það þyrfti að leiða þau í ljós af gögnum málsins. Um sáttina sagði Hörður að þar væri vissulega játað að samráð hafi átt sér stað. „Reyndar í örfáum línum,“ tekur hann fram. Á meðan liggja fyrir athugasemdir Eimskipa sem Hörður segir vel rökstuddar og gefa upp rétta mynd af málinu. Hann spyr því hvers vegna Eimskip játi árið 2022 þegar þeir hafi mörg ár á undan haldið fram sakleysi og haldið upp hörðum vörnum. Hann segir þá ákvörðun ekki vera endurmat á gögnum málsins, þar sem að ekkert nýtt hafi legið fyrir í þeim efnum. Taktísk játning eyði óvissu Hins vegar fylgi því mikil óvissa að vera með Samkeppniseftirlitið hangandi yfir sér í öll þessi ár, að sögn Harðar. „Með þessari ákvörðun er óvissunni eytt. Og hvað gerðist? Samstundis urðu gríðarlegar hækkanir á virði félagsins í kauphöllinni. Fyrir mér er þetta taktísk rekstrarleg ákvörðun,“ Þá bætir hann við að ákvörðunin komi niður á samkeppnisaðilanum, Samskipum, þó hann taki fram að hann saki þá ekki um að hafa hugsað út í slíkt. En með ákvörðuninni hafi verið tryggt að Samskip myndu greiða jafnmikið eða meira en Eimskip í sekt. Um er að ræða einn og hálfan milljarð króna. „Ég er ekki að ætla mönnum að hafa beinlínis hugsað það þannig, en það sem gerist óhjákvæmilega við þetta er að aðalkeppinautur félagsins er settur í vonda stöðu. Ekki bara út frá sönnun á atvikum, heldur út frá fjárhæðinni. Því með því að samþykkja að greiða einn og hálfan milljarð þá er félagið búið að tryggja það að litli aðilinn á markaðinum þarf þá að lágmarki að borga einn og hálfan milljarð í endanlegri ákvörðun,“ segir Hörður. Vilja ekki játa rangar sakir Í ljósi þess að hann kalli ákvörðun Eimskipa skynsamlega rekstrarákvörðun var hann spurður hvers vegna Eimskip hafi ekki gert slíkt hið sama. Hann segir nokkrar ástæður vera fyrir því. Meðal annars hafi fyrirtækið ekki fjárhagslega burði til að borga upphæðirnar sem um ræðir. Og þá hafi engin hjá fyrirtækinu viljað stíga fram og játa sakir sem þeir telji að félagið hafi ekki framið. Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Hörð í Sprengisandi í dag. Þar fór hann yfir það hvernig málið birtist honum og Samskipum. Hann segir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins um samráð fyrirtækisins við Eimskip byggða á kenningum sem séu úr lausi lofti gripnar. Hann kallar þær „samsæriskenningar“. Setji málið í einkennilegan búning Kristján Kristjánsson, þáttarstjórnandi Sprengisandar, hélt því fram að gallinn við málflutning Harðar væri játning Eimskipa. „Auðvitað setur þetta málið allt í mjög einkennilegan búning. Og þetta setur Samskip í verri stöðu en ella,“ svaraði Hörður, sem benti þó á að játningin færi ekki sönnur á brot Samskipa. Það þyrfti að leiða þau í ljós af gögnum málsins. Um sáttina sagði Hörður að þar væri vissulega játað að samráð hafi átt sér stað. „Reyndar í örfáum línum,“ tekur hann fram. Á meðan liggja fyrir athugasemdir Eimskipa sem Hörður segir vel rökstuddar og gefa upp rétta mynd af málinu. Hann spyr því hvers vegna Eimskip játi árið 2022 þegar þeir hafi mörg ár á undan haldið fram sakleysi og haldið upp hörðum vörnum. Hann segir þá ákvörðun ekki vera endurmat á gögnum málsins, þar sem að ekkert nýtt hafi legið fyrir í þeim efnum. Taktísk játning eyði óvissu Hins vegar fylgi því mikil óvissa að vera með Samkeppniseftirlitið hangandi yfir sér í öll þessi ár, að sögn Harðar. „Með þessari ákvörðun er óvissunni eytt. Og hvað gerðist? Samstundis urðu gríðarlegar hækkanir á virði félagsins í kauphöllinni. Fyrir mér er þetta taktísk rekstrarleg ákvörðun,“ Þá bætir hann við að ákvörðunin komi niður á samkeppnisaðilanum, Samskipum, þó hann taki fram að hann saki þá ekki um að hafa hugsað út í slíkt. En með ákvörðuninni hafi verið tryggt að Samskip myndu greiða jafnmikið eða meira en Eimskip í sekt. Um er að ræða einn og hálfan milljarð króna. „Ég er ekki að ætla mönnum að hafa beinlínis hugsað það þannig, en það sem gerist óhjákvæmilega við þetta er að aðalkeppinautur félagsins er settur í vonda stöðu. Ekki bara út frá sönnun á atvikum, heldur út frá fjárhæðinni. Því með því að samþykkja að greiða einn og hálfan milljarð þá er félagið búið að tryggja það að litli aðilinn á markaðinum þarf þá að lágmarki að borga einn og hálfan milljarð í endanlegri ákvörðun,“ segir Hörður. Vilja ekki játa rangar sakir Í ljósi þess að hann kalli ákvörðun Eimskipa skynsamlega rekstrarákvörðun var hann spurður hvers vegna Eimskip hafi ekki gert slíkt hið sama. Hann segir nokkrar ástæður vera fyrir því. Meðal annars hafi fyrirtækið ekki fjárhagslega burði til að borga upphæðirnar sem um ræðir. Og þá hafi engin hjá fyrirtækinu viljað stíga fram og játa sakir sem þeir telji að félagið hafi ekki framið.
Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sjá meira