Leikur liðanna í gær endaði 32-32 en heimamenn voru sterkari framan af þar en FH samt sem áður óheppið að landa ekki sigri í blálokin. Í dag var aldrei spurning hvort liðið færi áfram. FH var mun sterkara og leiddi 12-8 í hálfleik.
Á endanum unnu FH-ingar öruggan átta marka sigur, 26-18, og eru komnir áfram. FH mætir Partizan Belgrad frá Serbíu í 2. umferð.
Birgir Már Birgisson og Jón Bjarni Ólafsson skoruðu fimm mörk hvor í liði FH. Símon Michael Guðjónsson og Ásbjörn Friðriksson komu þar á eftir með fjögur mörk hvor.