Boða skyttur Hvals á skotæfingu á sjó Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. september 2023 16:27 Hvalveiðiandstæðingurinn Paul Watson birti þessa mynd á miðli sínum í gær. Þar sést skotið úr byssu hvalveiðiskips Hvals hf. í Hvalfirði. Myndin er sögð tekin í gær. Paul Watson Foundation Matvælastofnun hefur tjáð Hval hf. að hvalveiðiskipið Hvalur 8 megi fara aftur á veiðar að uppfylltum skilyrðum. Meðal þeirra eru þau að skotæfing fari fram á sjó til að sýna fram á hæfni skyttu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Þar segir að stofnunin hafi lokið rannsókn á frávikum við veiðar Hvals 8 og boðað afléttingu með skilyrðum. Það var þann 14. september sem Matvælastofnun stöðvaði tímabundið veiðar á Hval 8. Ástæðan var sú að 29 mínútur tók að aflífa hval sem Hvalur 8 veiddi þann 7. september, í fyrstu veiðiferð sinni. Skilyrðin sem Matvælastofnun setur eru eftirfarandi: Skotæfing á sjó þar sem sýnt er fram á hæfni skyttu. Uppfærsla á verklagsreglum þar sem tekið verður mið af athugasemdum beggja eftirlitsstofnanna, Matvælastofnunar og Fiskistofu. Breytingarnar verða að vera samþykktar af báðum eftirlitsstofnunum og kynntar á fullnægjandi hátt fyrir áhöfnum Hvals 8 og 9. Þessi skilyrði verði að vera uppfyllt áður en veiðar Hvals 8 geta hafist aftur. Matvælastofnun hefur enn til skoðunar hvort lagt verður á stjórnvaldssekt vegna þessa máls. Eins mun stofnunin áfram fylgjast með framkvæmd veiða og grípa til aðgerða ef önnur alvarleg frávik koma upp. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., sagði í ítarlegu viðtali við fréttastofu í dag að hann hefði enga hugmynd um hvenær Hvalur 8 fengi að fara aftur á veiðar. „Við veiddum þennan hval 7. september. Síðan erum við búnir að veiða sex hvali í viðbót, þá loksins senda þau okkur þetta bréf. Að þau væru að spá í að stoppa skipið. Við fengum nær engan andmælarétt. Voru nær heilan dag að koma þessari spólu til okkar. Eftir að hafa legið yfir þessu í viku að skoða þetta myndband. Þetta er algjörlega fráleit stjórnsýsla,“ segir Kristján. Hann segir alveg skýrt að bilun í spili á skipinu hafi gert það að verkum að ekki var hægt að aflífa hvalinn fyrr. Óhöpp geti alltaf gerst. Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Enginn sportveiðimaður og fullviss um stuðning Íslendinga Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandinn í Hval hf., er sannfærður um að íslenskt samfélag standi með honum í baráttunni fyrir áframhaldandi hvalveiðum. Ekki megi taka hvalveiðar út fyrir sviga heldur þurfi að skoða hlutina í samhengi. Jafnvel kíkja í sláturhúsin til samanburðar. Hann kann vel að meta gott hvalkjöt en er enginn sportveiðimaður enda fari hann aldrei til veiða. 20. september 2023 15:02 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Þar segir að stofnunin hafi lokið rannsókn á frávikum við veiðar Hvals 8 og boðað afléttingu með skilyrðum. Það var þann 14. september sem Matvælastofnun stöðvaði tímabundið veiðar á Hval 8. Ástæðan var sú að 29 mínútur tók að aflífa hval sem Hvalur 8 veiddi þann 7. september, í fyrstu veiðiferð sinni. Skilyrðin sem Matvælastofnun setur eru eftirfarandi: Skotæfing á sjó þar sem sýnt er fram á hæfni skyttu. Uppfærsla á verklagsreglum þar sem tekið verður mið af athugasemdum beggja eftirlitsstofnanna, Matvælastofnunar og Fiskistofu. Breytingarnar verða að vera samþykktar af báðum eftirlitsstofnunum og kynntar á fullnægjandi hátt fyrir áhöfnum Hvals 8 og 9. Þessi skilyrði verði að vera uppfyllt áður en veiðar Hvals 8 geta hafist aftur. Matvælastofnun hefur enn til skoðunar hvort lagt verður á stjórnvaldssekt vegna þessa máls. Eins mun stofnunin áfram fylgjast með framkvæmd veiða og grípa til aðgerða ef önnur alvarleg frávik koma upp. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., sagði í ítarlegu viðtali við fréttastofu í dag að hann hefði enga hugmynd um hvenær Hvalur 8 fengi að fara aftur á veiðar. „Við veiddum þennan hval 7. september. Síðan erum við búnir að veiða sex hvali í viðbót, þá loksins senda þau okkur þetta bréf. Að þau væru að spá í að stoppa skipið. Við fengum nær engan andmælarétt. Voru nær heilan dag að koma þessari spólu til okkar. Eftir að hafa legið yfir þessu í viku að skoða þetta myndband. Þetta er algjörlega fráleit stjórnsýsla,“ segir Kristján. Hann segir alveg skýrt að bilun í spili á skipinu hafi gert það að verkum að ekki var hægt að aflífa hvalinn fyrr. Óhöpp geti alltaf gerst.
Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Enginn sportveiðimaður og fullviss um stuðning Íslendinga Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandinn í Hval hf., er sannfærður um að íslenskt samfélag standi með honum í baráttunni fyrir áframhaldandi hvalveiðum. Ekki megi taka hvalveiðar út fyrir sviga heldur þurfi að skoða hlutina í samhengi. Jafnvel kíkja í sláturhúsin til samanburðar. Hann kann vel að meta gott hvalkjöt en er enginn sportveiðimaður enda fari hann aldrei til veiða. 20. september 2023 15:02 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Enginn sportveiðimaður og fullviss um stuðning Íslendinga Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandinn í Hval hf., er sannfærður um að íslenskt samfélag standi með honum í baráttunni fyrir áframhaldandi hvalveiðum. Ekki megi taka hvalveiðar út fyrir sviga heldur þurfi að skoða hlutina í samhengi. Jafnvel kíkja í sláturhúsin til samanburðar. Hann kann vel að meta gott hvalkjöt en er enginn sportveiðimaður enda fari hann aldrei til veiða. 20. september 2023 15:02