Sjáðu mörkin: Öruggt hjá Barcelona, PSG lagði Dortmund og dramatíkin í Rómarborg Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. september 2023 12:31 Ivan Provedel, markvörður Lazio, stal fyrirsögnunum í gær. Marco Rosi/Getty Images Átta leikir fór fram í gærkvöldi þegar riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu rúllaði af stað. Evrópumeistarar Manchester City hófu titilvörnina á sigri, Börsungar fóru illa með Antwerp og dramatíkin var allsráðandi í viðureign Lazio og Atlético Madrid. Evrópumeistarar Manchester City lentu óvænt undir gegn Rauðu stjörnunni frá Serbíu undir lok fyrri hálfleiks, en tvö mörk frá Julian Alvarez í síðari hálfleik og eitt frá Rodri sáu til þess að City tók stigin þrjú. Klippa: Man. City - Rauða Stjarnan | Mörkin Í hinum leiknum í G-riðli vann RB Leipzig 3-1 útisigur gegn Young Boys frá Sviss. Mohamed Simakan kom gestunum yfir strax á þriðju mínútu áður en Mechak Elia jafnaði metin fyrir hálfleik. Xaver Schlager og Benjamin Sesko sáu þó til þess að gestirnir fóru með sigur af hólmi með sínu markinu hvor í síðari hálfleik. Klippa: Young Boys - RB Leipzig | Mörkin Í H-riðli fengu áhorfendur að sjá heil níu mörk í tveimur leikjum Barcelona vann öruggan 5-0 sigur gegn Royal Antwerp frá Belgíu þar sem Joao Felix var allt í öllu og skoraði tvö mrök fyrir liðið ásamt því að leggja eitt upp fyrir Robert Lewandowski. Klippa: Barcelona - Antwerp | Mörkin Þá vann Porto góðan 3-1 útisigur gegn Shakhtar Donetsk, en leikið var í Hamburg vegna stríðsins í Úkraínu. Öll mörk leiksins voru skoruð á fyrsta hálftímanum, en Wenderson Galeno skoraði tvívegis fyrir Porto áður en Mehdi Taremi bætti þriðja markinu við. Kevin Kelsy skoraði mark Shakhtar. Klippa: Shaktar - Porto | Mörkin Þá var dramatíkin allsráðandi í E-riðli þar sem Lazio og Atlético Madrid gerðu 1-1 jafntefli. Pablo Barrios kom Atlético yfir á 29. mínútu og leit út fyrir að það yrði eina mark leiksins. Ivan Provedel, markvörður Lazio, reyndist hins vegar hetja heimamanna er hann jafnaði metin með síðustu snertingu leiksins. Klippa: Lazio - Atletico | Mörkin Lætin voru ekki minni í hinum leik E-riðils þar sem Feyenoord tók á móti Celtic. Calvin Stengs kom heimamönnum yfir undir lok fyrri hálfleiks áður en Gustaf Lagerbielke fékk að líta sitt annað gula spjald á 63. mínútu og skosku gestirnir því manni færri. Tveimur mínútum síðar misnotuðu heimamenn vítaspyrnu og aðeins þremur mínútum eftir það fékk varamaðurinn Odin Thiago Holm að líta beint rautt spjald og Celtic því tveimur mönnum færri. Heimamenn nýttu sér liðsmuninn og Alireza Jahanbakhsh tryggði Feyenoord 2-0 sigur með marki á 76. mínútu. Klippa: Feyenoord - Celtic | Mörkin Að lokum vann PSG 2-0 sigur gegn Dortmund í F-riðli þar sem Kylian Mbappé og Achraf Hakimi sáu um markaskorunina og AC Milan og Newcastle gerðu markalaust jafntefli í sama riðli. Klippa: PSG - Dortmund | Mörkin Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport „Holan var of djúp“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Sjá meira
Evrópumeistarar Manchester City lentu óvænt undir gegn Rauðu stjörnunni frá Serbíu undir lok fyrri hálfleiks, en tvö mörk frá Julian Alvarez í síðari hálfleik og eitt frá Rodri sáu til þess að City tók stigin þrjú. Klippa: Man. City - Rauða Stjarnan | Mörkin Í hinum leiknum í G-riðli vann RB Leipzig 3-1 útisigur gegn Young Boys frá Sviss. Mohamed Simakan kom gestunum yfir strax á þriðju mínútu áður en Mechak Elia jafnaði metin fyrir hálfleik. Xaver Schlager og Benjamin Sesko sáu þó til þess að gestirnir fóru með sigur af hólmi með sínu markinu hvor í síðari hálfleik. Klippa: Young Boys - RB Leipzig | Mörkin Í H-riðli fengu áhorfendur að sjá heil níu mörk í tveimur leikjum Barcelona vann öruggan 5-0 sigur gegn Royal Antwerp frá Belgíu þar sem Joao Felix var allt í öllu og skoraði tvö mrök fyrir liðið ásamt því að leggja eitt upp fyrir Robert Lewandowski. Klippa: Barcelona - Antwerp | Mörkin Þá vann Porto góðan 3-1 útisigur gegn Shakhtar Donetsk, en leikið var í Hamburg vegna stríðsins í Úkraínu. Öll mörk leiksins voru skoruð á fyrsta hálftímanum, en Wenderson Galeno skoraði tvívegis fyrir Porto áður en Mehdi Taremi bætti þriðja markinu við. Kevin Kelsy skoraði mark Shakhtar. Klippa: Shaktar - Porto | Mörkin Þá var dramatíkin allsráðandi í E-riðli þar sem Lazio og Atlético Madrid gerðu 1-1 jafntefli. Pablo Barrios kom Atlético yfir á 29. mínútu og leit út fyrir að það yrði eina mark leiksins. Ivan Provedel, markvörður Lazio, reyndist hins vegar hetja heimamanna er hann jafnaði metin með síðustu snertingu leiksins. Klippa: Lazio - Atletico | Mörkin Lætin voru ekki minni í hinum leik E-riðils þar sem Feyenoord tók á móti Celtic. Calvin Stengs kom heimamönnum yfir undir lok fyrri hálfleiks áður en Gustaf Lagerbielke fékk að líta sitt annað gula spjald á 63. mínútu og skosku gestirnir því manni færri. Tveimur mínútum síðar misnotuðu heimamenn vítaspyrnu og aðeins þremur mínútum eftir það fékk varamaðurinn Odin Thiago Holm að líta beint rautt spjald og Celtic því tveimur mönnum færri. Heimamenn nýttu sér liðsmuninn og Alireza Jahanbakhsh tryggði Feyenoord 2-0 sigur með marki á 76. mínútu. Klippa: Feyenoord - Celtic | Mörkin Að lokum vann PSG 2-0 sigur gegn Dortmund í F-riðli þar sem Kylian Mbappé og Achraf Hakimi sáu um markaskorunina og AC Milan og Newcastle gerðu markalaust jafntefli í sama riðli. Klippa: PSG - Dortmund | Mörkin
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport „Holan var of djúp“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Sjá meira